Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 10. nóvember 2017 10:52 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við komuna í Valhöll í morgun. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. „Það er ekki gott að segja í dag,“ sagði Bjarni fyrir þingflokksfund Sjálfstæðismanna í morgun en fundinum lauk nú á ellefta tímanum. Þingflokkar Framsóknarflokksins og Vinstri grænna funduðu einnig og er þeim fundum einnig lokið en engin ákvörðun hefur verið tekin um að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Bjarni benti á að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkur og VG væru með góðan meirihluta á þingi en samtals eru flokkarnir með 35 þingmenn. „Ef þeir geta náð málefnalega saman, sem er alveg óreynt ennþá, þá væri það sterk ríkisstjórn. En við, eins og allir vita, erum ekki komin í neinar formlegar viðræður og eigum eftir að láta á slík samtöl reyna. Við erum hingað komin í Valhöll í dag fyrst og fremst bara til þess að halda áfram að viðra sjónarmið um framhaldið.“ Aðspurður hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn sagði Bjarni að það væri eitt af því sem þyrfti að ræða.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætti í þinghúsið í morgun þar sem VG-liðar funduðu.vísir/eyþórBæði þú og Katrín Jakobsdóttir hafið gert tilkall til þess, ekki satt? „Ja, ég held við skulum bara segja að það er eitt af því sem þarf að ræða,“ ítrekaði Bjarni. Þá sagði Bjarni að útlínur málefnasamnings í stórum dráttum lægju ekki fyrir. Áttu von á því að þið takið ákvörðun í dag eða þurfið þið lengri tíma til að ræða þetta? „Ég vonast til þess að dagurinn í dag nýtist til þess að minnsta kosti til svara því hvort að þessir flokkar vilji taka skref í viðbót í átt að því að slá einhvern ramma utan um slíkt mögulegt samstarf. Við erum að velta því fyrir okkur hvort við erum að taka það skref.“Hver á að fá umboðið, hefur verið rætt um það í samtölum við forsetann, ef þetta verður að veruleika að þið ræðið saman formlega? „Það er bara matsatriði,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áður en hann hélt ti fundar við þingflokk sinn í morgun.Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Segir það skýrast í dag hvort Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefji formlegar viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það skýrist í dag hvort að Framsókn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 10. nóvember 2017 09:58 Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. 10. nóvember 2017 09:38 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. „Það er ekki gott að segja í dag,“ sagði Bjarni fyrir þingflokksfund Sjálfstæðismanna í morgun en fundinum lauk nú á ellefta tímanum. Þingflokkar Framsóknarflokksins og Vinstri grænna funduðu einnig og er þeim fundum einnig lokið en engin ákvörðun hefur verið tekin um að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Bjarni benti á að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkur og VG væru með góðan meirihluta á þingi en samtals eru flokkarnir með 35 þingmenn. „Ef þeir geta náð málefnalega saman, sem er alveg óreynt ennþá, þá væri það sterk ríkisstjórn. En við, eins og allir vita, erum ekki komin í neinar formlegar viðræður og eigum eftir að láta á slík samtöl reyna. Við erum hingað komin í Valhöll í dag fyrst og fremst bara til þess að halda áfram að viðra sjónarmið um framhaldið.“ Aðspurður hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn sagði Bjarni að það væri eitt af því sem þyrfti að ræða.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætti í þinghúsið í morgun þar sem VG-liðar funduðu.vísir/eyþórBæði þú og Katrín Jakobsdóttir hafið gert tilkall til þess, ekki satt? „Ja, ég held við skulum bara segja að það er eitt af því sem þarf að ræða,“ ítrekaði Bjarni. Þá sagði Bjarni að útlínur málefnasamnings í stórum dráttum lægju ekki fyrir. Áttu von á því að þið takið ákvörðun í dag eða þurfið þið lengri tíma til að ræða þetta? „Ég vonast til þess að dagurinn í dag nýtist til þess að minnsta kosti til svara því hvort að þessir flokkar vilji taka skref í viðbót í átt að því að slá einhvern ramma utan um slíkt mögulegt samstarf. Við erum að velta því fyrir okkur hvort við erum að taka það skref.“Hver á að fá umboðið, hefur verið rætt um það í samtölum við forsetann, ef þetta verður að veruleika að þið ræðið saman formlega? „Það er bara matsatriði,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áður en hann hélt ti fundar við þingflokk sinn í morgun.Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Segir það skýrast í dag hvort Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefji formlegar viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það skýrist í dag hvort að Framsókn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 10. nóvember 2017 09:58 Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. 10. nóvember 2017 09:38 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45
Segir það skýrast í dag hvort Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefji formlegar viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það skýrist í dag hvort að Framsókn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 10. nóvember 2017 09:58
Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. 10. nóvember 2017 09:38
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“