Borgarbúar biðu í allt að fjóra tíma í röð eftir dekkjaskiptum í dag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 21:00 Borgarbúar vöknuðu við fannhvíta jörð í morgun og er ekki víst að allir hafi komist út úr bílastæðinu sínu. Snjómokstursmenn Reykjavíkurborgar voru í startholunum til að létta okkur hinum lífið og hófu mokstur klukkan fjögur í nótt í þessu fyrsta útkalli vetrarins út af snjó. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir nokkuð ástand hafa skapast á götunum enda margir líklega enn á sumardekkjum. „Ég held að fólk hafi verið að draga það að setja vetrardekkin undir. Ég hvet fólk til að setja vetrardekkin undir. Það er kominn nóvember og allra veðra von og því gott að fara á dekkjaverkstæðið og skipta um dekk,” segir Hjalti og það gerðu borgarbúar í dag. Það mynduðust langar raðir fyrir utan dekkjaverkstæðin, að minnsta kosti tuttugu bílar í röð og allt að fjögurra tíma bið. Starfsmennirnir á dekkjaverkstæðinu Bílkó voru að minnsta kosti á þönum í allan dag. „Við opnuðum á slaginu átta og bílarnir mættir klukkan sjö. Við förum örugglega ekkert heim í dag,” segir Tómas Pétursson, starfsmaður á Bílkó. Fréttamaður tók tali við nokkra í röðinni eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Fólk nýtti tímann til að taka til í hanskahólfinu eða gera nokkrar núvitundaræfingar. Aðrir voru ekki alveg jafn hressir og bölvuðu trassaskapnum í sér. Tengdar fréttir Nokkur minniháttar umferðaróhöpp í snjónum á höfuðborgarsvæðinu Nokkur minniháttar umferðaróhöpp hafa orðið í morgun í fyrsta snjó vetrarins á höfuðborgarsvæðinu að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2017 09:16 Snjórinn kominn til að vera í bili Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. 10. nóvember 2017 10:58 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Borgarbúar vöknuðu við fannhvíta jörð í morgun og er ekki víst að allir hafi komist út úr bílastæðinu sínu. Snjómokstursmenn Reykjavíkurborgar voru í startholunum til að létta okkur hinum lífið og hófu mokstur klukkan fjögur í nótt í þessu fyrsta útkalli vetrarins út af snjó. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir nokkuð ástand hafa skapast á götunum enda margir líklega enn á sumardekkjum. „Ég held að fólk hafi verið að draga það að setja vetrardekkin undir. Ég hvet fólk til að setja vetrardekkin undir. Það er kominn nóvember og allra veðra von og því gott að fara á dekkjaverkstæðið og skipta um dekk,” segir Hjalti og það gerðu borgarbúar í dag. Það mynduðust langar raðir fyrir utan dekkjaverkstæðin, að minnsta kosti tuttugu bílar í röð og allt að fjögurra tíma bið. Starfsmennirnir á dekkjaverkstæðinu Bílkó voru að minnsta kosti á þönum í allan dag. „Við opnuðum á slaginu átta og bílarnir mættir klukkan sjö. Við förum örugglega ekkert heim í dag,” segir Tómas Pétursson, starfsmaður á Bílkó. Fréttamaður tók tali við nokkra í röðinni eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Fólk nýtti tímann til að taka til í hanskahólfinu eða gera nokkrar núvitundaræfingar. Aðrir voru ekki alveg jafn hressir og bölvuðu trassaskapnum í sér.
Tengdar fréttir Nokkur minniháttar umferðaróhöpp í snjónum á höfuðborgarsvæðinu Nokkur minniháttar umferðaróhöpp hafa orðið í morgun í fyrsta snjó vetrarins á höfuðborgarsvæðinu að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2017 09:16 Snjórinn kominn til að vera í bili Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. 10. nóvember 2017 10:58 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Nokkur minniháttar umferðaróhöpp í snjónum á höfuðborgarsvæðinu Nokkur minniháttar umferðaróhöpp hafa orðið í morgun í fyrsta snjó vetrarins á höfuðborgarsvæðinu að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2017 09:16
Snjórinn kominn til að vera í bili Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. 10. nóvember 2017 10:58