Borgarbúar biðu í allt að fjóra tíma í röð eftir dekkjaskiptum í dag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 21:00 Borgarbúar vöknuðu við fannhvíta jörð í morgun og er ekki víst að allir hafi komist út úr bílastæðinu sínu. Snjómokstursmenn Reykjavíkurborgar voru í startholunum til að létta okkur hinum lífið og hófu mokstur klukkan fjögur í nótt í þessu fyrsta útkalli vetrarins út af snjó. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir nokkuð ástand hafa skapast á götunum enda margir líklega enn á sumardekkjum. „Ég held að fólk hafi verið að draga það að setja vetrardekkin undir. Ég hvet fólk til að setja vetrardekkin undir. Það er kominn nóvember og allra veðra von og því gott að fara á dekkjaverkstæðið og skipta um dekk,” segir Hjalti og það gerðu borgarbúar í dag. Það mynduðust langar raðir fyrir utan dekkjaverkstæðin, að minnsta kosti tuttugu bílar í röð og allt að fjögurra tíma bið. Starfsmennirnir á dekkjaverkstæðinu Bílkó voru að minnsta kosti á þönum í allan dag. „Við opnuðum á slaginu átta og bílarnir mættir klukkan sjö. Við förum örugglega ekkert heim í dag,” segir Tómas Pétursson, starfsmaður á Bílkó. Fréttamaður tók tali við nokkra í röðinni eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Fólk nýtti tímann til að taka til í hanskahólfinu eða gera nokkrar núvitundaræfingar. Aðrir voru ekki alveg jafn hressir og bölvuðu trassaskapnum í sér. Tengdar fréttir Nokkur minniháttar umferðaróhöpp í snjónum á höfuðborgarsvæðinu Nokkur minniháttar umferðaróhöpp hafa orðið í morgun í fyrsta snjó vetrarins á höfuðborgarsvæðinu að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2017 09:16 Snjórinn kominn til að vera í bili Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. 10. nóvember 2017 10:58 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Borgarbúar vöknuðu við fannhvíta jörð í morgun og er ekki víst að allir hafi komist út úr bílastæðinu sínu. Snjómokstursmenn Reykjavíkurborgar voru í startholunum til að létta okkur hinum lífið og hófu mokstur klukkan fjögur í nótt í þessu fyrsta útkalli vetrarins út af snjó. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir nokkuð ástand hafa skapast á götunum enda margir líklega enn á sumardekkjum. „Ég held að fólk hafi verið að draga það að setja vetrardekkin undir. Ég hvet fólk til að setja vetrardekkin undir. Það er kominn nóvember og allra veðra von og því gott að fara á dekkjaverkstæðið og skipta um dekk,” segir Hjalti og það gerðu borgarbúar í dag. Það mynduðust langar raðir fyrir utan dekkjaverkstæðin, að minnsta kosti tuttugu bílar í röð og allt að fjögurra tíma bið. Starfsmennirnir á dekkjaverkstæðinu Bílkó voru að minnsta kosti á þönum í allan dag. „Við opnuðum á slaginu átta og bílarnir mættir klukkan sjö. Við förum örugglega ekkert heim í dag,” segir Tómas Pétursson, starfsmaður á Bílkó. Fréttamaður tók tali við nokkra í röðinni eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Fólk nýtti tímann til að taka til í hanskahólfinu eða gera nokkrar núvitundaræfingar. Aðrir voru ekki alveg jafn hressir og bölvuðu trassaskapnum í sér.
Tengdar fréttir Nokkur minniháttar umferðaróhöpp í snjónum á höfuðborgarsvæðinu Nokkur minniháttar umferðaróhöpp hafa orðið í morgun í fyrsta snjó vetrarins á höfuðborgarsvæðinu að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2017 09:16 Snjórinn kominn til að vera í bili Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. 10. nóvember 2017 10:58 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Nokkur minniháttar umferðaróhöpp í snjónum á höfuðborgarsvæðinu Nokkur minniháttar umferðaróhöpp hafa orðið í morgun í fyrsta snjó vetrarins á höfuðborgarsvæðinu að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 10. nóvember 2017 09:16
Snjórinn kominn til að vera í bili Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. 10. nóvember 2017 10:58