Varaformaður VG vonast til að meiri friður verði um stjórnmálin með samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 12:26 Frá fundi formannanna í ráðherrabústaðnum í liðinni viku. Þeir hittust aftur í morgun en málefnasamningurinn er nánast tilbúinn. vísir/ernir Edward Hákon Hujibens, varaformaður Vinstri grænna, vonast til þess að það verði meiri friður um stjórnmálin hér á landi með ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þetta kemur fram í orðsendingu varaformannsins til hundruða stuðningsmanna VG á Facebook í dag en þar segir Edward að búið sé að boða flokksráð flokksins til fundar á miðvikudag klukkan 17 þar sem stjórnarsáttmáli flokkanna þrigga verður ræddur og borinn undir atkvæði. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu VG er stefnt að því að fundinum ljúki eigi síðar en klukkan 21. Þá er einnig búið að boða miðstjórn Framsóknarflokksins til fundar þar sem stjórnarsáttmálinn verður ræddur, að því er fram kemur á vef RÚV. Þá er gert ráð fyrir því að flokksráð Sjálfstæðisflokksins komi einnig saman til fundar á miðvikudag til að greiða atkvæði um stjórnarsamstarfið. Ekki er búið að boða til fundarins en það verður að öllum líkindum gert í dag. Í færslu Edwards til stuðningsmanna VG á Facebook í dag kveðst hann vita að miklar tilfinningar séu tengdar samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokk en eins og kunnugt er er mikil ólga innan Vinstri grænna með fyrirhugað samstarf. Edward segir að mörgum finnist erfitt að horfast í augu við þessa mynd og niðurstöður kosninganna. „Ég viðurkenni fúslega að þetta er ekki óskastaðan, en ég ætla að horfa helst á þá ljósu punkta sem eru við þetta samstarf. Það er mikil breidd í þessum þremur flokkum og með því vonast ég til að verði meiri friður um stjórnmálin á Íslandi í kjölfar 9 ára umrótatíma eftir Hrun. Ég vona að þingið fari að endurheimta virðingarstöðu sína með nýjum og bættum vinnubrögðum samstarfs og heilinda. Og ég vona að nú hefjist uppbyggingarskeið innviða, öllum til handa hér á landi, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Ég mun horfa eftir því í stjórnarsáttmála hvaða samfélagsbreytingum við erum að ná fram og ætl ég að hampa þeim og leggja mitt á vogarskálar þess að af þeim verði. Hinum sem við viljum öll ná fram, en verða ekki í þessari umferð, ætla ég að halda vandlega til haga og berjast fyrir við hvert tækifæri sem gefst,“ segir Edward í færslunni. Kosningar 2017 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Edward Hákon Hujibens, varaformaður Vinstri grænna, vonast til þess að það verði meiri friður um stjórnmálin hér á landi með ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þetta kemur fram í orðsendingu varaformannsins til hundruða stuðningsmanna VG á Facebook í dag en þar segir Edward að búið sé að boða flokksráð flokksins til fundar á miðvikudag klukkan 17 þar sem stjórnarsáttmáli flokkanna þrigga verður ræddur og borinn undir atkvæði. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu VG er stefnt að því að fundinum ljúki eigi síðar en klukkan 21. Þá er einnig búið að boða miðstjórn Framsóknarflokksins til fundar þar sem stjórnarsáttmálinn verður ræddur, að því er fram kemur á vef RÚV. Þá er gert ráð fyrir því að flokksráð Sjálfstæðisflokksins komi einnig saman til fundar á miðvikudag til að greiða atkvæði um stjórnarsamstarfið. Ekki er búið að boða til fundarins en það verður að öllum líkindum gert í dag. Í færslu Edwards til stuðningsmanna VG á Facebook í dag kveðst hann vita að miklar tilfinningar séu tengdar samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokk en eins og kunnugt er er mikil ólga innan Vinstri grænna með fyrirhugað samstarf. Edward segir að mörgum finnist erfitt að horfast í augu við þessa mynd og niðurstöður kosninganna. „Ég viðurkenni fúslega að þetta er ekki óskastaðan, en ég ætla að horfa helst á þá ljósu punkta sem eru við þetta samstarf. Það er mikil breidd í þessum þremur flokkum og með því vonast ég til að verði meiri friður um stjórnmálin á Íslandi í kjölfar 9 ára umrótatíma eftir Hrun. Ég vona að þingið fari að endurheimta virðingarstöðu sína með nýjum og bættum vinnubrögðum samstarfs og heilinda. Og ég vona að nú hefjist uppbyggingarskeið innviða, öllum til handa hér á landi, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Ég mun horfa eftir því í stjórnarsáttmála hvaða samfélagsbreytingum við erum að ná fram og ætl ég að hampa þeim og leggja mitt á vogarskálar þess að af þeim verði. Hinum sem við viljum öll ná fram, en verða ekki í þessari umferð, ætla ég að halda vandlega til haga og berjast fyrir við hvert tækifæri sem gefst,“ segir Edward í færslunni.
Kosningar 2017 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira