Aukin harka á götunni: Fólk leiðist frekar út í kynlífsvinnu og glæpi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2017 20:00 Aukin harka hefur færst í lífið á götunni. Erfiðara er að bjarga sér um gististað og morfínskyld lyf hafa tvöfaldast í verði. Um fimm hundruð manns nota vímuefni í æð og til að bjarga sér um efni og húsaskjól hafa fleiri leiðst út í kynlífsvinnu, innbrot og aðra glæpi. Frú Ragnheiður er sendibíll sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins rekur, og keyrir um höfuðborgarsvæðið til að minnka skaða fólks sem neytir vímuefna í æð. Í þeim hópi eru 400-550 manns og í hverjum mánuði koma 120 í bílinn til að fá hreinar nálar og annan búnað til neyslu, heilbrigðisþjónustu, mat, vítamín og sálrænan stuðning. Markmiðið er skaðaminnkun. „Það hefur verið svo mikil fjölgun á þeim sem eru heimilislausir. Við finnum að fólk sem leitar til okkar er komið í erfiðari stöðu og eru frekar að sofa úti. Því þurftum við að bæta í okkar þjónustu og erum með svefnpoka og tjalddýnur, lopapeysur, föðurland og hlýjan fatnað, til að láta fólkið fá," segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Á síðastliðnu ári hefur fólk átt erfiðara með að bjarga sér um næturstað, til að mynda í ólöglegu húsnæði og hefur því heilsu þess hrakað. „Fólk er að sofa í bílakjöllurum, koma sér í hjólageymslur, þau eru heppin ef þau komast í stigaganga í hlýju, sumir eru í hústöku," segir Svala.Í bílnum eru til að mynda svefnpokar, hlý föt, næring og sprautunálar.vísir/ebgErfiðara að nálgast efnin Eftir að Landlæknir fór í átak með nýjum lyfjagagnagrunni hefur verið erfiðara að fá morfínskyld lyf og hafa þau tvöfaldast í verði. „Það er gríðarlega mikil vinna og fer mikil orka í að fá efnin. Það veldur því að það er meiri kynlífsvinna í gangi, innbrot, verið að stela og selja og það er miklu meiri sala í gangi hjá hópnum sjálfum því þau eru komin í þá stöðu að þetta er svakalegt hark.“ Svala segir hópinn sem notar vímuefni um æð mjög fjölbreyttan, sumir séu í vinnu og í húsnæði en flestir séu þó á götunni. Fólk er á aldrinum átján ára til sextugs, en flestir eru í kringum þrítugt. „Það er búið að vera rosalega mikið af dauðsföllum upp á síðkastið sem veldur okkur miklum áhyggjum. Það er bara þannig ef maður notar vímuefni um æð og er á milli tvítugs og þrítugs þá er maður þrjátíu sinnum líklegri til þess að deyja.“ Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Aukin harka hefur færst í lífið á götunni. Erfiðara er að bjarga sér um gististað og morfínskyld lyf hafa tvöfaldast í verði. Um fimm hundruð manns nota vímuefni í æð og til að bjarga sér um efni og húsaskjól hafa fleiri leiðst út í kynlífsvinnu, innbrot og aðra glæpi. Frú Ragnheiður er sendibíll sem Reykjavíkurdeild Rauða krossins rekur, og keyrir um höfuðborgarsvæðið til að minnka skaða fólks sem neytir vímuefna í æð. Í þeim hópi eru 400-550 manns og í hverjum mánuði koma 120 í bílinn til að fá hreinar nálar og annan búnað til neyslu, heilbrigðisþjónustu, mat, vítamín og sálrænan stuðning. Markmiðið er skaðaminnkun. „Það hefur verið svo mikil fjölgun á þeim sem eru heimilislausir. Við finnum að fólk sem leitar til okkar er komið í erfiðari stöðu og eru frekar að sofa úti. Því þurftum við að bæta í okkar þjónustu og erum með svefnpoka og tjalddýnur, lopapeysur, föðurland og hlýjan fatnað, til að láta fólkið fá," segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Á síðastliðnu ári hefur fólk átt erfiðara með að bjarga sér um næturstað, til að mynda í ólöglegu húsnæði og hefur því heilsu þess hrakað. „Fólk er að sofa í bílakjöllurum, koma sér í hjólageymslur, þau eru heppin ef þau komast í stigaganga í hlýju, sumir eru í hústöku," segir Svala.Í bílnum eru til að mynda svefnpokar, hlý föt, næring og sprautunálar.vísir/ebgErfiðara að nálgast efnin Eftir að Landlæknir fór í átak með nýjum lyfjagagnagrunni hefur verið erfiðara að fá morfínskyld lyf og hafa þau tvöfaldast í verði. „Það er gríðarlega mikil vinna og fer mikil orka í að fá efnin. Það veldur því að það er meiri kynlífsvinna í gangi, innbrot, verið að stela og selja og það er miklu meiri sala í gangi hjá hópnum sjálfum því þau eru komin í þá stöðu að þetta er svakalegt hark.“ Svala segir hópinn sem notar vímuefni um æð mjög fjölbreyttan, sumir séu í vinnu og í húsnæði en flestir séu þó á götunni. Fólk er á aldrinum átján ára til sextugs, en flestir eru í kringum þrítugt. „Það er búið að vera rosalega mikið af dauðsföllum upp á síðkastið sem veldur okkur miklum áhyggjum. Það er bara þannig ef maður notar vímuefni um æð og er á milli tvítugs og þrítugs þá er maður þrjátíu sinnum líklegri til þess að deyja.“
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira