Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2017 19:00 Mikið þarf út af að bera svo ekki verði af stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. Væntanlegur forsætisráðherra segir að hún boði ekki til fundar í flokksstofnunum í næstu viku nema hún hafi trú á að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður fram væri raunverulegur valkostur fyrir hennar félaga. Formenn flokkanna þriggja hafa átt í viðræðum um stjórnarmyndun í Ráðherrabústaðnum undanfarna daga og svo var einnig í dag. En nú er ljóst að ekkert verður af stjórnarmyndun fyrr en upp úr miðri næstu viku. Formennirnir höfðu ætlað sér að reyna að ljúka gerð stjórnarsáttmála um komandi helgi. En Katrín Jakobsdóttir segir margt valda því að það takist ekki, meðal annars að kosið hafi verið á óvenjulegum tíma. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endan á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ segir Katrín. Hún muni væntanlega ákveða dagsetningu flokksráðsfundar endanlega á morgun en miðvikudagurinn er líklegastur. Það séu því allar líkur á að ný ríkisstjórn taki við á fimmtudag eða föstudag. „En við erum ekki búin að leysa alla hnúta. Það verður líka að fylgja sögunni. Þannig að það verkefni bíður okkar næstu sólarhringa.“En eruð þið komin samt þangað að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að staðan breyttist og ekkert verði af þessu samstarfi? „Við sitjum öll við borðið með þann einbeitta ásetning að finna lausnir á þeim vandamálum sem eru uppi. En eins og allir vita þá eru þetta mjög ólíkir flokkar. Þannig að þau hafa kannski verið fleiri ágreiningsefnin en þegar flokkar sem standa nær vinna saman,“ segir Katrín. Töluverð ólga er innan Vinstri grænna vegna væntanlegs samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.Þegar þú kemur út úr þessu og ef allt tekst, að þá ertu að koma út með sáttamála sem þú getur kinnroðalaust mælt með fyrir þitt fólk? „Ég fer ekki að boða til fundar í mínum flokksstofnunum nem aég hafi trú á því að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður til væri raunverulegur valkostur fyrir mína félaga,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Sífellt teygist á viðræðum Enn liggur ekki fyrir hvort eða hvenær Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn. 23. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Mikið þarf út af að bera svo ekki verði af stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. Væntanlegur forsætisráðherra segir að hún boði ekki til fundar í flokksstofnunum í næstu viku nema hún hafi trú á að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður fram væri raunverulegur valkostur fyrir hennar félaga. Formenn flokkanna þriggja hafa átt í viðræðum um stjórnarmyndun í Ráðherrabústaðnum undanfarna daga og svo var einnig í dag. En nú er ljóst að ekkert verður af stjórnarmyndun fyrr en upp úr miðri næstu viku. Formennirnir höfðu ætlað sér að reyna að ljúka gerð stjórnarsáttmála um komandi helgi. En Katrín Jakobsdóttir segir margt valda því að það takist ekki, meðal annars að kosið hafi verið á óvenjulegum tíma. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endan á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ segir Katrín. Hún muni væntanlega ákveða dagsetningu flokksráðsfundar endanlega á morgun en miðvikudagurinn er líklegastur. Það séu því allar líkur á að ný ríkisstjórn taki við á fimmtudag eða föstudag. „En við erum ekki búin að leysa alla hnúta. Það verður líka að fylgja sögunni. Þannig að það verkefni bíður okkar næstu sólarhringa.“En eruð þið komin samt þangað að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að staðan breyttist og ekkert verði af þessu samstarfi? „Við sitjum öll við borðið með þann einbeitta ásetning að finna lausnir á þeim vandamálum sem eru uppi. En eins og allir vita þá eru þetta mjög ólíkir flokkar. Þannig að þau hafa kannski verið fleiri ágreiningsefnin en þegar flokkar sem standa nær vinna saman,“ segir Katrín. Töluverð ólga er innan Vinstri grænna vegna væntanlegs samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.Þegar þú kemur út úr þessu og ef allt tekst, að þá ertu að koma út með sáttamála sem þú getur kinnroðalaust mælt með fyrir þitt fólk? „Ég fer ekki að boða til fundar í mínum flokksstofnunum nem aég hafi trú á því að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður til væri raunverulegur valkostur fyrir mína félaga,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Sífellt teygist á viðræðum Enn liggur ekki fyrir hvort eða hvenær Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn. 23. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00
Sífellt teygist á viðræðum Enn liggur ekki fyrir hvort eða hvenær Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn. 23. nóvember 2017 07:00