Farið að sjá fyrir endann á stjórnarmyndun Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2017 12:56 Það skýrist á næstu tveimur sólarhringum hvort ný ríkisstjórn getur tekið við um komandi helgi. Farið er að sjá fyrir endann á gerð stjórnarsáttmála en enn á eftir að útkljá nokkur stór mál. Formaður Framsóknarflokksins segir vinnuna ganga vel og það skýrist í dag eða á morgun hvenær stofnanir flokkanna verði kallaðar saman til að staðfesta stjórnarsáttmála. Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funduðu í Ráðherrabústaðnum í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að fundum verði framhaldið í dag. „Þetta gengur ágætlega. Við höfum verið að fara vel yfir þessi málefni og málefnasamning og skoða ólíka þætti. Meðal annars að hitta fólk úr samfélaginu. Gerum eitthvað af því í dag líka,“ segir Sigurður Ingi. En í dag munu formennirnir hitta fulltrúa eldri borgara og öryrkja. Vinnan gengið vel Vinnan við gerð málefnasamnings hefur gengið vel að sögn Sigurðar Inga og hafa þingflokkarnir komið meira að málum undanfarna daga og þingmenn fengið að sjá að minnsta kosti hluta af því sem formennirnir hafa samið um. „Við erum að fara yfir málin og fínstilla og ná saman um ákveðna þætti sem skipta máli. Þess vegna höfum við meðal annars verið að hitta aðila vinnumarkaðarins og slíka aðila. Þar sem að stór verkefni fram undan tengjast því sem þar er að gerast,“ segir Sigurður Ingi. Eftir að formennirnir hafa lagt blessun sína yfir stjórnarsáttmála verður hann kynntur og borinn upp í stofnunum flokkanna. Þá eru formennirnir einnig farnir að leggja línurnar varðandi fjárlög næsta árs. Búast má við að mest verði andstaðan við stjórn þessara flokka innan Vinstri grænna en viðræðurnar hafa tekið lengri tíma en formennirnir gerðu fyrst ráð fyrir. „Þetta er eins og við höfum verið að segja, annars vegar meiri vinna og mikilvægt að vanda sig þar sem það sem lengi á að standa sé vel undirbyggt.“En má segja að málefnasamningur sé á lokametrunum? „Já það má segja að við séum farin að sjá til enda í þeirri vinnu. Ég er bara frekar bjartsýnn á að við náum því núna á næstu dögum.“Gæti orðið til ný ríkisstjórn fyrir helgi? „Ég skal ekki segja hversu hratt það gengur. En það eru líka, eins og þú hefur nefnt, aðrir þætti sem sem þarf að skoða eins og fjárlög. Allt tekur þetta tíma að undirbúa,“ segir Sigurður Ingi. Það skýrist væntanlega eftir daginn í dag eða á morgun hvort ný stjórn getur tekið við um helgina, en þá þyrfti að boða stofnanir flokkanna til fundar á föstudag eða laugardag. Ný stjórn gæti því tekið við á sunnudag ef allt gengur upp, en þó sennilega ekki fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku, þar sem fólki er yfirleitt illa við að ný ríkisstjórn taki við völdum á mánudegi. Sigurður Ingi segir að sennilega komi Alþingi saman 4. eða 5. desember. Kosningar 2017 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Það skýrist á næstu tveimur sólarhringum hvort ný ríkisstjórn getur tekið við um komandi helgi. Farið er að sjá fyrir endann á gerð stjórnarsáttmála en enn á eftir að útkljá nokkur stór mál. Formaður Framsóknarflokksins segir vinnuna ganga vel og það skýrist í dag eða á morgun hvenær stofnanir flokkanna verði kallaðar saman til að staðfesta stjórnarsáttmála. Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funduðu í Ráðherrabústaðnum í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að fundum verði framhaldið í dag. „Þetta gengur ágætlega. Við höfum verið að fara vel yfir þessi málefni og málefnasamning og skoða ólíka þætti. Meðal annars að hitta fólk úr samfélaginu. Gerum eitthvað af því í dag líka,“ segir Sigurður Ingi. En í dag munu formennirnir hitta fulltrúa eldri borgara og öryrkja. Vinnan gengið vel Vinnan við gerð málefnasamnings hefur gengið vel að sögn Sigurðar Inga og hafa þingflokkarnir komið meira að málum undanfarna daga og þingmenn fengið að sjá að minnsta kosti hluta af því sem formennirnir hafa samið um. „Við erum að fara yfir málin og fínstilla og ná saman um ákveðna þætti sem skipta máli. Þess vegna höfum við meðal annars verið að hitta aðila vinnumarkaðarins og slíka aðila. Þar sem að stór verkefni fram undan tengjast því sem þar er að gerast,“ segir Sigurður Ingi. Eftir að formennirnir hafa lagt blessun sína yfir stjórnarsáttmála verður hann kynntur og borinn upp í stofnunum flokkanna. Þá eru formennirnir einnig farnir að leggja línurnar varðandi fjárlög næsta árs. Búast má við að mest verði andstaðan við stjórn þessara flokka innan Vinstri grænna en viðræðurnar hafa tekið lengri tíma en formennirnir gerðu fyrst ráð fyrir. „Þetta er eins og við höfum verið að segja, annars vegar meiri vinna og mikilvægt að vanda sig þar sem það sem lengi á að standa sé vel undirbyggt.“En má segja að málefnasamningur sé á lokametrunum? „Já það má segja að við séum farin að sjá til enda í þeirri vinnu. Ég er bara frekar bjartsýnn á að við náum því núna á næstu dögum.“Gæti orðið til ný ríkisstjórn fyrir helgi? „Ég skal ekki segja hversu hratt það gengur. En það eru líka, eins og þú hefur nefnt, aðrir þætti sem sem þarf að skoða eins og fjárlög. Allt tekur þetta tíma að undirbúa,“ segir Sigurður Ingi. Það skýrist væntanlega eftir daginn í dag eða á morgun hvort ný stjórn getur tekið við um helgina, en þá þyrfti að boða stofnanir flokkanna til fundar á föstudag eða laugardag. Ný stjórn gæti því tekið við á sunnudag ef allt gengur upp, en þó sennilega ekki fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku, þar sem fólki er yfirleitt illa við að ný ríkisstjórn taki við völdum á mánudegi. Sigurður Ingi segir að sennilega komi Alþingi saman 4. eða 5. desember.
Kosningar 2017 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira