Sjá til enda en ætluðu að vera komin lengra Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 11:03 Bjarni Benediktsson ræddi við fjölmiðla fyrir fund formannanna í morgun. Vísir/Ernir Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bjuggust við að vera komin lengra í stjórnarmyndunarviðræðum á þessum tíma en raunin er. Þau segja biðina útskýrast af því að þau vilji vanda til verka. Fundur þeirra Katrínar Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar hófst í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 9:30 í morgun. Þau segja að fundir með sérfræðingum í samfélaginu hafi reynst gagnlegir og að vonandi verði komin niðurstaða í viðræðurnar í næstu viku. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þau hafi ætlað sér að vera komin lengra í viðræðunum en að viðræðurnar taki sinn tíma. Hann vonar að botn komist í viðræðurnar um helgina eða í byrjun næstu viku. Hann segist bjartsýnn á að flokkunum þremur takist að mynda ríkisstjórn. Aðspurður hvort að einhver stór mál sem séu óútkljáð í viðræðunum segist Bjarni að svo sé ekki. „Ég get ekki sagt að það sé eitthvað eitt sem kemur upp í hugann en það eru auðvitað öll mál sem menn vilja setja í stjórnarsáttmála sem skipta máli þannig að við vonum bara að allir sýni því skilning að þetta þarf sinn tíma.“Eruð þið öll á sömu blaðsíðu? „Já, ágætlega. Það vita allir að flokkarnir hafa ólíkar áherslur en ég hef talað um það í meira en ár að það séu sérstakar aðstæður uppi núna. Við erum að upplifa lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslandssögunnar og við einfaldlega verðum að taka höndum saman á vettvangi stjórnmálanna til að nýta þær einstöku aðstæður til að byggja upp landið og ná árangri í átt að betri lífskjörum. Það má bara einfaldlega ekki gerast að órói á stjórnmálasviðinu verði til þess að tækifæri glatist hér í efnahagsmálum og fyrir landsmenn alla. það er til að ná utan um þessa stöðu sem við höfum sest hérna saman. Ég hef mikla trú á því að það geti skilað miklum árangri.“Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænnaVísir/ErnirFundirnir reynst gagnlegir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að formennirnir ætli að kalla fleiri sérfræðinga á sinn fund til að ræða mál sem liggja fyrir næstu ríkisstjórn. Þau hafa þegar fundað með fulltrúum úr atvinnulífinu og Landlækni. „Þeir hafa reynst mjög gagnlegir, því það liggur fyrir til að mynda varðandi vinnumarkaðinn að það er eitt stærsta verkefnið sem blasir við. Þannig að okkur fannst mikilvægt að hefja það samtal til að átta okkur á því hvort það sé möguleiki að skapa einhverja umgjörð um slíkt samtal fram á við,“ segir Katrín. „Við eigum eftir að hitta fleiri þannig að við erum að gefa okkur ákveðinn tíma til þess að vanda okkur. Þannig að þetta þarf bara að taka þann tíma sem það þarf.“Búist þið við því að klára þessar viðræður fyrir helgi? „Ja, við skulum nú bara sjá hvað gerist.“Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mætti fyrstur fundamanna í morgun.Vísir/ErnirEngin stór mál að trufla „Við sjáum alveg til enda og það eru engin stór mál sem eru að trufla en það skiptir máli að fara vel ofan í það sem þarf að gera,“ segir Sigurður ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. „Við erum líka að reyna að afla frekari gagna með því að hitta fólk.“ Hann segist ekki vita hvenær boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins til að bera fram stjórnarsáttmála til samþykktar. Hann segist þó vona að það skýrist í vikunni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fundur formanna í ráðherrabústaðnum hafinn Flokkarnir þrír hafa átt í formlegum viðræðum í viku. 20. nóvember 2017 09:57 Biðin skýrist af því að flokkarnir séu að vanda sig Katrín Jakobsdóttir segir flokkana nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti en fram að þessu. 19. nóvember 2017 18:42 Stjórnarsáttmálinn ekki tilbúinn fyrr en eftir helgi Formaður Framsóknarflokksins getur ekki kynnt inntak stjórnarsáttamála væntanlegrar ríkisstjórnar á haustfundi miðstjórnar flokksins sem fram fer í dag og á morgun. 17. nóvember 2017 12:00 Katrín um viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk: „Auðvitað er þetta áhætta en markmiðin eru skýr“ Greina forsetanum frá stöðu mála í viðræðunum á morgun. 17. nóvember 2017 20:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Formenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bjuggust við að vera komin lengra í stjórnarmyndunarviðræðum á þessum tíma en raunin er. Þau segja biðina útskýrast af því að þau vilji vanda til verka. Fundur þeirra Katrínar Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar hófst í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 9:30 í morgun. Þau segja að fundir með sérfræðingum í samfélaginu hafi reynst gagnlegir og að vonandi verði komin niðurstaða í viðræðurnar í næstu viku. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að þau hafi ætlað sér að vera komin lengra í viðræðunum en að viðræðurnar taki sinn tíma. Hann vonar að botn komist í viðræðurnar um helgina eða í byrjun næstu viku. Hann segist bjartsýnn á að flokkunum þremur takist að mynda ríkisstjórn. Aðspurður hvort að einhver stór mál sem séu óútkljáð í viðræðunum segist Bjarni að svo sé ekki. „Ég get ekki sagt að það sé eitthvað eitt sem kemur upp í hugann en það eru auðvitað öll mál sem menn vilja setja í stjórnarsáttmála sem skipta máli þannig að við vonum bara að allir sýni því skilning að þetta þarf sinn tíma.“Eruð þið öll á sömu blaðsíðu? „Já, ágætlega. Það vita allir að flokkarnir hafa ólíkar áherslur en ég hef talað um það í meira en ár að það séu sérstakar aðstæður uppi núna. Við erum að upplifa lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslandssögunnar og við einfaldlega verðum að taka höndum saman á vettvangi stjórnmálanna til að nýta þær einstöku aðstæður til að byggja upp landið og ná árangri í átt að betri lífskjörum. Það má bara einfaldlega ekki gerast að órói á stjórnmálasviðinu verði til þess að tækifæri glatist hér í efnahagsmálum og fyrir landsmenn alla. það er til að ná utan um þessa stöðu sem við höfum sest hérna saman. Ég hef mikla trú á því að það geti skilað miklum árangri.“Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænnaVísir/ErnirFundirnir reynst gagnlegir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að formennirnir ætli að kalla fleiri sérfræðinga á sinn fund til að ræða mál sem liggja fyrir næstu ríkisstjórn. Þau hafa þegar fundað með fulltrúum úr atvinnulífinu og Landlækni. „Þeir hafa reynst mjög gagnlegir, því það liggur fyrir til að mynda varðandi vinnumarkaðinn að það er eitt stærsta verkefnið sem blasir við. Þannig að okkur fannst mikilvægt að hefja það samtal til að átta okkur á því hvort það sé möguleiki að skapa einhverja umgjörð um slíkt samtal fram á við,“ segir Katrín. „Við eigum eftir að hitta fleiri þannig að við erum að gefa okkur ákveðinn tíma til þess að vanda okkur. Þannig að þetta þarf bara að taka þann tíma sem það þarf.“Búist þið við því að klára þessar viðræður fyrir helgi? „Ja, við skulum nú bara sjá hvað gerist.“Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mætti fyrstur fundamanna í morgun.Vísir/ErnirEngin stór mál að trufla „Við sjáum alveg til enda og það eru engin stór mál sem eru að trufla en það skiptir máli að fara vel ofan í það sem þarf að gera,“ segir Sigurður ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. „Við erum líka að reyna að afla frekari gagna með því að hitta fólk.“ Hann segist ekki vita hvenær boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins til að bera fram stjórnarsáttmála til samþykktar. Hann segist þó vona að það skýrist í vikunni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fundur formanna í ráðherrabústaðnum hafinn Flokkarnir þrír hafa átt í formlegum viðræðum í viku. 20. nóvember 2017 09:57 Biðin skýrist af því að flokkarnir séu að vanda sig Katrín Jakobsdóttir segir flokkana nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti en fram að þessu. 19. nóvember 2017 18:42 Stjórnarsáttmálinn ekki tilbúinn fyrr en eftir helgi Formaður Framsóknarflokksins getur ekki kynnt inntak stjórnarsáttamála væntanlegrar ríkisstjórnar á haustfundi miðstjórnar flokksins sem fram fer í dag og á morgun. 17. nóvember 2017 12:00 Katrín um viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk: „Auðvitað er þetta áhætta en markmiðin eru skýr“ Greina forsetanum frá stöðu mála í viðræðunum á morgun. 17. nóvember 2017 20:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Fundur formanna í ráðherrabústaðnum hafinn Flokkarnir þrír hafa átt í formlegum viðræðum í viku. 20. nóvember 2017 09:57
Biðin skýrist af því að flokkarnir séu að vanda sig Katrín Jakobsdóttir segir flokkana nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti en fram að þessu. 19. nóvember 2017 18:42
Stjórnarsáttmálinn ekki tilbúinn fyrr en eftir helgi Formaður Framsóknarflokksins getur ekki kynnt inntak stjórnarsáttamála væntanlegrar ríkisstjórnar á haustfundi miðstjórnar flokksins sem fram fer í dag og á morgun. 17. nóvember 2017 12:00
Katrín um viðræðurnar við Sjálfstæðisflokk: „Auðvitað er þetta áhætta en markmiðin eru skýr“ Greina forsetanum frá stöðu mála í viðræðunum á morgun. 17. nóvember 2017 20:00