Málinu lokað í dag eða á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2017 11:12 Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Ríkisstjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja eru, eins og áður hefur komið fram langt komnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði „málinu lokað“ annað hvort í dag eða á morgun er hún ræddi við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/anton brink„Við erum langt komin. Við erum ekki búin að loka málinu en það hvílir á okkur að gera það í raun og veru í dag eða á morgun,“ sagði Katrín sem sagði tímann til viðræðna nú um það bil að renna út. „Þannig að við erum að vinna þetta þannig að sá tími sem við höfum gefið okkur hann fer að verða á enda.“ Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni í gær og sagði þar væntanlega stjórnarmyndun vissulega verða „mjög knappa“. Þá viðurkenndi hún einnig að áhætta væri fólgin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík þyrfti þó ofar öllu að snúast um hagsmuni samfélagsins en ekki einstaklinga eða flokka.Frábrugðið stjórnarmyndunarviðræðum að vori Þá nefndi Katrín í Sprengisandi í morgun að helstu ágreiningsefni flokkanna lytu að fjármögnun á ýmsum verkefnum ríkisstjórnarinnar. Fjármálin gegni þá ekki síst stóru hlutverki í viðræðunum vegna þess tíma árs sem nú er. Flokkarnir þrír standi því frammi fyrir tveimur veigamiklum verkefnum, ólíkt því sem hefðbundið er eftir kosningar að vori. Það að „loka málinu“ sé tvíþætt ferli. „Það þýðir í raun og veru annars vegar að ljúka málinu með samningi og hins vegar, það sem spilar inn í og gerir þetta aðeins lengra en stjórnarmyndunarviðræður að vori, þegar við kjósum á eðlilegum tíma, það er auðvitað sú staðreynd að við erum með fjárlög sem samþykkja þarf fyrir áramót,“ sagði Katrín. Hún sagði síðustu daga enn fremur að miklu leyti hafa farið í vinnu við fjárlögin. „Við erum að fara yfir tillögur í fjárlögum samhliða þessum lokametrum í málefnasamningi.“ Morgundagurinn gæti því mögulega haft stórar fregnir í för með sér en nú eigi í raun aðeins eftir að loka ákveðnum málaflokkum, lokahnykkurinn standi út af. „Á morgun ættu línur að skýrast,“ sagði Katrín, sem enn er nokkuð bjartsýn á að stjórnarmyndun flokkanna þriggja gangi upp. „Algjörlega. Nú er bara af eða á.“Viðtalið Katrínu í Sprengisandi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur að flokksmenn verði með óbragð í munni ef af stjórninni verður Gunnar Bragi Sveinsson telur ljóst að einhver verði að gefa verulegan afslátt af málefnum til þess að ríkisstjórnin verði að veruleika. 25. nóvember 2017 17:09 Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 „Þetta verður mjög knappt“ Hún sagðist bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. 25. nóvember 2017 13:49 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Ríkisstjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja eru, eins og áður hefur komið fram langt komnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði „málinu lokað“ annað hvort í dag eða á morgun er hún ræddi við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/anton brink„Við erum langt komin. Við erum ekki búin að loka málinu en það hvílir á okkur að gera það í raun og veru í dag eða á morgun,“ sagði Katrín sem sagði tímann til viðræðna nú um það bil að renna út. „Þannig að við erum að vinna þetta þannig að sá tími sem við höfum gefið okkur hann fer að verða á enda.“ Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni í gær og sagði þar væntanlega stjórnarmyndun vissulega verða „mjög knappa“. Þá viðurkenndi hún einnig að áhætta væri fólgin í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Pólitík þyrfti þó ofar öllu að snúast um hagsmuni samfélagsins en ekki einstaklinga eða flokka.Frábrugðið stjórnarmyndunarviðræðum að vori Þá nefndi Katrín í Sprengisandi í morgun að helstu ágreiningsefni flokkanna lytu að fjármögnun á ýmsum verkefnum ríkisstjórnarinnar. Fjármálin gegni þá ekki síst stóru hlutverki í viðræðunum vegna þess tíma árs sem nú er. Flokkarnir þrír standi því frammi fyrir tveimur veigamiklum verkefnum, ólíkt því sem hefðbundið er eftir kosningar að vori. Það að „loka málinu“ sé tvíþætt ferli. „Það þýðir í raun og veru annars vegar að ljúka málinu með samningi og hins vegar, það sem spilar inn í og gerir þetta aðeins lengra en stjórnarmyndunarviðræður að vori, þegar við kjósum á eðlilegum tíma, það er auðvitað sú staðreynd að við erum með fjárlög sem samþykkja þarf fyrir áramót,“ sagði Katrín. Hún sagði síðustu daga enn fremur að miklu leyti hafa farið í vinnu við fjárlögin. „Við erum að fara yfir tillögur í fjárlögum samhliða þessum lokametrum í málefnasamningi.“ Morgundagurinn gæti því mögulega haft stórar fregnir í för með sér en nú eigi í raun aðeins eftir að loka ákveðnum málaflokkum, lokahnykkurinn standi út af. „Á morgun ættu línur að skýrast,“ sagði Katrín, sem enn er nokkuð bjartsýn á að stjórnarmyndun flokkanna þriggja gangi upp. „Algjörlega. Nú er bara af eða á.“Viðtalið Katrínu í Sprengisandi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur að flokksmenn verði með óbragð í munni ef af stjórninni verður Gunnar Bragi Sveinsson telur ljóst að einhver verði að gefa verulegan afslátt af málefnum til þess að ríkisstjórnin verði að veruleika. 25. nóvember 2017 17:09 Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 „Þetta verður mjög knappt“ Hún sagðist bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. 25. nóvember 2017 13:49 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Gunnar Bragi telur að flokksmenn verði með óbragð í munni ef af stjórninni verður Gunnar Bragi Sveinsson telur ljóst að einhver verði að gefa verulegan afslátt af málefnum til þess að ríkisstjórnin verði að veruleika. 25. nóvember 2017 17:09
Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00
„Þetta verður mjög knappt“ Hún sagðist bjartsýn á að flokkarnir næðu saman um myndun ríkisstjórnar en það yrði þó knappt. 25. nóvember 2017 13:49