„Þetta reyndist vera síðasta jólagjöfin frá honum til mín“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 19:30 Rósa, María og Þorsteinn segja frá sínum eftirminnilegustu jólagjöfum. Myndir úr einkasafni Jólagjafir eru órjúfanlegur partur jólahaldsins, hvort sem þær eru stórar eða smáar, heimatilbúnar eða keyptar úti í næstu verslun. Gjöf er hins vegar ekki það sama og gjöf og sumar gjafir einfaldlega gleymast seint, þar sem mikill hugur liggur á bak við. Við ákváðum því að spyrja þrjá þjóðþekkta Íslendinga hvaða jólagjöf væri eftirminnilegust á þeirra ævi. María var í skýjunum með geisladiskinn með Írafári ein jólin.Mynd / Úr einkasafni Með Írafár í eyrunum öll jólin „Ég á margar minningar um eftirminnilegar jólagjafir. En ef ég ætti að pikka út eina eftirminnilega jólagjöf þá væri það þegar ég fékk fyrsta geisladiskinn sem að kom frá Írafár. Ég man ekki alveg hvað ég var gömul,“ segir söngkonan María Ólafsdóttir, sem var mikill aðdáandi sveitarinnar í den, sérstaklega forsöngkonunnar, Birgittu Haukdal. „Ég var náttúrulega mjög mikill Birgittu aðdáandi, reyndi að klæða mig eins, greiða mér eins og svo framvegis. Svo ein jólin var Írafár að gefa út fyrsta geisladiskinn, þennan í rauða hulstrinu,“ bætir María við og vísar í diskinn Allt sem ég sé sem kom út árið 2002. „Ég var búin að tala endalaust um hvað mig langaði mikið í hann í jólagjöf. Systur mínar ákváðu að stríða mér aðeins og sögðu við mig rétt fyrir jól að diskurinn væri uppseldur. Ég varð mjög miður mín og trúði þeim alveg. Svo þegar èg opnaði pakkann frá þeim leyndist rauði írafár diskurinn í pakkanum og mín tapaði sér af gleði, hljóp með diskinn út um allt hús öskrandi, eins og sönnum aðdáanda sæmir. Held það hafi ekki mikið verið hægt að ná sambandi við mig eftir það þau jólin, ég var bara með Írafár í eyrunum,“ segir María og hlær. Þorsteinn á margar eftirminnilegar jólagjafir en ein stendur uppúr.Mynd / Úr einkasafni Síðasta jólagjöfin frá ömmu „Þegar maður er kominn á miðjan aldur eru eftirminnilegu gjafirnar orðnar ansi margar. Ég man alltaf eftir forláta slökkviliðsbíl sem ég fékk þegar ég var sennilega þriggja eða fjögurra ára og vakti greinilega mikla lukku hjá mér þá,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Hann kann vel að meta gjafirnar frá sínum nánustu. „Jólagjafir sem dætur mínar gerðu sjálfar á sínum yngri árum voru alltaf líka í miklu uppáhaldi og konan mín, sem er mikið jólabarn, hefur haft einstakt lag á að finna alltaf það sem mig einmitt vantaði það árið,“ segir Þorsteinn en segir jafnframt að gjöfin sem standi honum næst hlýi honum svo sannarlega um hjartarætur. „Ég held samt að sú gjöf sem mér þykir enn hvað vænst um sé forláta bútasaumsteppi sem föðuramma mín heitin, Ásdís Eyjólfsdóttir, gaf okkur hjónum fyrir sjö árum síðan. Teppið bjó hún til sjálf og það er bæði einstaklega fallegt og um leið mjög hlýtt. Það hefur haldið á okkur hita í sjónvarpsherberginu allar götur síðan. Gjöfin er mér sérstaklega kær þar sem hún var síðasta jólagjöfin sem amma gaf mér en hún lést fáeinum mánuðum síðar.“ Eiginkona Þorsteins, Lilja Karlsdóttir, á afmæli á aðfangadag og setur það sitt mark á jólahátíðina. „Eftir því sem maður eldist fara gjafirnar alltaf að skipta minna og minna máli og hátíðin sjálf þeim mun meira. Jólahaldið er orðið nokkuð fastmótuð hefð hjá fjölskyldunni. Við förum saman út að borða á Þorláksmessukvöld og að því loknu eru rjúpurnar hamflettar. Á aðfangadagsmorgun er svo sungið fyrir afmælisbarnið, það er eiginkonuna, sósan keyrð í gang og kirkjugarðarnir heimsóttir áður en hátíðin sjálf gengur í garð.“ Rósa með mortélið sem skipar sérstakan sess í hjarta hennar.Mynd / Úr einkasafni Mortélið skipar heiðursess í eldhúsinu „Jólagjafirnar sem börnin mín hafa búið til í gegnum árin eru þær allra skemmtilegustu og dýrmætustu. Það var raunveruleg tilhlökkun að sjá hvað kom innan úr pakkanum og eftirvænting þeirra var ekki síðri. Handverkið þeirra var af ýmsum toga og margt mjög fallegt sem nostrað hafði verið við,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, aðspurð um eftirminnilegustu gjöfin. Hún segir eina gjöf ávallt standa upp úr. „Eina gjöf held ég þó allra mest upp á af öllum gjöfum sem ég hef á ævinni fengið á jólum. Það er dýrinds mortél sem Bjartmar heitinn, næst elsti sonur minn, þá tæplega fimm ára, fékk pabba sinn til að kaupa handa mér og setja í jólapakkann árið 2002. Við mæðginin og sælkerarnir horfðum á þessum tíma oft saman á matreiðsluþætti Jamie Olivers og höfðum bæði jafn gaman af. Jamie notaði iðulega mortél við matargerðina og ungi sonur minn sá slíkt verkfæri auglýst til sölu í Debenhams. Hann var friðlaus þar til tækið góða var komið í hús og í jólapakka merktan mömmu. ,,Mamma varð að eiga svona eins og Jamie Oliver“,“ segir Rósa. Bjartmar lést úr krabbameini árið 2003, aðeins fimm ára gamall. Hún segir mortélið góða minna sig á son sinn ævina á enda. „Sá stutti var ótrúlega ánægður með sig þegar ég opnaði pakkann og réð sér ekki fyrir kæti – þarna hafði hann slegið í gegn og átt hugmynd að jólagjöf sem hitti mömmuna beint í hjartastað. Þetta reyndist vera síðasta jólagjöfin frá honum til mín. Mortélið skipar heiðursess í eldhúsinu mínu, er mikið notað og fær mig um leið alltaf til að hugsa um litla engilinn minn. Það mun fylgja mér alla ævi.“ Jól Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Jólagjafir eru órjúfanlegur partur jólahaldsins, hvort sem þær eru stórar eða smáar, heimatilbúnar eða keyptar úti í næstu verslun. Gjöf er hins vegar ekki það sama og gjöf og sumar gjafir einfaldlega gleymast seint, þar sem mikill hugur liggur á bak við. Við ákváðum því að spyrja þrjá þjóðþekkta Íslendinga hvaða jólagjöf væri eftirminnilegust á þeirra ævi. María var í skýjunum með geisladiskinn með Írafári ein jólin.Mynd / Úr einkasafni Með Írafár í eyrunum öll jólin „Ég á margar minningar um eftirminnilegar jólagjafir. En ef ég ætti að pikka út eina eftirminnilega jólagjöf þá væri það þegar ég fékk fyrsta geisladiskinn sem að kom frá Írafár. Ég man ekki alveg hvað ég var gömul,“ segir söngkonan María Ólafsdóttir, sem var mikill aðdáandi sveitarinnar í den, sérstaklega forsöngkonunnar, Birgittu Haukdal. „Ég var náttúrulega mjög mikill Birgittu aðdáandi, reyndi að klæða mig eins, greiða mér eins og svo framvegis. Svo ein jólin var Írafár að gefa út fyrsta geisladiskinn, þennan í rauða hulstrinu,“ bætir María við og vísar í diskinn Allt sem ég sé sem kom út árið 2002. „Ég var búin að tala endalaust um hvað mig langaði mikið í hann í jólagjöf. Systur mínar ákváðu að stríða mér aðeins og sögðu við mig rétt fyrir jól að diskurinn væri uppseldur. Ég varð mjög miður mín og trúði þeim alveg. Svo þegar èg opnaði pakkann frá þeim leyndist rauði írafár diskurinn í pakkanum og mín tapaði sér af gleði, hljóp með diskinn út um allt hús öskrandi, eins og sönnum aðdáanda sæmir. Held það hafi ekki mikið verið hægt að ná sambandi við mig eftir það þau jólin, ég var bara með Írafár í eyrunum,“ segir María og hlær. Þorsteinn á margar eftirminnilegar jólagjafir en ein stendur uppúr.Mynd / Úr einkasafni Síðasta jólagjöfin frá ömmu „Þegar maður er kominn á miðjan aldur eru eftirminnilegu gjafirnar orðnar ansi margar. Ég man alltaf eftir forláta slökkviliðsbíl sem ég fékk þegar ég var sennilega þriggja eða fjögurra ára og vakti greinilega mikla lukku hjá mér þá,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Hann kann vel að meta gjafirnar frá sínum nánustu. „Jólagjafir sem dætur mínar gerðu sjálfar á sínum yngri árum voru alltaf líka í miklu uppáhaldi og konan mín, sem er mikið jólabarn, hefur haft einstakt lag á að finna alltaf það sem mig einmitt vantaði það árið,“ segir Þorsteinn en segir jafnframt að gjöfin sem standi honum næst hlýi honum svo sannarlega um hjartarætur. „Ég held samt að sú gjöf sem mér þykir enn hvað vænst um sé forláta bútasaumsteppi sem föðuramma mín heitin, Ásdís Eyjólfsdóttir, gaf okkur hjónum fyrir sjö árum síðan. Teppið bjó hún til sjálf og það er bæði einstaklega fallegt og um leið mjög hlýtt. Það hefur haldið á okkur hita í sjónvarpsherberginu allar götur síðan. Gjöfin er mér sérstaklega kær þar sem hún var síðasta jólagjöfin sem amma gaf mér en hún lést fáeinum mánuðum síðar.“ Eiginkona Þorsteins, Lilja Karlsdóttir, á afmæli á aðfangadag og setur það sitt mark á jólahátíðina. „Eftir því sem maður eldist fara gjafirnar alltaf að skipta minna og minna máli og hátíðin sjálf þeim mun meira. Jólahaldið er orðið nokkuð fastmótuð hefð hjá fjölskyldunni. Við förum saman út að borða á Þorláksmessukvöld og að því loknu eru rjúpurnar hamflettar. Á aðfangadagsmorgun er svo sungið fyrir afmælisbarnið, það er eiginkonuna, sósan keyrð í gang og kirkjugarðarnir heimsóttir áður en hátíðin sjálf gengur í garð.“ Rósa með mortélið sem skipar sérstakan sess í hjarta hennar.Mynd / Úr einkasafni Mortélið skipar heiðursess í eldhúsinu „Jólagjafirnar sem börnin mín hafa búið til í gegnum árin eru þær allra skemmtilegustu og dýrmætustu. Það var raunveruleg tilhlökkun að sjá hvað kom innan úr pakkanum og eftirvænting þeirra var ekki síðri. Handverkið þeirra var af ýmsum toga og margt mjög fallegt sem nostrað hafði verið við,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, aðspurð um eftirminnilegustu gjöfin. Hún segir eina gjöf ávallt standa upp úr. „Eina gjöf held ég þó allra mest upp á af öllum gjöfum sem ég hef á ævinni fengið á jólum. Það er dýrinds mortél sem Bjartmar heitinn, næst elsti sonur minn, þá tæplega fimm ára, fékk pabba sinn til að kaupa handa mér og setja í jólapakkann árið 2002. Við mæðginin og sælkerarnir horfðum á þessum tíma oft saman á matreiðsluþætti Jamie Olivers og höfðum bæði jafn gaman af. Jamie notaði iðulega mortél við matargerðina og ungi sonur minn sá slíkt verkfæri auglýst til sölu í Debenhams. Hann var friðlaus þar til tækið góða var komið í hús og í jólapakka merktan mömmu. ,,Mamma varð að eiga svona eins og Jamie Oliver“,“ segir Rósa. Bjartmar lést úr krabbameini árið 2003, aðeins fimm ára gamall. Hún segir mortélið góða minna sig á son sinn ævina á enda. „Sá stutti var ótrúlega ánægður með sig þegar ég opnaði pakkann og réð sér ekki fyrir kæti – þarna hafði hann slegið í gegn og átt hugmynd að jólagjöf sem hitti mömmuna beint í hjartastað. Þetta reyndist vera síðasta jólagjöfin frá honum til mín. Mortélið skipar heiðursess í eldhúsinu mínu, er mikið notað og fær mig um leið alltaf til að hugsa um litla engilinn minn. Það mun fylgja mér alla ævi.“
Jól Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira