Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 12:00 Varaformaður Vinstri grænna segir að það séu mjög skiptar skoðanir á viðræðum VG við B og D. Vísir Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk, til að mynda að Bjarni Benediktsson fái ekki ráðherrastól í nýrri ríkisstjórn. Ekki hefur náðst í formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í dag en þeir eiga fund í dag í óformlegum viðræðum um stjórnarsamstarf. Gert er ráð fyrir að formenn flokkanna fundi með flokkum sínum að loknum þeim fundi og er vitað til þess að þingflokkur Vinstri grænna áætli að hittast í fyrramálið til að fara yfir viðræðurnar. Því er ekki gert ráð fyrir því að farið verið á Bessastaði í dag til að sækja formlegt umboð til forseta ef viðræðurnar skila þeim árangri.Vinstri grænir vildu síst tala við Sjálfstæðisflokkinn Í gær skrifaði varaformaður Vinstri grænna færslu á Facebooksíðu flokksins þar sem hann fór yfir stöðuna og ítrekaði að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, væri eingöngu að kanna hvort málefnalegur flötur sé fyrir samstarfi en hugsanlegt samstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks hefur vakið gífurlega hörð viðbrögð innan flokksins, í baklandi hans og grasrót. „Það eru alveg lágmark 50/50 skiptar skoðanir í flokknum yfir höfuð um það hvort við hefðum nokkuð átt að setjast niður með Framsókn og Sjálfstæðisflokk, og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokk auðvitað í þessum viðræðum. Það eru skiptar skoðanir um það vissulega,“ segir Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna. Hann segir þó mikilvægt að talað sé við alla í þessum viðræðum - jafnvel þá sem flokkurinn vildi síst tala við. Það þurfi þó að verða gríðarlega miklar breytingar eða nýjungar í stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum ef þær eigi að ganga upp. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við. Og ég er líka að tala um að við fáum meiri aðkomu að stjórninni, þ.e.a.s. að það verði jafnvel aðrir flokkar sem komi inn í stjórnina, að það verði jafnvel einhver utanþingsráðherra. Að ráðherrar verði samábyrgir í málum eða eitthvað slíkt.“ Edward segir þessi atriði gera samstarf við Sjálfstæðisflokkinn fýsilegri en þó séu enn varnaglar. „Það er engu að síður mjög erfitt að kyngja því að hafa áfram í ráðherrastólum menn sem eru náttúrulega búnir að gera upp á bak eins og maður segir,“segir Edward Hákon, varaformaður Vinstri grænna. Hann ítrekar þó að Katrín hafi fullt umboð þingflokksins til að fara í óformlegt samtal við Sjálfstæðisflokkinn. Það verði þó lagt fyrir flokksráð það sem út úr því kemur, ef eitthvað. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur eða aðra formenn flokkanna í morgun enda gert ráð fyrir að þeir séu uppteknir á fundi. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingmenn mættu til funda í fyrsta snjó vetrarins - Myndir 10. nóvember 2017 11:58 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Edward H. Huijbens reynir að lægja öldurnar innan raða Vinstri grænna þar sem sitt sýnist hverjum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. 10. nóvember 2017 23:09 Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk, til að mynda að Bjarni Benediktsson fái ekki ráðherrastól í nýrri ríkisstjórn. Ekki hefur náðst í formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í dag en þeir eiga fund í dag í óformlegum viðræðum um stjórnarsamstarf. Gert er ráð fyrir að formenn flokkanna fundi með flokkum sínum að loknum þeim fundi og er vitað til þess að þingflokkur Vinstri grænna áætli að hittast í fyrramálið til að fara yfir viðræðurnar. Því er ekki gert ráð fyrir því að farið verið á Bessastaði í dag til að sækja formlegt umboð til forseta ef viðræðurnar skila þeim árangri.Vinstri grænir vildu síst tala við Sjálfstæðisflokkinn Í gær skrifaði varaformaður Vinstri grænna færslu á Facebooksíðu flokksins þar sem hann fór yfir stöðuna og ítrekaði að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, væri eingöngu að kanna hvort málefnalegur flötur sé fyrir samstarfi en hugsanlegt samstarf Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks hefur vakið gífurlega hörð viðbrögð innan flokksins, í baklandi hans og grasrót. „Það eru alveg lágmark 50/50 skiptar skoðanir í flokknum yfir höfuð um það hvort við hefðum nokkuð átt að setjast niður með Framsókn og Sjálfstæðisflokk, og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokk auðvitað í þessum viðræðum. Það eru skiptar skoðanir um það vissulega,“ segir Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna. Hann segir þó mikilvægt að talað sé við alla í þessum viðræðum - jafnvel þá sem flokkurinn vildi síst tala við. Það þurfi þó að verða gríðarlega miklar breytingar eða nýjungar í stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum ef þær eigi að ganga upp. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við. Og ég er líka að tala um að við fáum meiri aðkomu að stjórninni, þ.e.a.s. að það verði jafnvel aðrir flokkar sem komi inn í stjórnina, að það verði jafnvel einhver utanþingsráðherra. Að ráðherrar verði samábyrgir í málum eða eitthvað slíkt.“ Edward segir þessi atriði gera samstarf við Sjálfstæðisflokkinn fýsilegri en þó séu enn varnaglar. „Það er engu að síður mjög erfitt að kyngja því að hafa áfram í ráðherrastólum menn sem eru náttúrulega búnir að gera upp á bak eins og maður segir,“segir Edward Hákon, varaformaður Vinstri grænna. Hann ítrekar þó að Katrín hafi fullt umboð þingflokksins til að fara í óformlegt samtal við Sjálfstæðisflokkinn. Það verði þó lagt fyrir flokksráð það sem út úr því kemur, ef eitthvað. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur eða aðra formenn flokkanna í morgun enda gert ráð fyrir að þeir séu uppteknir á fundi.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingmenn mættu til funda í fyrsta snjó vetrarins - Myndir 10. nóvember 2017 11:58 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Edward H. Huijbens reynir að lægja öldurnar innan raða Vinstri grænna þar sem sitt sýnist hverjum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. 10. nóvember 2017 23:09 Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00
Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Edward H. Huijbens reynir að lægja öldurnar innan raða Vinstri grænna þar sem sitt sýnist hverjum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. 10. nóvember 2017 23:09
Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17