Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 11:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, við upphaf fundar þeirra í morgun. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. Þetta tilkynnti forsetinn í samtali við blaðamenn að loknum fundi sínum með Katrínu í morgun. „Um nokkurt skeið hafa Katrín, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, rætt um myndun ríkisstjórnar þessara flokka. Nú liggur fyrir í megindráttum stjórnarsáttmáli slíkrar stjórnar,“ sagði forsetinn. „Á morgun munu stofnanir flokkanna þriggja greiða atkvæði um hann. Þá er um það samkomulag að styðji flokksstofnanir samkomulagið verði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.“Ekki algilt að einhver einn leiði viðræður Forsetinn tíundaði einnig ástæður þess að hann hafi ekki veitt neinum formanni flokkanna þriggja umboðið fyrr í viðræðunum. Hann segir það augljósa hefð í íslenskum stjórnmálum að einhver einn flokksformaður fái umboð til stjórnarmyndunar og leiði þannig viðræðurnar. „Það verklag er þó alls ekki algilt og í þessu tilfelli var niðurstaðan sú að heillavænlegast yrði að flokkarnir ræddu saman án þess að einn leiddi för.“ Hann segir þó þarft að einn flokksleiðtogi hafi stjórnarmyndunarumboð á hendi þegar viðæðurnar eru farnar að skýrast eins og nú og því hafi Katrín fengið umboðið í dag. Aðspurður hvort hann hafi trú á ríkisstjórn flokkanna þriggja sagði forsetinn að svo væri. Hann segist vonast til að formleg stjórnarskpiti verði á fimmtudaginn, 30. nóvember. Þá verði haldnir tveir ríkisráðsfundir á Bessastöðum. Einn með fráfarandi starfstjórn og einn með nýrri ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.Blaðamannafund forsetans má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta Íslands Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fer á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag klukkan 10:30. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. Þetta tilkynnti forsetinn í samtali við blaðamenn að loknum fundi sínum með Katrínu í morgun. „Um nokkurt skeið hafa Katrín, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, rætt um myndun ríkisstjórnar þessara flokka. Nú liggur fyrir í megindráttum stjórnarsáttmáli slíkrar stjórnar,“ sagði forsetinn. „Á morgun munu stofnanir flokkanna þriggja greiða atkvæði um hann. Þá er um það samkomulag að styðji flokksstofnanir samkomulagið verði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.“Ekki algilt að einhver einn leiði viðræður Forsetinn tíundaði einnig ástæður þess að hann hafi ekki veitt neinum formanni flokkanna þriggja umboðið fyrr í viðræðunum. Hann segir það augljósa hefð í íslenskum stjórnmálum að einhver einn flokksformaður fái umboð til stjórnarmyndunar og leiði þannig viðræðurnar. „Það verklag er þó alls ekki algilt og í þessu tilfelli var niðurstaðan sú að heillavænlegast yrði að flokkarnir ræddu saman án þess að einn leiddi för.“ Hann segir þó þarft að einn flokksleiðtogi hafi stjórnarmyndunarumboð á hendi þegar viðæðurnar eru farnar að skýrast eins og nú og því hafi Katrín fengið umboðið í dag. Aðspurður hvort hann hafi trú á ríkisstjórn flokkanna þriggja sagði forsetinn að svo væri. Hann segist vonast til að formleg stjórnarskpiti verði á fimmtudaginn, 30. nóvember. Þá verði haldnir tveir ríkisráðsfundir á Bessastöðum. Einn með fráfarandi starfstjórn og einn með nýrri ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.Blaðamannafund forsetans má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta Íslands Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fer á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag klukkan 10:30. 28. nóvember 2017 10:00 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Bein útsending: Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta Íslands Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fer á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag klukkan 10:30. 28. nóvember 2017 10:00