„Við höfum nú þegar áhyggjur“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. nóvember 2017 18:45 Neyðarrýmingaráætlun hefur verið gefin út fyrir svæðið í kringum Öræfajökul komi til eldgoss. Vísindamenn hafa nú þegar áhyggjur af eldgosi þótt ekkert bendi til þess að það sé í vændum. Sprunga sem hefur myndast í gígnum nær að gígbarmi jökulsins. Frá 1. október síðastliðnum hafa orðið 150 jarðskjálftar í og við Öræfajökul, sá stærsti þeirra 3,5 að stærð. Flestir skjálftanna flokkast undir að vera smáskjálftar en allir skjálftar stærri en einn komma tveir skoða jarðvársérfræðingar Veðurstofunnar sérstaklega, en þeir eru orðnir um tuttugu talsins. Vísindamenn hafa í dag og síðustu daga safnað upplýsingum en veður hefur þó sett strik í reikninginn. En helsti eldfjallasérfræðingur landsins sem atburðarásina í jöklinum óeðlilega. „Það er eiginlega nokkuð ljóst að það hefur einhver kvika farið inn í fjallið og það eru þessir skjálftar og allt það. Allt í einu kviknar á fjallinu og miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Á gervihnattamyndum sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands vinnur með má sjá sprungumyndin í gígnum í Öræfajökli og á nýjustu myndinni má sjá að sprungan teygir sig í átt að Kotárjökli, á sama stað og eldgosið 1727. Vísindamenn segja að þétta þurfi mælanetið í og við jökulinn til þess að meta breytingar sem verða. „Það er erfitt að nota gervihnettina, sem við getum mjög vel beitt víða annars staðar, til þess að sjá breytingar á fjallinu sjálfu,“ segir Ármann. Almannavarnir gáfu út í dag skipulag neyðarrýmingar á svæðinu komi til eldgoss og má finna upplýsingar á íslenski og ensku á vef almannavarna. Áhöfnin á flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, stefndi á að fljúga yfir jökulinn síðdegis í dag, á leið sinni til Miðjarðarhafsins, til þess að taka myndir af jöklinum sem mögulega getað varpað ljósi á það sem er að gerast. Há rafleiðni í ám sem koma undan jöklinum hafa verið nær óbreytt frá því fyrir helgi.Hversu öflug skjálftahrina þyrfti að verða á þessu svæði til þess að þið færuð að að hafa áhyggjur? „Við höfum nú þegar áhyggjur. Ef maður ætlaði að miða við það sem við þekkjum úr sögunni, sérstaklega í kringum 1727, þá var einhver víbríngur og hann var aðeins sterkari þarna rétt fyrir gos,“ Ármann. Ármann segir að fyrirvari verði á því komi til goss í Öræfajökli. „Það eru nú allar líkur á því að við fáum einhvern, allavega nægilegan fyrirvara til þess að fólk fari, komi sér undan. En svo má heldur ekki gleyma því að svona fjöll, það getur tekið þau upp undir tuttugu ár að vakna,“ segir Ármann. Almannavarnir Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. 22. nóvember 2017 16:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Neyðarrýmingaráætlun hefur verið gefin út fyrir svæðið í kringum Öræfajökul komi til eldgoss. Vísindamenn hafa nú þegar áhyggjur af eldgosi þótt ekkert bendi til þess að það sé í vændum. Sprunga sem hefur myndast í gígnum nær að gígbarmi jökulsins. Frá 1. október síðastliðnum hafa orðið 150 jarðskjálftar í og við Öræfajökul, sá stærsti þeirra 3,5 að stærð. Flestir skjálftanna flokkast undir að vera smáskjálftar en allir skjálftar stærri en einn komma tveir skoða jarðvársérfræðingar Veðurstofunnar sérstaklega, en þeir eru orðnir um tuttugu talsins. Vísindamenn hafa í dag og síðustu daga safnað upplýsingum en veður hefur þó sett strik í reikninginn. En helsti eldfjallasérfræðingur landsins sem atburðarásina í jöklinum óeðlilega. „Það er eiginlega nokkuð ljóst að það hefur einhver kvika farið inn í fjallið og það eru þessir skjálftar og allt það. Allt í einu kviknar á fjallinu og miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Á gervihnattamyndum sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands vinnur með má sjá sprungumyndin í gígnum í Öræfajökli og á nýjustu myndinni má sjá að sprungan teygir sig í átt að Kotárjökli, á sama stað og eldgosið 1727. Vísindamenn segja að þétta þurfi mælanetið í og við jökulinn til þess að meta breytingar sem verða. „Það er erfitt að nota gervihnettina, sem við getum mjög vel beitt víða annars staðar, til þess að sjá breytingar á fjallinu sjálfu,“ segir Ármann. Almannavarnir gáfu út í dag skipulag neyðarrýmingar á svæðinu komi til eldgoss og má finna upplýsingar á íslenski og ensku á vef almannavarna. Áhöfnin á flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, stefndi á að fljúga yfir jökulinn síðdegis í dag, á leið sinni til Miðjarðarhafsins, til þess að taka myndir af jöklinum sem mögulega getað varpað ljósi á það sem er að gerast. Há rafleiðni í ám sem koma undan jöklinum hafa verið nær óbreytt frá því fyrir helgi.Hversu öflug skjálftahrina þyrfti að verða á þessu svæði til þess að þið færuð að að hafa áhyggjur? „Við höfum nú þegar áhyggjur. Ef maður ætlaði að miða við það sem við þekkjum úr sögunni, sérstaklega í kringum 1727, þá var einhver víbríngur og hann var aðeins sterkari þarna rétt fyrir gos,“ Ármann. Ármann segir að fyrirvari verði á því komi til goss í Öræfajökli. „Það eru nú allar líkur á því að við fáum einhvern, allavega nægilegan fyrirvara til þess að fólk fari, komi sér undan. En svo má heldur ekki gleyma því að svona fjöll, það getur tekið þau upp undir tuttugu ár að vakna,“ segir Ármann.
Almannavarnir Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. 22. nóvember 2017 16:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00
Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. 22. nóvember 2017 16:38
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent