Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Á þessari skýringarmynd sýna örvarnar hvert fólk á að stefna í skjól komi til eldgoss í Öræfajökli. Gefin hefur verið út ný rýmingaráætlun vegna hugsanlegs eldgoss í Öræfajökli. „Verði eldgos í Öræfajökli er stefnt að því að búið sé að rýma svæðið áður. Ef eldgos hefst án fyrirvara er svæðið rýmt samkvæmt meðfylgjandi neyðarrýmingaráætlun,“ segir í inngangi áætlunarinnar sem Almannavarnir gáfu út í gær. „Miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá jarðvísindadeild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum nú þegar áhyggjur,“ bætti Ármann við en undirstrikaði að nægur fyrirvari myndi fást til að koma fólki undan.Ármann Höksuldsson jarðfræðingur.vísir/valliLeiðbeiningar í tilfelli neyðarrýmingar eru þessar: „Farið stystu leið að Svínafelli 1, Hofi 1, Hnappavöllum 2. Bíðið frekari fyrirmæla þar í bílum. Ef til öskufalls kemur, leitið skjóls innandyra eða haldið kyrru fyrir í bílum. Þegar fyrirmæli verða gefin skal fylgja þeim og yfirgefa svæðið.“ Fram kemur í rýmingaráætluninni að Neyðarlínan 112 á að senda fjölda SMS-skilaboða á senda frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Skilaboðin verða þannig á íslensku en þau verða einnig á ensku: „Frá lögreglu. Eldgos er yfirvofandi í Öræfajökli. Rýmið á Svínafell 1, Hof 1 eða Hnappavelli 2, Höfn eða Kirkjubæjarklaustur eftir því hvar þið eruð. Tafarlaus rýming.“ Sendir verða lögreglubílar frá Kirkjubæjarklaustri að Skaftafelli til að aðstoða við rýmingu og frá Höfn að Kvískerjum. Björgunarsveitir loka veginum við Lómagnúp og við Jökulsárlón og aðstoða við rýmingu. Deild Rauða krossins á Kirkjubæjarklaustri mun undirbúa móttöku fólks í fjöldahjálparstöð og Rauði krossinn á Höfn undirbýr einnig fjöldahjálparstöð. Þá verður slökkvilið í viðbragðsstöðu og til aðstoðar. Vettvangsstjórnir verða á Kirkjubæjarklaustri, á Höfn og í Öræfum. Aðgerðastjórn verður á Hellu og samhæfingarstöð í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Almannavarnir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Gefin hefur verið út ný rýmingaráætlun vegna hugsanlegs eldgoss í Öræfajökli. „Verði eldgos í Öræfajökli er stefnt að því að búið sé að rýma svæðið áður. Ef eldgos hefst án fyrirvara er svæðið rýmt samkvæmt meðfylgjandi neyðarrýmingaráætlun,“ segir í inngangi áætlunarinnar sem Almannavarnir gáfu út í gær. „Miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá jarðvísindadeild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum nú þegar áhyggjur,“ bætti Ármann við en undirstrikaði að nægur fyrirvari myndi fást til að koma fólki undan.Ármann Höksuldsson jarðfræðingur.vísir/valliLeiðbeiningar í tilfelli neyðarrýmingar eru þessar: „Farið stystu leið að Svínafelli 1, Hofi 1, Hnappavöllum 2. Bíðið frekari fyrirmæla þar í bílum. Ef til öskufalls kemur, leitið skjóls innandyra eða haldið kyrru fyrir í bílum. Þegar fyrirmæli verða gefin skal fylgja þeim og yfirgefa svæðið.“ Fram kemur í rýmingaráætluninni að Neyðarlínan 112 á að senda fjölda SMS-skilaboða á senda frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Skilaboðin verða þannig á íslensku en þau verða einnig á ensku: „Frá lögreglu. Eldgos er yfirvofandi í Öræfajökli. Rýmið á Svínafell 1, Hof 1 eða Hnappavelli 2, Höfn eða Kirkjubæjarklaustur eftir því hvar þið eruð. Tafarlaus rýming.“ Sendir verða lögreglubílar frá Kirkjubæjarklaustri að Skaftafelli til að aðstoða við rýmingu og frá Höfn að Kvískerjum. Björgunarsveitir loka veginum við Lómagnúp og við Jökulsárlón og aðstoða við rýmingu. Deild Rauða krossins á Kirkjubæjarklaustri mun undirbúa móttöku fólks í fjöldahjálparstöð og Rauði krossinn á Höfn undirbýr einnig fjöldahjálparstöð. Þá verður slökkvilið í viðbragðsstöðu og til aðstoðar. Vettvangsstjórnir verða á Kirkjubæjarklaustri, á Höfn og í Öræfum. Aðgerðastjórn verður á Hellu og samhæfingarstöð í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík.
Almannavarnir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira