Innlent

Gular viðvaranir vegna snjókomu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gera má ráð fyrir 30 sentímetra jafnföllnum snjó í dag.
Gera má ráð fyrir 30 sentímetra jafnföllnum snjó í dag. Vísir/Vilhelm
Gulum viðvörunum hefur fjölgað í spá Veðurstofunnar. Þær eru nú fimm talsins en voru þrjár í gær.

Áfram er gert ráð fyrir norðvestan 18-25 m/s og hviðum yfir 40 á Suðausturlandi, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum. Þar getur meðalvindur farið yfir 25 m/s í staðbundnum strengjum við fjöll. Er því rétt að hafa aðgát þegar ferðast er um svæðin.

Sjá einnig: Gular viðvaranir á morgun

Þar að auki takar gular viðvaranir gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra sem og á Norðurlandi eystra vegna snjókomu. Á báðum svæðunum er gert ráð fyrir samfelldri snjókomu, einkum nærri ströndinni og austan Blönduóss. Búast má við allt að 30 cm af jafnföllnum snjó þar sem mest verður og því geta ferðaskilyrði orðið léleg.

Hiti um og undir frostmarki.

Svæðin fimm þar sem gul viðvörun er í gildi.Veðurstofan
Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, en 8-13 með A-ströndinni. Snjókoma um landið N-vert, en léttskýjað syðra. Útlit fyrir stöku él vestast um kvöldið. Frost 0 til 7 stig, en sums staðar frostlaust við ströndina.

Á sunnudag:

Breytileg átt 3-8, víða léttskýjað og kalt í veðri. Vaxandi suðaustanátt V-lands um kvöldið með hlýnandi veðri og rigningu.

Á mánudag:

Ákveðin sunnanátt í fyrstu með rigningu eða slyddu á láglendi, en snjókomu til fjalla. Suðvestlægari og skúrir eða slydduél þegar líður á daginn, fyrst vestantil. Hiti 1 til 5 stig.

Á þriðjudag:

Suðvestanátt og slydduél eða él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Hiti að 5 stigum SV-til, en annars víða vægt frost.

Á miðvikudag:

Suðlæg átt með rigningu um landið S-vert og hlýnandi veður, en slydda eða snjókoma V-lands. Bjart og kalt í veðri NA-til.

Á fimmtudag:

Útlit fyrir ákveðna norðanátt með snjókomu fyrir norðan, en slyddu eða rigningu A-lands. Að mestu þurrt sunnan heiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×