Stjórnarmyndun pólitískur píslardrykkur Katrínar Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2017 10:33 Stjórnarmyndun er engin lautarferð fyrir Katrínu Jakobsdóttur. Svo mikið er víst. Þingflokkar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa fundað í morgun. Gert er ráð fyrir því að send verði boð til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta landsins, þess efnis að þessir flokkar telji grundvöll fyrir myndun ríkisstjórnar. En, það vakti sérstaka athygli að þegar Guðni afhenti Katrínu formlega stjórnarmyndunarumboðið síðast þá lægi fyrir einhvers konar viljayfirlýsingar sem byggja mætti á, að VG, Framsóknarflokkur, Píratar og Samfylking gætu myndað stjórn. Þannig réttlætti Guðni það að Katrín fengi þetta svokallað umboð til að setja á formlegar viðræður.Stjórnarsamstarf við XD martröðÞær viðræður sigldu í strand, nokkuð hratt og örugglega. Vísir birti frétt um að í pípunum væri breið stjórn sex flokka í farvatninu. En, ekkert varð úr því þá. Helstu spár nú snúa að því að Katrín Jakobsdóttir muni fá forsætisráðuneytið í sinn hlut, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fjármálaráðuneytið og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks muni fá atvinnuvegaráðuneytið. Ef við leyfum okkur að spá í það hverjir setjast í ráðherrastóla. Þingflokksfundir flokkanna í morgun hafa gengið út á hugsanlegt stjórnarsamstarf og hvaða forsendur geta legið þar til grundvallar. Og var þá allt kyrrt um hríð, lifðu þau hamingjusöm til æviloka. Eða verður það svo. Ýmislegt bendir til þess að það sé tálsýn. Fjöldi stuðningsmanna VG mun seint una þessari niðurstöðu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er og gott dæmi um þetta. Hún hefur löngum verði talin góður og gegn VG-liði og ritstýrði meðal annars Smugunni, sem var vefrit að hluta til í eigu Steingríms J. Sigfússonar, fyrrum formanns VG. Hún talar um martröð. Önnur sem hefur látið til sín taka í flokksstarfinu er femínistinn Hildur Lilliendahl. Hún skefur ekki af því á Twitter: Note to self: Senda uppsagnarbréf á Vinstrihreyfinguna – grænt framboð um leið og hún myndar ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.Note to self: Senda uppsagnarbréf á Vinstrihreyfinguna - grænt framboð um leið og hún myndar ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.— Hildur ♀ (@hillldur) November 8, 2017 Hið tvíþætta eðli VGVísir birti fréttaskýringu í aðdraganda kosninga þar sem einkum var horft til veikleika flokkanna. Þar var meðal annars rætt við Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og það vafðist ekki fyrir honum að svara spurningunni um veikleika, þar sem hún snýr að VG.Fælni þeirra við að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi. Í Þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að meirihluti aðspurðra vilji sjá Vinstri græn í nýrri ríkisstjórn. Í því ljósi er ekki úr vegi að nefna þetta atriði sem eitthvað sem gæti staðið í kjósendum auk þess sem flokkurinn reyndist tregur í taum þegar reynt var að mynda ríkisstjórn í fyrra. „VG hefur fengið fjöldann allan af tilboðum, nánast allan hringinn í íslensku flokkakerfinu um þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi. En, hafa einhvern veginn heykst á því. Ég held að þessi varfærni VG hafi hjálpað þeim við fylgisöflun en það er ekki víst að ríkisstjórnarfælni veiti þeim endalaust sterka stöðu.“ Eiríkur telur að ein af ástæðunum fyrir því hversu varfærið VG hefur verið er að „við ríkisstjórnarþátttöku mun opinberast togstreitan innan flokksins; milli þess sem við getum kallað landsbyggðaríhald og svo einhvers konar höfuðborgar-hipstera. Þessir tveir hópar hafa ekkert nefnilega endilega sömu sýnina á landsstjórnina. Sú átakalína kæmi betur í ljós við ríkisstjórnarþátttöku.“Orðum aukið með tvo flokka innan VGSamkvæmt Eiríki er það þannig pólitískt lífsspursmál fyrir Katrínu að rísa undir ábyrgð, annars hætta menn að taka mark á henni. Og fylgið fjarar óhjákvæmilega út. En það er ekki sama hvernig sú stjórn er saman sett. Ýmsir vildu kenna henni um að ekki hafi tekist að mynda vinstri stjórn síðast sem svo leiddi til ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem sprakk eftir tæpt ár við völd.Svona sér skopteiknarinn snjalli Halldór Baldursson hugsanlega umrædda stjórnarmyndun fyrir sér. En, hann vitnar þarna með óbeinum hætti í Róbert Marshall fyrrverandi alþingismann sem sagði eitthvað á þá leið að stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki væri sem að tjalda við hliðina á kjarnorkuveri.Og nú stendur hún frammi fyrir þeirri Grýlu sem er mögulegt ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Sem gárungarnir kalla Útvarp Sögu-stjórnina. Katrín vill tæplega hafa slíkt á samviskunni. En hún hefur átt stuðning Sigurðar Inga í því sem ekki er áfjáður um slíkt samstarf heldur. En, þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta kannski um hvað menn telja sér trú um. Vísir hefur heyrt í fjölda persóna og leikenda í tengslum við myndun næstu stjórnar. Meðal annarra Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG. Flestir þeir sem Vísir hefur heyrt í varðandi stjórnarmyndunarþreifingar hafa sagt fátt og Kolbeinn er þar engin undantekning. En, það tókst að toga uppúr honum þetta þetta:Þó get ég sagt að talið um flokkana tvo innan VG er ansi hreint orðum aukið.Stöðnun eða stöðugleikiHvort sem það er rétt eða þetta sé nokkuð sem menn vilja telja sér trú um er svo stóra spurningin. Katrín Jakobsdóttir varðist fimlega öllum spurningum um hugsanlegt kosningabandalag til vinstri í aðdraganda kosninganna og útilokaði ekki samstarf við neinn. Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður VG, vakti athygli í gær með því að tala um hversu ágæt stjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, gæti reynst. En, það liggur fyrir að um helstu kerfisflokka landsins er að ræða. Þetta myndi þýða að staðinn yrði vörður um öll helstu kerfi sem við búum við svo sem í sjávarútvegi og landbúnaði. Utanríkispólitíkin myndi einkennast af andúð á ESB. Um þetta eru flokkarnir sammála.Vopnahlé milli vinstri og hægriÞeir sem tala fyrir stjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gætu vísað til þess að þar með væri verið að mæta einhvers konar kröfu um stöðugleika í stjórnmálum. En, aðrir gætu lagt það svo upp að afturhald og stöðnun sé ekki stöðugleiki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, hitti líkast til naglann á höfuðið í viðtali við Vísi í vikunni. Þar sem hann sagði einfaldlega að stjórnmál geti ekki snúist um vopnahlé milli vinstri og hægri. En, þá er þetta orðin spurningin um það hvað sé vinstri og hvað sé hægri? Ný stjórn samansett með þessum hætti hlýtur að kalla á nýjar skilgreiningar í stjórnmálum. Þetta er því beiskur kaleikur sem Katrín þarf að bergja á eða eins og segir í íslenskri hómilíubók: „Faðir, tak þú af mér píslardrykk þenna“. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Segir það skýrast í dag hvort Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefji formlegar viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það skýrist í dag hvort að Framsókn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 10. nóvember 2017 09:58 Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. 10. nóvember 2017 09:38 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þingflokkar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa fundað í morgun. Gert er ráð fyrir því að send verði boð til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta landsins, þess efnis að þessir flokkar telji grundvöll fyrir myndun ríkisstjórnar. En, það vakti sérstaka athygli að þegar Guðni afhenti Katrínu formlega stjórnarmyndunarumboðið síðast þá lægi fyrir einhvers konar viljayfirlýsingar sem byggja mætti á, að VG, Framsóknarflokkur, Píratar og Samfylking gætu myndað stjórn. Þannig réttlætti Guðni það að Katrín fengi þetta svokallað umboð til að setja á formlegar viðræður.Stjórnarsamstarf við XD martröðÞær viðræður sigldu í strand, nokkuð hratt og örugglega. Vísir birti frétt um að í pípunum væri breið stjórn sex flokka í farvatninu. En, ekkert varð úr því þá. Helstu spár nú snúa að því að Katrín Jakobsdóttir muni fá forsætisráðuneytið í sinn hlut, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fjármálaráðuneytið og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks muni fá atvinnuvegaráðuneytið. Ef við leyfum okkur að spá í það hverjir setjast í ráðherrastóla. Þingflokksfundir flokkanna í morgun hafa gengið út á hugsanlegt stjórnarsamstarf og hvaða forsendur geta legið þar til grundvallar. Og var þá allt kyrrt um hríð, lifðu þau hamingjusöm til æviloka. Eða verður það svo. Ýmislegt bendir til þess að það sé tálsýn. Fjöldi stuðningsmanna VG mun seint una þessari niðurstöðu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er og gott dæmi um þetta. Hún hefur löngum verði talin góður og gegn VG-liði og ritstýrði meðal annars Smugunni, sem var vefrit að hluta til í eigu Steingríms J. Sigfússonar, fyrrum formanns VG. Hún talar um martröð. Önnur sem hefur látið til sín taka í flokksstarfinu er femínistinn Hildur Lilliendahl. Hún skefur ekki af því á Twitter: Note to self: Senda uppsagnarbréf á Vinstrihreyfinguna – grænt framboð um leið og hún myndar ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.Note to self: Senda uppsagnarbréf á Vinstrihreyfinguna - grænt framboð um leið og hún myndar ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.— Hildur ♀ (@hillldur) November 8, 2017 Hið tvíþætta eðli VGVísir birti fréttaskýringu í aðdraganda kosninga þar sem einkum var horft til veikleika flokkanna. Þar var meðal annars rætt við Eirík Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og það vafðist ekki fyrir honum að svara spurningunni um veikleika, þar sem hún snýr að VG.Fælni þeirra við að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi. Í Þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að meirihluti aðspurðra vilji sjá Vinstri græn í nýrri ríkisstjórn. Í því ljósi er ekki úr vegi að nefna þetta atriði sem eitthvað sem gæti staðið í kjósendum auk þess sem flokkurinn reyndist tregur í taum þegar reynt var að mynda ríkisstjórn í fyrra. „VG hefur fengið fjöldann allan af tilboðum, nánast allan hringinn í íslensku flokkakerfinu um þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi. En, hafa einhvern veginn heykst á því. Ég held að þessi varfærni VG hafi hjálpað þeim við fylgisöflun en það er ekki víst að ríkisstjórnarfælni veiti þeim endalaust sterka stöðu.“ Eiríkur telur að ein af ástæðunum fyrir því hversu varfærið VG hefur verið er að „við ríkisstjórnarþátttöku mun opinberast togstreitan innan flokksins; milli þess sem við getum kallað landsbyggðaríhald og svo einhvers konar höfuðborgar-hipstera. Þessir tveir hópar hafa ekkert nefnilega endilega sömu sýnina á landsstjórnina. Sú átakalína kæmi betur í ljós við ríkisstjórnarþátttöku.“Orðum aukið með tvo flokka innan VGSamkvæmt Eiríki er það þannig pólitískt lífsspursmál fyrir Katrínu að rísa undir ábyrgð, annars hætta menn að taka mark á henni. Og fylgið fjarar óhjákvæmilega út. En það er ekki sama hvernig sú stjórn er saman sett. Ýmsir vildu kenna henni um að ekki hafi tekist að mynda vinstri stjórn síðast sem svo leiddi til ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem sprakk eftir tæpt ár við völd.Svona sér skopteiknarinn snjalli Halldór Baldursson hugsanlega umrædda stjórnarmyndun fyrir sér. En, hann vitnar þarna með óbeinum hætti í Róbert Marshall fyrrverandi alþingismann sem sagði eitthvað á þá leið að stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki væri sem að tjalda við hliðina á kjarnorkuveri.Og nú stendur hún frammi fyrir þeirri Grýlu sem er mögulegt ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Sem gárungarnir kalla Útvarp Sögu-stjórnina. Katrín vill tæplega hafa slíkt á samviskunni. En hún hefur átt stuðning Sigurðar Inga í því sem ekki er áfjáður um slíkt samstarf heldur. En, þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta kannski um hvað menn telja sér trú um. Vísir hefur heyrt í fjölda persóna og leikenda í tengslum við myndun næstu stjórnar. Meðal annarra Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG. Flestir þeir sem Vísir hefur heyrt í varðandi stjórnarmyndunarþreifingar hafa sagt fátt og Kolbeinn er þar engin undantekning. En, það tókst að toga uppúr honum þetta þetta:Þó get ég sagt að talið um flokkana tvo innan VG er ansi hreint orðum aukið.Stöðnun eða stöðugleikiHvort sem það er rétt eða þetta sé nokkuð sem menn vilja telja sér trú um er svo stóra spurningin. Katrín Jakobsdóttir varðist fimlega öllum spurningum um hugsanlegt kosningabandalag til vinstri í aðdraganda kosninganna og útilokaði ekki samstarf við neinn. Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður VG, vakti athygli í gær með því að tala um hversu ágæt stjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, gæti reynst. En, það liggur fyrir að um helstu kerfisflokka landsins er að ræða. Þetta myndi þýða að staðinn yrði vörður um öll helstu kerfi sem við búum við svo sem í sjávarútvegi og landbúnaði. Utanríkispólitíkin myndi einkennast af andúð á ESB. Um þetta eru flokkarnir sammála.Vopnahlé milli vinstri og hægriÞeir sem tala fyrir stjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gætu vísað til þess að þar með væri verið að mæta einhvers konar kröfu um stöðugleika í stjórnmálum. En, aðrir gætu lagt það svo upp að afturhald og stöðnun sé ekki stöðugleiki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, hitti líkast til naglann á höfuðið í viðtali við Vísi í vikunni. Þar sem hann sagði einfaldlega að stjórnmál geti ekki snúist um vopnahlé milli vinstri og hægri. En, þá er þetta orðin spurningin um það hvað sé vinstri og hvað sé hægri? Ný stjórn samansett með þessum hætti hlýtur að kalla á nýjar skilgreiningar í stjórnmálum. Þetta er því beiskur kaleikur sem Katrín þarf að bergja á eða eins og segir í íslenskri hómilíubók: „Faðir, tak þú af mér píslardrykk þenna“.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Segir það skýrast í dag hvort Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefji formlegar viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það skýrist í dag hvort að Framsókn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 10. nóvember 2017 09:58 Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. 10. nóvember 2017 09:38 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45
Segir það skýrast í dag hvort Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefji formlegar viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það skýrist í dag hvort að Framsókn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 10. nóvember 2017 09:58
Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. 10. nóvember 2017 09:38