Körfubolti

Keflvíkingar ekki lengi að redda landsliðskonu fyrir Emelíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Embla Kristínardóttir hefur spilað með íslenska landsliðinu undanfarin ár.
Embla Kristínardóttir hefur spilað með íslenska landsliðinu undanfarin ár. Vísir/Anton
Embla Kristínardóttir hefur gert samning við Keflavík og mun spila með Íslands- og bikarmeisturum það sem eftir lifir tímabilsins. Sverrir Þór Sverrisson staðfestir þetta í samtali við Víkurfréttir.

Embla hefur spilað með Grindavík síðustu ár en rifti samningi sínum á dögunum eftir ósætti á milli hennar og spilandi þjálfara Grindavíkurliðsins, Angelu Rodriguez.

Embla hefur verið í íslenska landsliðinu fram að nýjasta verkefni þess en hún hefur farið á kostum með Grindavík í 1. deildinni þar sem hún var með 21,3 stig, 12,4 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Hún var efst í stigum, stoðsendingum, stolnum boltum og framlagi í 1. deildinni auk þess að vera í 2. sæti í stoðsendingum.

Embla er uppalinn hjá Keflavík og er því komin aftur heim en lék síðast með liðnu 2014-15 tímabilið. Embla varð Íslandsmeistari með Keflavík vorið 2013.

Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir Keflavík sem missti landsliðskonuna Emelíu Ósk Gunnarsdóttur í vikunni. Emelía sleit krossband í leik á móti Skallagrími í Borgarnesi á miðvikudagskvöldið. Keflvíkingar voru því ekki lengi að redda annarri íslenskri landsliðskonu fyrir Emelíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×