Úldnar leifar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 07:00 Þjónkun almannavalds við sérhagsmuni í okkar heimshluta er hvergi augljósari en í Bandaríkjunum. Þar er lífi fólks teflt í tvísýnu á hverjum degi í nafni úreltrar byssumenningar, úldnum leifum frá tímum villta vestursins. Blóðbaðið í Las Vegas fyrir fáum vikum útheimti fleiri mannslíf en önnur níðingsverk byssumanna. Aftur felldi byssuhrotti tugi kirkjugesta sem áttu sér einskis ills von í Texas fyrir fáum dögum. Byssuógnin er alltaf handan við hornið þegar hrottar komast yfir afkastamikil manndrápstól, sem gerð eru fyrir hermenn á vígvelli. Byssueign almennings í Bandaríkjunum er næstum tífalt heimsmeðaltalið. Kirkjum, kvikmyndahúsum, hljómleikasölum og skólum er breytt í blóðvelli eins og hendi sé veifað. Óprúttnir þrýstihópar með fúlgur fjár á borð við samtök byssueigenda – National Rifle Association - virðast hafa stjórnmálamennina í vasanum. Þeir ausa fé í áróður og beita slagorðum eins og „byssur drepa ekki fólk, fólk drepur fólk“. Og sitjandi forseti tekur undir. Engu er líkara en hagsmunir byssusalanna vegi þyngra en harmurinn sem hrottarnir kalla yfir fjölda fólks með manndrápstólunum. Sérhagsmunaöfl ráða miklu í Bandaríkjunum. Eftir að fangelsi voru einkavædd fyrir rúmum aldarþriðjungi hefur fjöldi fanga margfaldast. Bandaríkjamenn eru 5 prósent mannkyns, en 25 af hundraði dæmdra refsifanga í heiminum sitja í bandarískum fangelsum – fimmfalt meðaltal heimsbyggðarinnar. Langflestir afplána dóma fyrir fíkniefnamisferli, sem myndu í mesta lagi sæta sektum í Vestur-Evrópu. Þessi mynd blasir við þó að bandarísk stjórnvöld hafi í marga áratugi verið í yfirlýstu stríði gegn eiturlyfjum. Þau hafa ekki haft erindi sem erfiði. Eiturlyfin streyma um allt. Óprúttnir talsmenn einkarekinna tukthúsa eru, líkt og vopnasalar, óþreytandi að berjast fyrir eigin hagsmunum með hörmulegum afleiðingum. Oft hefur verið sýnt fram á þræði milli annarlegra sérhagsmuna og stjórnvalda. Vont er til þess að hugsa, að einkarekin fangelsi hafi ógæfu fjölda veiklundaðra samborgara sinna að féþúfu – einkum fólks sem ekki er hvítt á hörund. Tekjur fangelsanna aukast eftir því sem fleiri eru bak við rimlana. Margt er vel gert í Bandaríkjunum. Velsældin blasir víða við og sköpunarkrafturinn er mikill. En að sumu leyti eru Bandaríkin frumstætt ríki. Þar má finna mörg víti til varnaðar fyrir þá sem vilja byggja siðað samfélag. Alltof greiðar leiðir milli æðstu stjórnvalda og annarlegra hagsmuna er svartur blettur mitt í velsældinni. Baktjaldamakkið rænir stóra hópa lífshamingjunni og kostar fjölda fólks lífið. Þetta er látið viðgangast áratug eftir áratug – afleiðingarnar stinga í augun. Viðskipti og stjórnmál eru eitruð blanda og eyðileggja hvort annað. Bandarísk stjórnmál eru alltof lituð af þjónkun við sérhagsmuni sem smyrja vélar stjórnmálanna. Enda komast skrýtnir fuglar til æðstu metorða í Bandaríkjunum. Í samanburðinum getum við prísað okkur sæl með okkar stjórnmálamenn þó að þar sé auðvitað misjafn sauður í mörgu fé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þjónkun almannavalds við sérhagsmuni í okkar heimshluta er hvergi augljósari en í Bandaríkjunum. Þar er lífi fólks teflt í tvísýnu á hverjum degi í nafni úreltrar byssumenningar, úldnum leifum frá tímum villta vestursins. Blóðbaðið í Las Vegas fyrir fáum vikum útheimti fleiri mannslíf en önnur níðingsverk byssumanna. Aftur felldi byssuhrotti tugi kirkjugesta sem áttu sér einskis ills von í Texas fyrir fáum dögum. Byssuógnin er alltaf handan við hornið þegar hrottar komast yfir afkastamikil manndrápstól, sem gerð eru fyrir hermenn á vígvelli. Byssueign almennings í Bandaríkjunum er næstum tífalt heimsmeðaltalið. Kirkjum, kvikmyndahúsum, hljómleikasölum og skólum er breytt í blóðvelli eins og hendi sé veifað. Óprúttnir þrýstihópar með fúlgur fjár á borð við samtök byssueigenda – National Rifle Association - virðast hafa stjórnmálamennina í vasanum. Þeir ausa fé í áróður og beita slagorðum eins og „byssur drepa ekki fólk, fólk drepur fólk“. Og sitjandi forseti tekur undir. Engu er líkara en hagsmunir byssusalanna vegi þyngra en harmurinn sem hrottarnir kalla yfir fjölda fólks með manndrápstólunum. Sérhagsmunaöfl ráða miklu í Bandaríkjunum. Eftir að fangelsi voru einkavædd fyrir rúmum aldarþriðjungi hefur fjöldi fanga margfaldast. Bandaríkjamenn eru 5 prósent mannkyns, en 25 af hundraði dæmdra refsifanga í heiminum sitja í bandarískum fangelsum – fimmfalt meðaltal heimsbyggðarinnar. Langflestir afplána dóma fyrir fíkniefnamisferli, sem myndu í mesta lagi sæta sektum í Vestur-Evrópu. Þessi mynd blasir við þó að bandarísk stjórnvöld hafi í marga áratugi verið í yfirlýstu stríði gegn eiturlyfjum. Þau hafa ekki haft erindi sem erfiði. Eiturlyfin streyma um allt. Óprúttnir talsmenn einkarekinna tukthúsa eru, líkt og vopnasalar, óþreytandi að berjast fyrir eigin hagsmunum með hörmulegum afleiðingum. Oft hefur verið sýnt fram á þræði milli annarlegra sérhagsmuna og stjórnvalda. Vont er til þess að hugsa, að einkarekin fangelsi hafi ógæfu fjölda veiklundaðra samborgara sinna að féþúfu – einkum fólks sem ekki er hvítt á hörund. Tekjur fangelsanna aukast eftir því sem fleiri eru bak við rimlana. Margt er vel gert í Bandaríkjunum. Velsældin blasir víða við og sköpunarkrafturinn er mikill. En að sumu leyti eru Bandaríkin frumstætt ríki. Þar má finna mörg víti til varnaðar fyrir þá sem vilja byggja siðað samfélag. Alltof greiðar leiðir milli æðstu stjórnvalda og annarlegra hagsmuna er svartur blettur mitt í velsældinni. Baktjaldamakkið rænir stóra hópa lífshamingjunni og kostar fjölda fólks lífið. Þetta er látið viðgangast áratug eftir áratug – afleiðingarnar stinga í augun. Viðskipti og stjórnmál eru eitruð blanda og eyðileggja hvort annað. Bandarísk stjórnmál eru alltof lituð af þjónkun við sérhagsmuni sem smyrja vélar stjórnmálanna. Enda komast skrýtnir fuglar til æðstu metorða í Bandaríkjunum. Í samanburðinum getum við prísað okkur sæl með okkar stjórnmálamenn þó að þar sé auðvitað misjafn sauður í mörgu fé.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun