Konurnar öflugar í glæpasögunum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 19:00 Bókatíðindi eru væntanleg í hús í vikunni sem fyrir mörgum er fyrsta merki um að jólin nálgist. Bókajólin í ár einkennast af glæpasögum og hafa aldrei fleiri konur verið meðal glæpasagnahöfunda. Glæpasagnadrottningin Yrsa hefur rutt veginn en hún er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Á árinu koma hundrað og fimmtíu nýjar barna og -unglingabækur út á Íslandi og tvö hundruð nýjar skáldsögur. En hvernig eru íslensk skáld að standa sig í útgáfunni?Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.„Íslensk skáld standa sig nú alltaf ótrúlega vel og það vekur alheimsathygli hvað við gefum út margar bækur á hverju ári. En í ár þegar við lítum á Bókatíðindin sem borin eru í hús í næstu viku. Þá eru aðeins færri íslenskar skáldsögur en í fyrra en fleiri glæpasögur en nokkru sinni áður,“ segir Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Bryndís segir að minnsta kosti sextán nýjar glæpasögur komi út á árinu og um fjörutíu prósent höfunda séu konur. Það þýði að aldrei hafi eins margar konur gefið út glæpasögu sem séu gleðitíðindi. „Ég held nefnilega að konur séu ekki jafn sleipar þegar kemur að því að myrða í alvörunni og þær virðast ekki standa körlunum langt að baki þegar kemur að því að skrifa um glæpi.“ Og sú sem ruddi veginn hlýtur að vera Yrsa Sigurðardóttir sem er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Og afköstin eru ekki lítil. „Ég er búin að skrifa í 13 ár. Þetta er 13. bókin mín og áður skrifaði ég fimm barnabækur,“ segir Yrsa. Yrsa fagnar fleiri konum á markaðinn og hefur engar áhyggjur af samkeppninni. En hún bíður þessa dagana spennt eftir bókinni sinni eins og margir aðrir íslenskir höfundar þar sem seinkun hefur orðið á sendingum frá útlöndum - þar sem allar íslenskar bækur eru prentaðar núna. „Bókin mín er einhvers staðar úti í gámi í hafsjó. Kemur vonandi í höfn. En kemur í næstu viku en hún var prentuð í Finnlandi og kemur í næstu viku. En hér er prufueintak, Gatið.“ En þegar bókin er komin í hendurnar, eru þá komin jól hjá Yrsu? „Ég er alltaf rosalega glöð á hádegi á aðfangadag, þá er allt búið og að koma nýtt ár þegar maður er aftur orðinn venjulegur borgari. Og byrjuð á næstu bók? Já, ég byrja að hugsa um næstu bók bara bráðlega.“ Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Bókatíðindi eru væntanleg í hús í vikunni sem fyrir mörgum er fyrsta merki um að jólin nálgist. Bókajólin í ár einkennast af glæpasögum og hafa aldrei fleiri konur verið meðal glæpasagnahöfunda. Glæpasagnadrottningin Yrsa hefur rutt veginn en hún er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Á árinu koma hundrað og fimmtíu nýjar barna og -unglingabækur út á Íslandi og tvö hundruð nýjar skáldsögur. En hvernig eru íslensk skáld að standa sig í útgáfunni?Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.„Íslensk skáld standa sig nú alltaf ótrúlega vel og það vekur alheimsathygli hvað við gefum út margar bækur á hverju ári. En í ár þegar við lítum á Bókatíðindin sem borin eru í hús í næstu viku. Þá eru aðeins færri íslenskar skáldsögur en í fyrra en fleiri glæpasögur en nokkru sinni áður,“ segir Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Bryndís segir að minnsta kosti sextán nýjar glæpasögur komi út á árinu og um fjörutíu prósent höfunda séu konur. Það þýði að aldrei hafi eins margar konur gefið út glæpasögu sem séu gleðitíðindi. „Ég held nefnilega að konur séu ekki jafn sleipar þegar kemur að því að myrða í alvörunni og þær virðast ekki standa körlunum langt að baki þegar kemur að því að skrifa um glæpi.“ Og sú sem ruddi veginn hlýtur að vera Yrsa Sigurðardóttir sem er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Og afköstin eru ekki lítil. „Ég er búin að skrifa í 13 ár. Þetta er 13. bókin mín og áður skrifaði ég fimm barnabækur,“ segir Yrsa. Yrsa fagnar fleiri konum á markaðinn og hefur engar áhyggjur af samkeppninni. En hún bíður þessa dagana spennt eftir bókinni sinni eins og margir aðrir íslenskir höfundar þar sem seinkun hefur orðið á sendingum frá útlöndum - þar sem allar íslenskar bækur eru prentaðar núna. „Bókin mín er einhvers staðar úti í gámi í hafsjó. Kemur vonandi í höfn. En kemur í næstu viku en hún var prentuð í Finnlandi og kemur í næstu viku. En hér er prufueintak, Gatið.“ En þegar bókin er komin í hendurnar, eru þá komin jól hjá Yrsu? „Ég er alltaf rosalega glöð á hádegi á aðfangadag, þá er allt búið og að koma nýtt ár þegar maður er aftur orðinn venjulegur borgari. Og byrjuð á næstu bók? Já, ég byrja að hugsa um næstu bók bara bráðlega.“
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira