Sjáðu myndirnar frá Miss Universe ævintýri Örnu Ýrar í Las Vegas Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 11:30 Arna Ýr Jónsdóttir er fulltrúi Íslands í Miss Universe 2017. Miss Universe Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir er nú stödd í Las Vegas þar sem hún keppir í Miss Universe fyrir hönd Íslands. Arna Ýr var krýnd Miss Universe Iceland þann 25. september síðastliðinn og er því fulltrúi okkar í Miss Universe en lokakeppnin fer fram núna á sunnudaginn, 26. Nóvember. Í vikunni hefur hún meðal annars farið í dómaraviðtöl og komið fram á sundfötum og í síðkjól fyrir framan dómnefndina. „Við erum 93 sem keppum um titilinn Miss Universe. Það er heilmikil samkeppni en góður andi í hópnum,“ sagði Arna Ýr um keppnina í samtali við Lífið. Arna Ýr vakti mikla athygli í fyrra þegar hún hætti keppni í Miss Grand International eftir að eigandi keppninnar setti út á holdarfar hennar. Lýsti hún því yfir í lok október í fyrra að hún myndi ekki taka þátt í slíkri keppni aftur. Þykir henni þessi keppni greinilega betri. „Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer eitt, tvö og þrjú æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Í kynningarmyndbandi fyrir keppnina segir Arna Ýr að jákvæð líkamsímynd sé henni mikilvæg. Framkvæmdarstjórar Miss Universe Iceland eru Jorge Esteban og Manuela Ósk Harðardóttir og þau eru stödd með Örnu Ýr í Las Vegas. „Hún er svo 1000% tilbúin í þetta,“ sagði Manuela á dögunum um undirbúning Örnu. Stúlkan sem hlýtur titilinn Miss Universe mun fá afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár og jafnframt fá laun þann tíma. Aðstandendur Miss Universe eru með heilmikla góðgerðarstarfsemi og verður eitt meginhlutverk stúlkunnar sem vinnur að vera sendiherra keppninnnar og sinna ýmsum góðgerðarstörfum víðsvegar um heiminn. Arna Ýr vakti mikla athygli í vikunni fyrir „þjóðbúning“ sinn sem hún sýndi á sérstökum viðburði í Las Vegas um síðustu helgi. „Í anda sterkra víkingakvenna er Ísland í þjóðbúningi sem búinn er til úr svörtum fjöðfum, gerviroði og með batteríknúna exi sem lýsist upp. Þessi víkingur er sláandi,“ sagði kynnirinn þegar Arna Ýr gekk á sviðið. Manuela Ósk hefur hvatt Íslendinga til þess að kjósa Örnu Ýr í netkosningu sem ræður því hver verður 16 stúlkan sem kemst í úrslitin. Gætu atkvæðin í vinsældarkosningunni því hjálpað Örnu Ýr í keppninni. Hægt er að kjósa HÉR á vefsíðu keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá myndir af Örnu Ýr sem hún hefur birt á Instagram síðu sinni og sem birst hafa á opinberri Instagram síðu hennar, Miss Universe Iceland. Miss Universe Iceland Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir er nú stödd í Las Vegas þar sem hún keppir í Miss Universe fyrir hönd Íslands. Arna Ýr var krýnd Miss Universe Iceland þann 25. september síðastliðinn og er því fulltrúi okkar í Miss Universe en lokakeppnin fer fram núna á sunnudaginn, 26. Nóvember. Í vikunni hefur hún meðal annars farið í dómaraviðtöl og komið fram á sundfötum og í síðkjól fyrir framan dómnefndina. „Við erum 93 sem keppum um titilinn Miss Universe. Það er heilmikil samkeppni en góður andi í hópnum,“ sagði Arna Ýr um keppnina í samtali við Lífið. Arna Ýr vakti mikla athygli í fyrra þegar hún hætti keppni í Miss Grand International eftir að eigandi keppninnar setti út á holdarfar hennar. Lýsti hún því yfir í lok október í fyrra að hún myndi ekki taka þátt í slíkri keppni aftur. Þykir henni þessi keppni greinilega betri. „Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer eitt, tvö og þrjú æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Í kynningarmyndbandi fyrir keppnina segir Arna Ýr að jákvæð líkamsímynd sé henni mikilvæg. Framkvæmdarstjórar Miss Universe Iceland eru Jorge Esteban og Manuela Ósk Harðardóttir og þau eru stödd með Örnu Ýr í Las Vegas. „Hún er svo 1000% tilbúin í þetta,“ sagði Manuela á dögunum um undirbúning Örnu. Stúlkan sem hlýtur titilinn Miss Universe mun fá afnot af lúxusíbúð í New York í heilt ár og jafnframt fá laun þann tíma. Aðstandendur Miss Universe eru með heilmikla góðgerðarstarfsemi og verður eitt meginhlutverk stúlkunnar sem vinnur að vera sendiherra keppninnnar og sinna ýmsum góðgerðarstörfum víðsvegar um heiminn. Arna Ýr vakti mikla athygli í vikunni fyrir „þjóðbúning“ sinn sem hún sýndi á sérstökum viðburði í Las Vegas um síðustu helgi. „Í anda sterkra víkingakvenna er Ísland í þjóðbúningi sem búinn er til úr svörtum fjöðfum, gerviroði og með batteríknúna exi sem lýsist upp. Þessi víkingur er sláandi,“ sagði kynnirinn þegar Arna Ýr gekk á sviðið. Manuela Ósk hefur hvatt Íslendinga til þess að kjósa Örnu Ýr í netkosningu sem ræður því hver verður 16 stúlkan sem kemst í úrslitin. Gætu atkvæðin í vinsældarkosningunni því hjálpað Örnu Ýr í keppninni. Hægt er að kjósa HÉR á vefsíðu keppninnar. Hér fyrir neðan má sjá myndir af Örnu Ýr sem hún hefur birt á Instagram síðu sinni og sem birst hafa á opinberri Instagram síðu hennar, Miss Universe Iceland.
Miss Universe Iceland Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira