Munu ekki greina frá nöfnum gerendanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins. Vísir/stefán „Við í hópnum höfum sammælst um að vera hvorki að nefna nöfn manna né flokka, heldur erum við meira að tala um aðstæður og hvernig við upplifum okkur í umhverfi stjórnmálanna,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, aðspurð um ástæður þess að stjórnmálakonur, sem stigið hafa fram og deilt reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi og áreitni, segi ekki alla söguna með nöfnum gerenda. Í áskorun sem íslensku stjórnmálakonurnar hafa sent frá sér, er þess krafist að karlar taki ábyrgð og stjórnmálaflokkar taki af festu á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Aðspurð segir Heiða konur líka þurfa að taka gagnrýnina til sín. „Mér finnst við í hópnum vera að líta í eigin barm með því að skora á karlana að koma með okkur í að breyta. En við erum auðvitað hluti af kerfinu og samfélaginu sem ól okkur upp við að karlar stjórni ferðinni. Okkur finnst við svolítið búnar að viðurkenna að þetta hefur verið látið viðgangast og er til staðar. Núna erum við að segja að það þurfi að laga þetta og að við eigum að gera það öll saman.“ Heiða Björg segir áskorun kvennanna ólíka þeim byltingum sem brotist hafa út í Hollywood og víðar þar sem áhrifamenn eru gagnrýndir og bornir þungum sökum. „Það er ekki tilgangur okkar að draga fram sökudólgana heldur að biðja um að við horfum öll í eigin barm, gerum betur og lögum þennan inngróna kúltúr sem við höfum allar gengið inn í. Við erum í einlægni að biðja karlana að koma með okkur í þetta,“ segir Heiða og bendir á að það geti líka skemmt fyrir markmiðinu að nafngreina gerendur. „Við erum svo hræddar um að ef við förum að nafngreina einhverja, þá fari öll áherslan á að losna við þá og allt verði gott verði þeir fjarlægðir. Okkar barátta snýst ekki um það. Við viljum breyta kerfinu og erum að einblína á það núna.“ Aðspurð um þöggun innan stjórnmálaflokka, játar Heiða því að hættan á þöggun innan stjórnmálaflokka um þessi mál sé mjög mikil enda eigi flokkarnir allt sitt undir kjósendum. „Til eru dæmi um að kynferðisbrot hafi verið þögguð niður innan flokka og konum sagt að mál myndi skaða flokkinn ef það færi út,“ segir Heiða. Hún segir karlana ekki eina um að þagga niður brot innan flokka heldur hafi konur líka átt þátt í slíkri þöggun, til að vernda flokkshagsmuni. „Hingað til hefur það þótt veikleikamerki bæði fyrir flokka og einstaklinga að segja frá. Við viljum breyta því,“ segir Heiða Björg. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
„Við í hópnum höfum sammælst um að vera hvorki að nefna nöfn manna né flokka, heldur erum við meira að tala um aðstæður og hvernig við upplifum okkur í umhverfi stjórnmálanna,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, aðspurð um ástæður þess að stjórnmálakonur, sem stigið hafa fram og deilt reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi og áreitni, segi ekki alla söguna með nöfnum gerenda. Í áskorun sem íslensku stjórnmálakonurnar hafa sent frá sér, er þess krafist að karlar taki ábyrgð og stjórnmálaflokkar taki af festu á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Aðspurð segir Heiða konur líka þurfa að taka gagnrýnina til sín. „Mér finnst við í hópnum vera að líta í eigin barm með því að skora á karlana að koma með okkur í að breyta. En við erum auðvitað hluti af kerfinu og samfélaginu sem ól okkur upp við að karlar stjórni ferðinni. Okkur finnst við svolítið búnar að viðurkenna að þetta hefur verið látið viðgangast og er til staðar. Núna erum við að segja að það þurfi að laga þetta og að við eigum að gera það öll saman.“ Heiða Björg segir áskorun kvennanna ólíka þeim byltingum sem brotist hafa út í Hollywood og víðar þar sem áhrifamenn eru gagnrýndir og bornir þungum sökum. „Það er ekki tilgangur okkar að draga fram sökudólgana heldur að biðja um að við horfum öll í eigin barm, gerum betur og lögum þennan inngróna kúltúr sem við höfum allar gengið inn í. Við erum í einlægni að biðja karlana að koma með okkur í þetta,“ segir Heiða og bendir á að það geti líka skemmt fyrir markmiðinu að nafngreina gerendur. „Við erum svo hræddar um að ef við förum að nafngreina einhverja, þá fari öll áherslan á að losna við þá og allt verði gott verði þeir fjarlægðir. Okkar barátta snýst ekki um það. Við viljum breyta kerfinu og erum að einblína á það núna.“ Aðspurð um þöggun innan stjórnmálaflokka, játar Heiða því að hættan á þöggun innan stjórnmálaflokka um þessi mál sé mjög mikil enda eigi flokkarnir allt sitt undir kjósendum. „Til eru dæmi um að kynferðisbrot hafi verið þögguð niður innan flokka og konum sagt að mál myndi skaða flokkinn ef það færi út,“ segir Heiða. Hún segir karlana ekki eina um að þagga niður brot innan flokka heldur hafi konur líka átt þátt í slíkri þöggun, til að vernda flokkshagsmuni. „Hingað til hefur það þótt veikleikamerki bæði fyrir flokka og einstaklinga að segja frá. Við viljum breyta því,“ segir Heiða Björg.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24
Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum