Segir lægri skattheimtu og aukin útgjöld enda með ósköpum Ingvar Þór Björnsson skrifar 9. desember 2017 15:50 Oddný segist vera sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanum. vísir/Anton Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að óráð sé að lækka skatta og auka útgjöld ríkisins á toppi hagsveiflunnar. Þá segir hún að hún líti á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra hvað varðar innviðauppbyggingu. Oddný G. Harðardóttir var gestur Heimis Más Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Í sáttmálanum er bæði boðið upp á skattalækkanir og útgjaldaaukningu á toppi hagsveiflunnar. Þetta er ekki góð blanda. Það vitum við og það vita þau sem hafa samið þennan sáttmála. Við vitum að þessi blanda er eitruð og mun enda í auknum kostnaði síðar fyrir almenning,“ sagði Oddný. Þá telur hún síðustu ár hafa verið illa nýtt þegar kemur að innviðauppbyggingu. „Á síðustu fjórum árum hefðum við átt að byggja upp innviðina. Þá hefðum við ekki átt að lækka skatta á meðan við vorum á leiðinni upp í sveiflunni en það var hins vegar gert. Ég vil líta á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra í innviðauppbyggingu,“ segir hún og bætir við að við séum núna á þeim stað að við verðum að byggja upp innviði en nauðsynlegt sé að hafa hæfilega blöndu af innspýtingu og skattabreytingum.Sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanumOddný segist jafnframt vera sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanum. Segir hún að það skýrist svo betur í fjárlagafrumvarpinu hvað stjórnarflokkarnir ætli að gera. „Þetta er það sem maður óttaðist þegar saman í ríkisstjórn fara flokkar með svona ólíkar stefnur. Ef við eigum að sætta hægrimenn með lægri skattheimtu og sætta vinstrimenn með auknum útgjöldum erum við í vanda. Þetta gengur ekki saman og þetta mun enda með ósköpum,“ segir Oddný.Skynsamlegt að nýta núverandi stöðu í að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingarBirgir Ármannson segir að áfram verði haldið að greiða niður skuldir ríkisins. Jafnframt segir hann að verulega hafi verið bætt í á vettvangi hins opinbera á síðustu árum og að nauðsynlegt sé að halda áfram á þeirri braut. „Á síðastliðnum árum hefur á ýmsum sviðum hins opinbera verið bætt verulega í. Það er auðvitað áætlunin að gera það áfram. Við erum í þeirri stöðu að það eru mjög miklar tekjur að skila sér til ríkisins vegna umsvifa í hagkerfinu og það er skynsamlegt að nýta þá stöðu bæði til að halda áfram að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingar sem skila okkur ávinningi til lengri tíma,“ segir Birgir. „Það er ekki sjálfgefið að hagvöxtur verði jafn mikill og hann er búinn að vera. Allar spár gera ráð fyrir áframhaldandi hagvexti þrátt fyrir að hann verði minni en á síðustu 2-3 árum og það verður áfram vöxtur í ferðaþjónustunni þrátt fyrir að það hægi á honum. Við allar ákvarðanir á þessu sviði verða menn að vera varkárir og auðvitað er ekki hægt að birta áætlanir út frá bjartsýnustu spám.“ Sveitarstjórnarmál Víglínan Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að óráð sé að lækka skatta og auka útgjöld ríkisins á toppi hagsveiflunnar. Þá segir hún að hún líti á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra hvað varðar innviðauppbyggingu. Oddný G. Harðardóttir var gestur Heimis Más Pétursson í Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Í sáttmálanum er bæði boðið upp á skattalækkanir og útgjaldaaukningu á toppi hagsveiflunnar. Þetta er ekki góð blanda. Það vitum við og það vita þau sem hafa samið þennan sáttmála. Við vitum að þessi blanda er eitruð og mun enda í auknum kostnaði síðar fyrir almenning,“ sagði Oddný. Þá telur hún síðustu ár hafa verið illa nýtt þegar kemur að innviðauppbyggingu. „Á síðustu fjórum árum hefðum við átt að byggja upp innviðina. Þá hefðum við ekki átt að lækka skatta á meðan við vorum á leiðinni upp í sveiflunni en það var hins vegar gert. Ég vil líta á síðustu fjögur ár sem glötuð ár tækifæra í innviðauppbyggingu,“ segir hún og bætir við að við séum núna á þeim stað að við verðum að byggja upp innviði en nauðsynlegt sé að hafa hæfilega blöndu af innspýtingu og skattabreytingum.Sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanumOddný segist jafnframt vera sammála greiningu Samtaka atvinnulífsins á stjórnarsáttmálanum. Segir hún að það skýrist svo betur í fjárlagafrumvarpinu hvað stjórnarflokkarnir ætli að gera. „Þetta er það sem maður óttaðist þegar saman í ríkisstjórn fara flokkar með svona ólíkar stefnur. Ef við eigum að sætta hægrimenn með lægri skattheimtu og sætta vinstrimenn með auknum útgjöldum erum við í vanda. Þetta gengur ekki saman og þetta mun enda með ósköpum,“ segir Oddný.Skynsamlegt að nýta núverandi stöðu í að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingarBirgir Ármannson segir að áfram verði haldið að greiða niður skuldir ríkisins. Jafnframt segir hann að verulega hafi verið bætt í á vettvangi hins opinbera á síðustu árum og að nauðsynlegt sé að halda áfram á þeirri braut. „Á síðastliðnum árum hefur á ýmsum sviðum hins opinbera verið bætt verulega í. Það er auðvitað áætlunin að gera það áfram. Við erum í þeirri stöðu að það eru mjög miklar tekjur að skila sér til ríkisins vegna umsvifa í hagkerfinu og það er skynsamlegt að nýta þá stöðu bæði til að halda áfram að greiða niður skuldir og fara í fjárfestingar sem skila okkur ávinningi til lengri tíma,“ segir Birgir. „Það er ekki sjálfgefið að hagvöxtur verði jafn mikill og hann er búinn að vera. Allar spár gera ráð fyrir áframhaldandi hagvexti þrátt fyrir að hann verði minni en á síðustu 2-3 árum og það verður áfram vöxtur í ferðaþjónustunni þrátt fyrir að það hægi á honum. Við allar ákvarðanir á þessu sviði verða menn að vera varkárir og auðvitað er ekki hægt að birta áætlanir út frá bjartsýnustu spám.“
Sveitarstjórnarmál Víglínan Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira