Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2017 15:38 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna segir að það kæmi sér mjög á óvart ef fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar yrði lagt fram á Alþingi í óbreytti mynd. Fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir því að það sé vilji formanna flokkanna að leggja frumvarpið fram óbreytt, með nýjum formála þó, í því skyni að flýta fyrir setningu Alþingis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að hún vonaðist eftir því að þing gæti komið saman í næstu viku. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það kæmi sér mjög á óvart ef frumvarpið fráfarandi ráðherra yrði lagt fram. Það væri skrýtið en það sé þó bara hennar skoðun. „Þau hafa ekki tekið neina ákvörðun hvernig þau haga þessu,“ segir Bjarkey. Ljóst er að nokkrir möguleikar eru í stöðunni fyrir formenn flokkanna er varðar nýtt fjárlagafrumvarp. Hægt væri að leggja það óbreytt fram með eða án nýs formála, gera breytingar í ákveðnum köflum eða smíða nýtt frá grunni. Ljóst er að síðasti kosturinn er sá tímafrekasti og má telja líklegt að formennirnir forðist þann kost. Bjarkey minnir jafnframt á að fjárlagafrumvörp taki alltaf breytingum í meðferð þingsins. Frumvarpið fer fram í þremur umræðum með tilheyrandi atkvæðagreiðslum. „Það eru gerðar töluverðar breytingar á frumvarpinu milli breytinga. Það yrði ekkert öðruvísi með þetta.“ Fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar hlaut töluverða gagnrýni frá Katrínu Jakobsdóttur og sagði hún meðal annars að „sveltistefna“ væri lögfest með frumvarpinu. Þá sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins að engin af skattahækkunartillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Bjarkey sagði fund þingmanna VG með formanninum á öðrum tímanum hafa verið góðan. Málefnasamningur flokkanna hafi verið kynntur en hún hafi eins og fleiri þingmenn, sem starfað hafi að sáttmálanum, verið að mestu meðvituð um innihald hans. Nú stendur yfir fundur formanna allra flokka þar sem fjárlagafrumvarpið er meðal umræðuefna.Að neðan má sjá upptöku frá kynningu fráfarandi fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpinu. Kosningar 2017 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna segir að það kæmi sér mjög á óvart ef fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar yrði lagt fram á Alþingi í óbreytti mynd. Fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir því að það sé vilji formanna flokkanna að leggja frumvarpið fram óbreytt, með nýjum formála þó, í því skyni að flýta fyrir setningu Alþingis. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við fréttastofu fyrir hádegi að hún vonaðist eftir því að þing gæti komið saman í næstu viku. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það kæmi sér mjög á óvart ef frumvarpið fráfarandi ráðherra yrði lagt fram. Það væri skrýtið en það sé þó bara hennar skoðun. „Þau hafa ekki tekið neina ákvörðun hvernig þau haga þessu,“ segir Bjarkey. Ljóst er að nokkrir möguleikar eru í stöðunni fyrir formenn flokkanna er varðar nýtt fjárlagafrumvarp. Hægt væri að leggja það óbreytt fram með eða án nýs formála, gera breytingar í ákveðnum köflum eða smíða nýtt frá grunni. Ljóst er að síðasti kosturinn er sá tímafrekasti og má telja líklegt að formennirnir forðist þann kost. Bjarkey minnir jafnframt á að fjárlagafrumvörp taki alltaf breytingum í meðferð þingsins. Frumvarpið fer fram í þremur umræðum með tilheyrandi atkvæðagreiðslum. „Það eru gerðar töluverðar breytingar á frumvarpinu milli breytinga. Það yrði ekkert öðruvísi með þetta.“ Fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar hlaut töluverða gagnrýni frá Katrínu Jakobsdóttur og sagði hún meðal annars að „sveltistefna“ væri lögfest með frumvarpinu. Þá sagði þingmaður Sjálfstæðisflokksins að engin af skattahækkunartillögum Viðreisnar hefði hlotið afgreiðslu í þingnefndum undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Bjarkey sagði fund þingmanna VG með formanninum á öðrum tímanum hafa verið góðan. Málefnasamningur flokkanna hafi verið kynntur en hún hafi eins og fleiri þingmenn, sem starfað hafi að sáttmálanum, verið að mestu meðvituð um innihald hans. Nú stendur yfir fundur formanna allra flokka þar sem fjárlagafrumvarpið er meðal umræðuefna.Að neðan má sjá upptöku frá kynningu fráfarandi fjármálaráðherra á fjárlagafrumvarpinu.
Kosningar 2017 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira