Vegamálastjóri bíður spenntur eftir símhringingu frá ráðherra Baldur Guðmundsson skrifar 7. desember 2017 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við lyklunum að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. vísir/eyþór „Við eigum von á einhverri viðbót enda var fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í haust dapurt,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Ný ríkisstjórn tók við völdum fyrir viku. Boðað hefur verið að ráðast eigi í umfangsmikla uppbyggingu innviða og nýta til þess meðal annars fjármagn úr bönkunum. Samgöngu-, mennta- og heilbrigðismál eru þeir þrír þættir innviða sem forsvarsmenn nýrrar ríkisstjórnar hafa oftast nefnt í samhengi við uppbyggingu. Hreinn hefur ekki verið boðaður til fundar við nýjan ráðherra samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, en gera má ráð fyrir að fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar verði lagt fram á fimmtudaginn í næstu viku, þegar nýtt þing verður sett. Skammur tími er því til stefnu.Hreinn Haraldsson vegamálastjóriSpurður hvar mestrar uppbyggingar sé þörf segir Hreinn að fyrst og fremst beri hann væntingar til þess að ríkisstjórnin fjármagni þá samgönguáætlun sem síðasta ríkisstjórn vanrækti að tryggja fjármagn fyrir um síðustu áramót. Níu milljarða hafi vantað. „Stóru verkefnin eru stóru vegirnir í kring um höfuðborgarsvæðið; Reykjanesbraut, Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur. Þar þarf að aðskilja akstursstefnur og bæta við akreinum,“ segir hann. Hreinn segir að Alþingi sjálft ákveði í hvaða röð verði farið í þessar framkvæmdir og hvernig fjármagn til Vegagerðarinnar skiptist. Framlögin skiptist á milli nýframkvæmda, þar sem hæstu upphæðirnar séu undir, viðhaldsverkefna og þjónustu. Hreinn segir að sú fjárveiting sem Vegagerðin fékk til viðhaldsverkefna á þessu ári hafi nýst afar vel en þar þurfi áfram að vinna við uppsafnaðan vanda. Útlit er fyrir að umferðin um hringveginn aukist um meira en tíu prósent á þessu ári, frá því síðasta. Hreinn segir að víða í vegakerfinu sé þörf fyrir aukna vetrarþjónustu, auk þess sem malarvegir, sem vanræktir hafi verið um árabil, þurfi á viðhaldi að halda. Það séu vegir sem ferðamenn noti mikið. „Menn kalla eftir meiri þjónustu vegna slysa og fjölgunar ferðamanna. Við viljum gera meira þar,“ segir Hreinn. Spurður hvaða aðrar framkvæmdir hann telji brýnar nefnir Hreinn Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss, veginn um Gufudalssveit, Dynjandisheiði, Borgarfjarðarveg og Dettifossveg, þar sem einn og hálfan milljarð vantar upp á. Fleiri framkvæmdir séu brýnar. „Þetta eru allt verkefni sem voru komin á áætlun og hafa ekki fengið fjármögnun í ár. Ég vonast til að menn komi þessu af stað.“ Hreinn væntir þess að funda með Sigurði Inga á næstu dögum. „Það er greinilegt að einhverju á að bæta við. Ég bíð spenntur við símann,“ segir hann léttur í bragði en bætir þó við að Alþingi hafi endanlegt ákvörðunarvald í þessum efnum. „Við fögnum öllum viðbótarfjárveitingum.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Við eigum von á einhverri viðbót enda var fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í haust dapurt,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Ný ríkisstjórn tók við völdum fyrir viku. Boðað hefur verið að ráðast eigi í umfangsmikla uppbyggingu innviða og nýta til þess meðal annars fjármagn úr bönkunum. Samgöngu-, mennta- og heilbrigðismál eru þeir þrír þættir innviða sem forsvarsmenn nýrrar ríkisstjórnar hafa oftast nefnt í samhengi við uppbyggingu. Hreinn hefur ekki verið boðaður til fundar við nýjan ráðherra samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, en gera má ráð fyrir að fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar verði lagt fram á fimmtudaginn í næstu viku, þegar nýtt þing verður sett. Skammur tími er því til stefnu.Hreinn Haraldsson vegamálastjóriSpurður hvar mestrar uppbyggingar sé þörf segir Hreinn að fyrst og fremst beri hann væntingar til þess að ríkisstjórnin fjármagni þá samgönguáætlun sem síðasta ríkisstjórn vanrækti að tryggja fjármagn fyrir um síðustu áramót. Níu milljarða hafi vantað. „Stóru verkefnin eru stóru vegirnir í kring um höfuðborgarsvæðið; Reykjanesbraut, Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur. Þar þarf að aðskilja akstursstefnur og bæta við akreinum,“ segir hann. Hreinn segir að Alþingi sjálft ákveði í hvaða röð verði farið í þessar framkvæmdir og hvernig fjármagn til Vegagerðarinnar skiptist. Framlögin skiptist á milli nýframkvæmda, þar sem hæstu upphæðirnar séu undir, viðhaldsverkefna og þjónustu. Hreinn segir að sú fjárveiting sem Vegagerðin fékk til viðhaldsverkefna á þessu ári hafi nýst afar vel en þar þurfi áfram að vinna við uppsafnaðan vanda. Útlit er fyrir að umferðin um hringveginn aukist um meira en tíu prósent á þessu ári, frá því síðasta. Hreinn segir að víða í vegakerfinu sé þörf fyrir aukna vetrarþjónustu, auk þess sem malarvegir, sem vanræktir hafi verið um árabil, þurfi á viðhaldi að halda. Það séu vegir sem ferðamenn noti mikið. „Menn kalla eftir meiri þjónustu vegna slysa og fjölgunar ferðamanna. Við viljum gera meira þar,“ segir Hreinn. Spurður hvaða aðrar framkvæmdir hann telji brýnar nefnir Hreinn Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss, veginn um Gufudalssveit, Dynjandisheiði, Borgarfjarðarveg og Dettifossveg, þar sem einn og hálfan milljarð vantar upp á. Fleiri framkvæmdir séu brýnar. „Þetta eru allt verkefni sem voru komin á áætlun og hafa ekki fengið fjármögnun í ár. Ég vonast til að menn komi þessu af stað.“ Hreinn væntir þess að funda með Sigurði Inga á næstu dögum. „Það er greinilegt að einhverju á að bæta við. Ég bíð spenntur við símann,“ segir hann léttur í bragði en bætir þó við að Alþingi hafi endanlegt ákvörðunarvald í þessum efnum. „Við fögnum öllum viðbótarfjárveitingum.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira