Áreiti fylgjenda mikið: Krakkar gargandi fyrir utan heimilið hjá Sonju Valdin Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2017 17:30 Sonja Valdin er með 16 þúsund fylgjendur á Snapchat. Fyrir rösku ári var Sonja óþekktur starfsmaður í Bauhaus. Síðan opnaði hún Snapchatreikninginn sinn og hefur á einu ári náð um það bil 16 þúsund fylgjendum á snappinu. Þar var hún svo uppgötvuð og hefur á þessum tíma leikið í bíómynd, sungið í poppsmellum og er orðin samfélagsmiðlastjarna. Hún er nú í fullu starfi hjá Áttunni, sem er eitt fyrsta afþreyingarfyrirtæki landsins sem sérhæfir sig í að birta efni á samfélagsmiðlum. „Mig langar alltaf bara að gráta þegar ég hugsa um það hversu mikill fjöldi er þarna til að fylgjast með mér,” segir Sonja í 2. þætti af Snöppurum sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.Ófeimnir fylgjendur En drjúgur hluti fylgjenda Sonju eru ungmenni sem eru ófeimin við að nálgast hana. Áreitið er því mikið. „Það hafa krakkar verið hérna fyrir utan að garga “Neinei” og dingla hjá mér endalaust og það er pirrandi,” segir Sonja og bætir við að það trufli bæði hana og samleigjanda hennar. Lagið Nei nei er vinsælasta lag Áttunnar. Í myndbandinu sem fylgir má sjá fögnuðinn sem brýst út þegar Sonja og Áttan mæta á svæðið. Sonja tekur hins vegar fram að henni þyki vænt um þegar fylgjendur óska eftir mynd með henni, spjalli eða jafnvel knúsi. En þegar unglingar eru farnir að atast á dyrabjöllunni heima hjá henni sé of langt gengið. Annar þáttur Snappara verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:55 þar sem við kynntumst meðal annars snappstjörnunni Sonju Story og þeim Daníel Má og Anítu Guðlaugu sem bæði langar að stækka á Snapchat. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson. Áttan Samfélagsmiðlar Snapparar Tengdar fréttir „Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“ "Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. 20. nóvember 2017 10:30 Atvinnupókerspilari sem gerðist edrú snappari: „Búinn að vera fyllibytta öll mín ár“ "Ég var að taka dálítið stóra ákvörðun núna fyrir nokkrum dögum,” sagði Daníel Már, 29 ára gamall atvinnupókerspilari þegar tökuteymið fyrir þáttaröðina Snapparar heimsótti hann í kjallaraíbúð í Breiðholtinu í haust. 26. nóvember 2017 14:00 Binni Glee: Hættur að hanga í Kringlunni en finnst þó alltaf gaman að hitta aðdáendur Ég er hættur að fara í Kringluna og Smáralind svona til að hanga þar, segir ein skærasta snappstjarna landsins, Brynjar Steinn, sem kallar sig Binna Glee á Snapchat. 19. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
Fyrir rösku ári var Sonja óþekktur starfsmaður í Bauhaus. Síðan opnaði hún Snapchatreikninginn sinn og hefur á einu ári náð um það bil 16 þúsund fylgjendum á snappinu. Þar var hún svo uppgötvuð og hefur á þessum tíma leikið í bíómynd, sungið í poppsmellum og er orðin samfélagsmiðlastjarna. Hún er nú í fullu starfi hjá Áttunni, sem er eitt fyrsta afþreyingarfyrirtæki landsins sem sérhæfir sig í að birta efni á samfélagsmiðlum. „Mig langar alltaf bara að gráta þegar ég hugsa um það hversu mikill fjöldi er þarna til að fylgjast með mér,” segir Sonja í 2. þætti af Snöppurum sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.Ófeimnir fylgjendur En drjúgur hluti fylgjenda Sonju eru ungmenni sem eru ófeimin við að nálgast hana. Áreitið er því mikið. „Það hafa krakkar verið hérna fyrir utan að garga “Neinei” og dingla hjá mér endalaust og það er pirrandi,” segir Sonja og bætir við að það trufli bæði hana og samleigjanda hennar. Lagið Nei nei er vinsælasta lag Áttunnar. Í myndbandinu sem fylgir má sjá fögnuðinn sem brýst út þegar Sonja og Áttan mæta á svæðið. Sonja tekur hins vegar fram að henni þyki vænt um þegar fylgjendur óska eftir mynd með henni, spjalli eða jafnvel knúsi. En þegar unglingar eru farnir að atast á dyrabjöllunni heima hjá henni sé of langt gengið. Annar þáttur Snappara verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:55 þar sem við kynntumst meðal annars snappstjörnunni Sonju Story og þeim Daníel Má og Anítu Guðlaugu sem bæði langar að stækka á Snapchat. Umsjón þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, upptökustjórn og klippingu annaðist Lúðvík Páll Lúðvíksson.
Áttan Samfélagsmiðlar Snapparar Tengdar fréttir „Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“ "Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. 20. nóvember 2017 10:30 Atvinnupókerspilari sem gerðist edrú snappari: „Búinn að vera fyllibytta öll mín ár“ "Ég var að taka dálítið stóra ákvörðun núna fyrir nokkrum dögum,” sagði Daníel Már, 29 ára gamall atvinnupókerspilari þegar tökuteymið fyrir þáttaröðina Snapparar heimsótti hann í kjallaraíbúð í Breiðholtinu í haust. 26. nóvember 2017 14:00 Binni Glee: Hættur að hanga í Kringlunni en finnst þó alltaf gaman að hitta aðdáendur Ég er hættur að fara í Kringluna og Smáralind svona til að hanga þar, segir ein skærasta snappstjarna landsins, Brynjar Steinn, sem kallar sig Binna Glee á Snapchat. 19. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
„Fólk komið með ógeð á auglýsingum á Snapchat“ "Fólk er komið með svolítið ógeð á þessum eilífu auglýsingum,” segir Manúela Ósk Harðardóttir, ein vinsælasta snappstjarna landsins um auglýsingar á Snapchat. Á síðustu tveimur árum hefur þeim fjölgað hratt sem auglýsa vörur og þjónustu á Snapchat. 20. nóvember 2017 10:30
Atvinnupókerspilari sem gerðist edrú snappari: „Búinn að vera fyllibytta öll mín ár“ "Ég var að taka dálítið stóra ákvörðun núna fyrir nokkrum dögum,” sagði Daníel Már, 29 ára gamall atvinnupókerspilari þegar tökuteymið fyrir þáttaröðina Snapparar heimsótti hann í kjallaraíbúð í Breiðholtinu í haust. 26. nóvember 2017 14:00
Binni Glee: Hættur að hanga í Kringlunni en finnst þó alltaf gaman að hitta aðdáendur Ég er hættur að fara í Kringluna og Smáralind svona til að hanga þar, segir ein skærasta snappstjarna landsins, Brynjar Steinn, sem kallar sig Binna Glee á Snapchat. 19. nóvember 2017 14:00