Bjarni segir formenn leggja mikinn metnað í stjórnarsáttmálann Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2017 13:09 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir formenn flokkanna sem ræða stjórnarmyndun leggja mikinn metnað í gerð stjórnarsáttmála, enda ætli flokkarnir að gera góða hluti fyrir land og þjóð. Ekki stendur til að senda út fundarboð fyrir flokksráð Vinstri grænna í dag en senda þarf út slíka boðun með tveggja daga fyrirvara. Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sögðu allir í gær að þau teldu að ekki væru margir dagar þar til þau gætu kallað stofnanir flokkana saman til að staðfesta eða hafna stjórnarsáttmála. Hægt er að boða fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknarflokksins saman með um sólarhrings fyrirvara, en lög Vinstri grænna gera ráð fyrir að minnst tveir sólarhringa þurfi til að boða saman flokksráð. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í gær að hún teldi ólíklegt að flokksráð kæmi saman á morgun fimmtudag eða á föstudag og ef flokksráð á að koma saman á laugardag þyrfti að boða fund þess á morgun. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar stendur ekki til að boða til fundar ráðsins í dag. „Það hefur verið ágætis gangur í þessu. Þetta eru þrír ólíkir flokkar. Við erum að nálgast í mjög stórum málum. Það tekur tíma. Sérstaklega vegna þess að ég held að í svona stjórnarsamstarfi, sem er auðvitað að mörgu leyti mjög óvenjulegt, þarf að vanda undirstöðurnar sérlega vel,“ segir Katrín. Formennirnir funduð til klukkan sjö í gærdag og halda viðræðum sínum áfram í dag. Katrín segist vinna að því að viðhlítandi niðurstaða fáist í þeim málum sem hennar hreyfing hafi helst barist fyrir eins og varðandi rammaáætlun um vernd og nýtingu landsvæða sem hefur verið bitbein milli VG og Sjálfstæðisflokksins undanfarin kjörtímabil. En í kvöldfréttum okkar í gær sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mikilvægt að sátt ríkti um þau mál. „Það er ekkert launungarmál að við höfum lagt mikla áherslu á til að mynda loftlagsmál og jafnréttismál í þessum samtölum og viðræðum. Og það eru mál þar sem hefur verið langt á milli sem við eigum eftir að lenda í einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín.Er þetta ennþá dálítið eins og póker eða eruð þið farin að sjá til lands í flestum málum? „Ég myndi alla vega ekki líkja þessu samtali við póker. Enda ekki mikil „pókerfeis“ sem eiga þátt að máli,“ segir Katrín. Bjarni sagði í gær að hann teldi engin ákveðin mál erfiðari en önnur. En nauðsynlegt væri fyrir þessa þrjá flokka að fara skipulega í gegnum helstu málefnasviðin. „Við höfum verið að ræða mál sem voru á dagskrá fyrir þessar kosningar. Við erum líka að horfa breiðar yfir sviðið og við erum með mikinn metnað í þessari vinnu. Þannig að við ætlum okkur að gera góða hluti fyrir land og þjóð og laða fram það besta í þessum aðstæðum,“ segir Bjarni. Nú þegar kosið hafi verið í tvígang á einu ári hafi það áhrif á samskipti allra þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi. „Þetta samtal er mótað af aðstæðum og við þurfum einfaldlega að leggja okkur fram við að láta tækifæri sem eru til staðar í þessu landi til framfara verða að veruleika. Til þess þurfa stjórnmálin að virka,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2017 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir formenn flokkanna sem ræða stjórnarmyndun leggja mikinn metnað í gerð stjórnarsáttmála, enda ætli flokkarnir að gera góða hluti fyrir land og þjóð. Ekki stendur til að senda út fundarboð fyrir flokksráð Vinstri grænna í dag en senda þarf út slíka boðun með tveggja daga fyrirvara. Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sögðu allir í gær að þau teldu að ekki væru margir dagar þar til þau gætu kallað stofnanir flokkana saman til að staðfesta eða hafna stjórnarsáttmála. Hægt er að boða fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Framsóknarflokksins saman með um sólarhrings fyrirvara, en lög Vinstri grænna gera ráð fyrir að minnst tveir sólarhringa þurfi til að boða saman flokksráð. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í gær að hún teldi ólíklegt að flokksráð kæmi saman á morgun fimmtudag eða á föstudag og ef flokksráð á að koma saman á laugardag þyrfti að boða fund þess á morgun. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar stendur ekki til að boða til fundar ráðsins í dag. „Það hefur verið ágætis gangur í þessu. Þetta eru þrír ólíkir flokkar. Við erum að nálgast í mjög stórum málum. Það tekur tíma. Sérstaklega vegna þess að ég held að í svona stjórnarsamstarfi, sem er auðvitað að mörgu leyti mjög óvenjulegt, þarf að vanda undirstöðurnar sérlega vel,“ segir Katrín. Formennirnir funduð til klukkan sjö í gærdag og halda viðræðum sínum áfram í dag. Katrín segist vinna að því að viðhlítandi niðurstaða fáist í þeim málum sem hennar hreyfing hafi helst barist fyrir eins og varðandi rammaáætlun um vernd og nýtingu landsvæða sem hefur verið bitbein milli VG og Sjálfstæðisflokksins undanfarin kjörtímabil. En í kvöldfréttum okkar í gær sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mikilvægt að sátt ríkti um þau mál. „Það er ekkert launungarmál að við höfum lagt mikla áherslu á til að mynda loftlagsmál og jafnréttismál í þessum samtölum og viðræðum. Og það eru mál þar sem hefur verið langt á milli sem við eigum eftir að lenda í einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín.Er þetta ennþá dálítið eins og póker eða eruð þið farin að sjá til lands í flestum málum? „Ég myndi alla vega ekki líkja þessu samtali við póker. Enda ekki mikil „pókerfeis“ sem eiga þátt að máli,“ segir Katrín. Bjarni sagði í gær að hann teldi engin ákveðin mál erfiðari en önnur. En nauðsynlegt væri fyrir þessa þrjá flokka að fara skipulega í gegnum helstu málefnasviðin. „Við höfum verið að ræða mál sem voru á dagskrá fyrir þessar kosningar. Við erum líka að horfa breiðar yfir sviðið og við erum með mikinn metnað í þessari vinnu. Þannig að við ætlum okkur að gera góða hluti fyrir land og þjóð og laða fram það besta í þessum aðstæðum,“ segir Bjarni. Nú þegar kosið hafi verið í tvígang á einu ári hafi það áhrif á samskipti allra þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi. „Þetta samtal er mótað af aðstæðum og við þurfum einfaldlega að leggja okkur fram við að láta tækifæri sem eru til staðar í þessu landi til framfara verða að veruleika. Til þess þurfa stjórnmálin að virka,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2017 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent