Ofbeldi á skólalóð Óttar Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Fyrir einhverjum vikum veittust nokkrir unglingspiltar (15-16 ára) að einum 14 ára á skólalóð. Þeir hrintu honum í jörðina svo að hann nefbrotnaði. Einn úr hópnum sparkaði í hann liggjandi með miklum formælingum á ensku og íslensku. „Haltu motherfucking kjafti!“ öskraði forsprakkinn og rétti fót sinn að andliti hins. „Sleiktu fucking skóna mína,“ æpti hann titrandi röddu. Annar bættist við og og ýtti fætinum að höfði hins liggjandi. Eftir einhver átök tókst þolandanum að standa á fætur og forða sér. Ég sá nokkur myndbönd af þessum atburði sem hafa gengið ljósum logum í netheimum. Hópur unglinga var áhorfandi að þessu ofbeldi án þess að nokkur gerði tilraun til að hjálpa drengnum. Þeir virtust allir hafa meiri áhuga á því að taka mynd af atburðunum á símana sína heldur en að skakka leikinn. Myndböndunum var síðan dreift á netinu eins og ekkert væri sjálfsagðara. Firring og afskiptaleysi haldast í hendur. Foringinn hagar sér eins og ofurhetja í lélegri amerískri mynd. Honum virðist standa á sama þótt framferði hans sé opinberað á netinu. Vitnin að ofbeldinu fylgjast með atburðarásinni á skjánum án hluttekningar eins og hverju öðru ofbeldismyndbandi. Er þetta virkilega tímanna tákn? Er lífið smám saman að breytast í sýndarveruleika þar sem enginn greinarmunur er gerður á leik og alvöru? Þolandinn er bæði barinn og síðan smánaður opinberlega þegar árásinni er dreift út á netið. Hafði enginn viðstaddra neina tilfinningu fyrir þjáningum hans og einmanaleika? Er ofbeldi og einelti á skólalóðinni í heimi þessara unglinga bara eins og hvert annað snapptjatt sem kemur og fer? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Fyrir einhverjum vikum veittust nokkrir unglingspiltar (15-16 ára) að einum 14 ára á skólalóð. Þeir hrintu honum í jörðina svo að hann nefbrotnaði. Einn úr hópnum sparkaði í hann liggjandi með miklum formælingum á ensku og íslensku. „Haltu motherfucking kjafti!“ öskraði forsprakkinn og rétti fót sinn að andliti hins. „Sleiktu fucking skóna mína,“ æpti hann titrandi röddu. Annar bættist við og og ýtti fætinum að höfði hins liggjandi. Eftir einhver átök tókst þolandanum að standa á fætur og forða sér. Ég sá nokkur myndbönd af þessum atburði sem hafa gengið ljósum logum í netheimum. Hópur unglinga var áhorfandi að þessu ofbeldi án þess að nokkur gerði tilraun til að hjálpa drengnum. Þeir virtust allir hafa meiri áhuga á því að taka mynd af atburðunum á símana sína heldur en að skakka leikinn. Myndböndunum var síðan dreift á netinu eins og ekkert væri sjálfsagðara. Firring og afskiptaleysi haldast í hendur. Foringinn hagar sér eins og ofurhetja í lélegri amerískri mynd. Honum virðist standa á sama þótt framferði hans sé opinberað á netinu. Vitnin að ofbeldinu fylgjast með atburðarásinni á skjánum án hluttekningar eins og hverju öðru ofbeldismyndbandi. Er þetta virkilega tímanna tákn? Er lífið smám saman að breytast í sýndarveruleika þar sem enginn greinarmunur er gerður á leik og alvöru? Þolandinn er bæði barinn og síðan smánaður opinberlega þegar árásinni er dreift út á netið. Hafði enginn viðstaddra neina tilfinningu fyrir þjáningum hans og einmanaleika? Er ofbeldi og einelti á skólalóðinni í heimi þessara unglinga bara eins og hvert annað snapptjatt sem kemur og fer? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun