Arnaldur þrífur toppsætið af Sólrúnu Diego Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2017 11:10 Fyrir viku var fullyrt að svarti hestur jólabókaflóðsins væri Sólrún Diego. Og það má til sanns vegar færa, en hún fær ekki að verma toppsætið ef Arnaldur fær að ráða. Gunnar Helgason vill einnig blanda sér í slaginn. Fyrir viku gerðust þau undur og stórmerki að samfélagsmiðlastórstjarnan Sólrún Diego var á toppi aðalbóksölulista með Heima. En, Sólrún var ekki lengi í Paradís. Konungur bóksölulistanna, Arnaldur Indriðason, ætlar ekki að gefa eftir krúnu sína átakalaust og hefur þrifið til sín toppsætið. Í öðru sæti er barnabókahöfundurinn Gunnar Helgason en Sólrún er í því þriðja.Mikael á miklu flugiAð sögn Bryndísar Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Fíbút, einkenna miklar hreyfingar bóksölulistana. „Mikael Torfason er aftur kominn í fyrsta sæti ævisagnalistans og mest selda bók ársins, samkvæmt uppsöfnuðum lista, Með lífið að veði eftir Yeomne Park, er komin í annað sæti,“ segir Bryndís. En við birtum nú í fyrsta skipti uppsafnaðan lista og gerum það áfram til jóla. Þetta má heita athyglisvert því Mikael, með sinni nýju tegund ævisögu, skýtur þarna Páli Valssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur ref fyrir rass. Jón Gnarr og Sigmundur Ernir Rúnarsson koma svo í humátt á eftir. Margar bækur bárust seint til landsins sem aftur hefur seinkað umfjöllunum og gagnrýni. Salan er hins vegar að komast á skrið, að sögn Bryndísar og mun væntanlega margfaldast á þessum vikum sem eftir eru fram að jólum.Skáldsögur í vanda„Ef undan eru skildar glæpasögur þá eru íslensk skáldverk lítið áberandi á meðal mest seldu bóka vikunnar. Aðeins Saga Ástu eftir Jón Kalman og Sakramentið eftir Ólaf Jóhann ná inn á topp 20 listann,“ segir Bryndís. Þetta var reyndar svipað í fyrra, þá var Kristín Marja sú eina sem átti íslenska skáldsögu á listanum en þá voru hins vegar ævisögur eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur, Vigdísi Grímsdóttur og Steinunni Sigurðardóttur orðnar mjög áberandi á listanum. „Nú sjáum við hins vegar aðeins Syndafall Mikaels Torfasonar inni á topplistanum. Það segir mér nú eiginlega bara að kaupendur séu eitthvað aðeins seinni á ferðinni en í fyrra. En ég er viss um að salan er að rjúka í gang nú um helgina enda vissara að tryggja sér íslenskar bækur í tíma því ekki er ólíklegt að vinsælustu titlarnir klárist einfaldlega fyrir jól. Nú er nefnilega ekki lengur hægt að rjúka í endurprentanir á því sem skyndilega verður vinsælt, nokkrum dögum fyrir jól.“Kiljur og innbundnarEn, sé litið til hins uppsafnaða bóksölulista þá segir Bryndís ef til vill gaman að geta þess að „mest selda bókin, Með lífið að veði, var gefin út í kilju fyrr á árinu, en hún er nú einnig fáanleg innbundin. Það er öfug röð á útgáfuformum miðað við það sem helst þekkist en kemur til af því að þjóðin virðist enn ekki hafa þróað smekk fyrir því að gefa kiljur í jólagjöf,“ segir Bryndís. Aðrir nýir titlar sem einnig eru fáanlegir bæði í kilju og innbundnir eru Saga þernunnar eftir Margaret Atwood og Áfram líður tíminn eftir Marry Higgins Clark. En, svona eru listarnir þessa vikuna: Topplistinn - söluhæstu titlar BóksölulistansMyrkrið veit - Arnaldur IndriðasonAmma best - Gunnar HelgasonHeima - Sólrún DiegoGatið - Yrsa SigurðardóttirÚtkall, Reiðarslag í Eyjum - Óttar SveinssonÞitt eigið ævintýri - Ævar Þór BenediktssonSönglögin okkar - Ýmsir / Jón ÓlafssonMistur - Ragnar JónassonJól með Láru - Birgitta HaukdalSaga Ástu - Jón Kalman StefánssonSyndafallið - Mikael TorfasonJólalitabókin - BókafélagiðSakramentið - Ólafur Jóhann ÓlafssonHenri hittir í mark - Þorgrímur ÞráinssonSkuggarnir - Stefán MániGagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak JónssonJólasyrpa 2017 - Walt DisneyFlóttinn hans afa - David WalliamsVögguvísurnar okkar - Ýmsir / Jón ÓlafssonSkrifum stafina - Jessica Greenwell Íslensk skáldverkMyrkrið veit - Arnaldur IndriðasonGatið - Yrsa SigurðardóttirMistur - Ragnar JónassonSaga Ástu - Jón Kalman StefánssonSakramentið - Ólafur Jóhann ÓlafssonSkuggarnir - Stefán MániBlóðug jörð - Vilborg DavíðsdóttirEkki vera sár - Kristín SteinsdóttirÖrninn og fálkinn - Valur GunnarssonPassamyndir - Einar Már Guðmundsson Þýdd skáldverkSonurinn - Jo NesbøÁfram líður tíminn (innbundin) - Marry Higgins ClarkNornin - Camilla LäckbergSaga þernunnar - Margaret AtwoodNorrænar goðsagnir - Neil GaimanKanínufangarinn - Lars KeplerÞrjár mínútur - Roslund & HellstömÁfram líður tíminn (kilja) - Marry Higgins ClarkSögur frá Rússlandi - ÝmsirLitla bókabúðin í hálöndunum - Jenny Colgan Ljóð & leikritGamanvísnabókin - Ragnar Ingi Aðalsteinsson tók samanHeilaskurðaðgerðin - Dagur HjartarsonHreistur - Bubbi MorthensHin svarta útsending - Kött Grá PjeLjóðasafn Tómasar Guðmundssonar - Tómas GuðmundssonÉg skal kveða um eina þig - Páll ÓlafssonSóley sólufegri - Jóhannes úr KötlumFiskur af himni - Hallgrímur HelgasonÁstarljóð Davíðs Stefánssonar - Guðmundur Andri Thorsson tók samanBirtan yfir ánni - Ýmsir höfundar / Gyrðir Elíasson þýddi Barnabækur - skáldverkAmma best - Gunnar HelgasonÞitt eigið ævintýri - Ævar Þór BenediktssonSönglögin okkar - Ýmsir / Jón ÓlafssonJól með Láru - Birgitta HaukdalHenri hittir í mark - Þorgrímur ÞráinssonJólasyrpa 2017 - Walt DisneyFlóttinn hans afa - David WalliamsVögguvísurnar okkar - Ýmsir / Jón ÓlafssonJólakötturinn tekinn í gegn - Brian PilkingtonBieber og Botnrassa - Haraldur F. Gíslason Barnafræði- og handbækurJólalitabókin - BókafélagiðGagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak JónssonSkrifum stafina - Jessica GreenwellSettu saman mannslíkamann - Richard WalkerGóðar gátur - Guðjón Ingi EiríkssonKvöldsögur fyrir uppreisnagjarnar stelpur - Elena Favilli / Francesca CavalloFótboltaspurningar 2017 - Guðjón Ingi EiríkssonSkafmyndalist - SetbergFyrstu orðin (púslbók) – Unga ástin mínSpurningabókin 2017 - Guðjón Ingi Eiríksson UngmennabækurEr ekki allt í lagi með þig? - Elísa JóhannsdóttirHvísl hrafnanna - Malene SølvstenGaldra Dísa - Gunnar Theodór EggertssonVertu ósýnilegur - Kristín Helga GunnarsdóttirNei, nú ert'að spauga, Kolfinna - Hrönn Reynisdóttir172 tímar á tunglinu - Johan HarstadHarry Potter og bölvun barnsins - J. K. RowlingKoparborgin - Ragnhildur HólmgeirsdóttirSölvasaga unglings - Arnar Már ArngrímssonKorku saga - Vilborg Davíðsdóttir Fræði og almennt efni - að undanskildum matreiðslu- og handavinnubókumHeima - Sólrún DiegoÚtkall, Reiðarslag í Eyjum - Óttar SveinssonTil orrustu frá Íslandi - Illugi JökulssonHérasprettir - Baldur Grétarsson og Ragnar Ingi AðalsteinssonMamma : Hlý hugrenning fyrir hvern dag ársins - Pam BrownHíf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum - Guðjón Ingi EiríkssonHönnun : Leiðsögn í máli og myndum - ÝmsirGleðilegt hár - Íris SveinsdóttirVargöld á Vígaslóð - Magnús Þór HafsteinssonÞrautgóðir á raunastund - Steinar J. Lúðvíksson ÆvisögurSyndafallið - Mikael TorfasonMeð lífið að veði (innbundin) - Yeomne ParkMinn tími - saga Jóhönnu Sigurðardóttur - Páll ValssonRúna - Örlagasaga - Sigmundur Ernir RúnarssonÞúsund kossar - Jóga - Jón GnarrKonan í dalnum og dæturnar sjö - Guðmundur G. HagalínGunnar Birgisson - Orri Páll OrmarssonEkki gleyma mér - Kristín JóhannsdóttirElly – ævisaga - Margrét BlöndalÉg er Malala - Malala Yousafazai Matreiðslu- og handverksbækurPottur, panna og Nanna - Nanna RögnvaldardóttirStóra bókin um sous vide - Viktor Örn AndréssonJólaprjón - Guðrún S. MagnúsdóttirGulur, rauður grænn & salt - Berglind GuðmundsdóttirMatarást - Nanna RögnvaldardóttirHeklaðar tuskur - C. S. Rasmussen / S. GrangaardPrjónaðar tuskur - Helle Benedikte NeigaardStóra smákökubókin - Fanney Rut ElínardóttirKanntu brauð að baka? - Svanur KristjánssonTöfraskógurinn - Johanna Basford Uppsafnaður listi frá áramótum - Söluhæstu bækurnar frá 1. janúarMeð lífið að veði (kilja) - Yeomne ParkMyrkrið veit - Arnaldur IndriðasonLöggan - Jo NesbøNornin - Camilla LäckbergAmma best - Gunnar HelgasonHeima - Sólrún DiegoÁtta vikna blóðsykurkúrinn - Dr. Michael MosleyGatið - Yrsa SigurðardóttirGagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak JónssonÞitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson Tengdar fréttir Sólrún Diego er svarti hestur jólabókavertíðarinnar Samfélagsmiðlastjarnan trónir á toppi bóksölulistans. 29. nóvember 2017 10:57 Fyrsti bóksölulisti ársins: Arnaldur, Ragnar og Jón Kalman á toppnum Mikill meirihluti bóksölu á Íslandi fer fram í desember. Spennugstigið er hátt. 22. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Fyrir viku gerðust þau undur og stórmerki að samfélagsmiðlastórstjarnan Sólrún Diego var á toppi aðalbóksölulista með Heima. En, Sólrún var ekki lengi í Paradís. Konungur bóksölulistanna, Arnaldur Indriðason, ætlar ekki að gefa eftir krúnu sína átakalaust og hefur þrifið til sín toppsætið. Í öðru sæti er barnabókahöfundurinn Gunnar Helgason en Sólrún er í því þriðja.Mikael á miklu flugiAð sögn Bryndísar Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Fíbút, einkenna miklar hreyfingar bóksölulistana. „Mikael Torfason er aftur kominn í fyrsta sæti ævisagnalistans og mest selda bók ársins, samkvæmt uppsöfnuðum lista, Með lífið að veði eftir Yeomne Park, er komin í annað sæti,“ segir Bryndís. En við birtum nú í fyrsta skipti uppsafnaðan lista og gerum það áfram til jóla. Þetta má heita athyglisvert því Mikael, með sinni nýju tegund ævisögu, skýtur þarna Páli Valssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur ref fyrir rass. Jón Gnarr og Sigmundur Ernir Rúnarsson koma svo í humátt á eftir. Margar bækur bárust seint til landsins sem aftur hefur seinkað umfjöllunum og gagnrýni. Salan er hins vegar að komast á skrið, að sögn Bryndísar og mun væntanlega margfaldast á þessum vikum sem eftir eru fram að jólum.Skáldsögur í vanda„Ef undan eru skildar glæpasögur þá eru íslensk skáldverk lítið áberandi á meðal mest seldu bóka vikunnar. Aðeins Saga Ástu eftir Jón Kalman og Sakramentið eftir Ólaf Jóhann ná inn á topp 20 listann,“ segir Bryndís. Þetta var reyndar svipað í fyrra, þá var Kristín Marja sú eina sem átti íslenska skáldsögu á listanum en þá voru hins vegar ævisögur eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur, Vigdísi Grímsdóttur og Steinunni Sigurðardóttur orðnar mjög áberandi á listanum. „Nú sjáum við hins vegar aðeins Syndafall Mikaels Torfasonar inni á topplistanum. Það segir mér nú eiginlega bara að kaupendur séu eitthvað aðeins seinni á ferðinni en í fyrra. En ég er viss um að salan er að rjúka í gang nú um helgina enda vissara að tryggja sér íslenskar bækur í tíma því ekki er ólíklegt að vinsælustu titlarnir klárist einfaldlega fyrir jól. Nú er nefnilega ekki lengur hægt að rjúka í endurprentanir á því sem skyndilega verður vinsælt, nokkrum dögum fyrir jól.“Kiljur og innbundnarEn, sé litið til hins uppsafnaða bóksölulista þá segir Bryndís ef til vill gaman að geta þess að „mest selda bókin, Með lífið að veði, var gefin út í kilju fyrr á árinu, en hún er nú einnig fáanleg innbundin. Það er öfug röð á útgáfuformum miðað við það sem helst þekkist en kemur til af því að þjóðin virðist enn ekki hafa þróað smekk fyrir því að gefa kiljur í jólagjöf,“ segir Bryndís. Aðrir nýir titlar sem einnig eru fáanlegir bæði í kilju og innbundnir eru Saga þernunnar eftir Margaret Atwood og Áfram líður tíminn eftir Marry Higgins Clark. En, svona eru listarnir þessa vikuna: Topplistinn - söluhæstu titlar BóksölulistansMyrkrið veit - Arnaldur IndriðasonAmma best - Gunnar HelgasonHeima - Sólrún DiegoGatið - Yrsa SigurðardóttirÚtkall, Reiðarslag í Eyjum - Óttar SveinssonÞitt eigið ævintýri - Ævar Þór BenediktssonSönglögin okkar - Ýmsir / Jón ÓlafssonMistur - Ragnar JónassonJól með Láru - Birgitta HaukdalSaga Ástu - Jón Kalman StefánssonSyndafallið - Mikael TorfasonJólalitabókin - BókafélagiðSakramentið - Ólafur Jóhann ÓlafssonHenri hittir í mark - Þorgrímur ÞráinssonSkuggarnir - Stefán MániGagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak JónssonJólasyrpa 2017 - Walt DisneyFlóttinn hans afa - David WalliamsVögguvísurnar okkar - Ýmsir / Jón ÓlafssonSkrifum stafina - Jessica Greenwell Íslensk skáldverkMyrkrið veit - Arnaldur IndriðasonGatið - Yrsa SigurðardóttirMistur - Ragnar JónassonSaga Ástu - Jón Kalman StefánssonSakramentið - Ólafur Jóhann ÓlafssonSkuggarnir - Stefán MániBlóðug jörð - Vilborg DavíðsdóttirEkki vera sár - Kristín SteinsdóttirÖrninn og fálkinn - Valur GunnarssonPassamyndir - Einar Már Guðmundsson Þýdd skáldverkSonurinn - Jo NesbøÁfram líður tíminn (innbundin) - Marry Higgins ClarkNornin - Camilla LäckbergSaga þernunnar - Margaret AtwoodNorrænar goðsagnir - Neil GaimanKanínufangarinn - Lars KeplerÞrjár mínútur - Roslund & HellstömÁfram líður tíminn (kilja) - Marry Higgins ClarkSögur frá Rússlandi - ÝmsirLitla bókabúðin í hálöndunum - Jenny Colgan Ljóð & leikritGamanvísnabókin - Ragnar Ingi Aðalsteinsson tók samanHeilaskurðaðgerðin - Dagur HjartarsonHreistur - Bubbi MorthensHin svarta útsending - Kött Grá PjeLjóðasafn Tómasar Guðmundssonar - Tómas GuðmundssonÉg skal kveða um eina þig - Páll ÓlafssonSóley sólufegri - Jóhannes úr KötlumFiskur af himni - Hallgrímur HelgasonÁstarljóð Davíðs Stefánssonar - Guðmundur Andri Thorsson tók samanBirtan yfir ánni - Ýmsir höfundar / Gyrðir Elíasson þýddi Barnabækur - skáldverkAmma best - Gunnar HelgasonÞitt eigið ævintýri - Ævar Þór BenediktssonSönglögin okkar - Ýmsir / Jón ÓlafssonJól með Láru - Birgitta HaukdalHenri hittir í mark - Þorgrímur ÞráinssonJólasyrpa 2017 - Walt DisneyFlóttinn hans afa - David WalliamsVögguvísurnar okkar - Ýmsir / Jón ÓlafssonJólakötturinn tekinn í gegn - Brian PilkingtonBieber og Botnrassa - Haraldur F. Gíslason Barnafræði- og handbækurJólalitabókin - BókafélagiðGagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak JónssonSkrifum stafina - Jessica GreenwellSettu saman mannslíkamann - Richard WalkerGóðar gátur - Guðjón Ingi EiríkssonKvöldsögur fyrir uppreisnagjarnar stelpur - Elena Favilli / Francesca CavalloFótboltaspurningar 2017 - Guðjón Ingi EiríkssonSkafmyndalist - SetbergFyrstu orðin (púslbók) – Unga ástin mínSpurningabókin 2017 - Guðjón Ingi Eiríksson UngmennabækurEr ekki allt í lagi með þig? - Elísa JóhannsdóttirHvísl hrafnanna - Malene SølvstenGaldra Dísa - Gunnar Theodór EggertssonVertu ósýnilegur - Kristín Helga GunnarsdóttirNei, nú ert'að spauga, Kolfinna - Hrönn Reynisdóttir172 tímar á tunglinu - Johan HarstadHarry Potter og bölvun barnsins - J. K. RowlingKoparborgin - Ragnhildur HólmgeirsdóttirSölvasaga unglings - Arnar Már ArngrímssonKorku saga - Vilborg Davíðsdóttir Fræði og almennt efni - að undanskildum matreiðslu- og handavinnubókumHeima - Sólrún DiegoÚtkall, Reiðarslag í Eyjum - Óttar SveinssonTil orrustu frá Íslandi - Illugi JökulssonHérasprettir - Baldur Grétarsson og Ragnar Ingi AðalsteinssonMamma : Hlý hugrenning fyrir hvern dag ársins - Pam BrownHíf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum - Guðjón Ingi EiríkssonHönnun : Leiðsögn í máli og myndum - ÝmsirGleðilegt hár - Íris SveinsdóttirVargöld á Vígaslóð - Magnús Þór HafsteinssonÞrautgóðir á raunastund - Steinar J. Lúðvíksson ÆvisögurSyndafallið - Mikael TorfasonMeð lífið að veði (innbundin) - Yeomne ParkMinn tími - saga Jóhönnu Sigurðardóttur - Páll ValssonRúna - Örlagasaga - Sigmundur Ernir RúnarssonÞúsund kossar - Jóga - Jón GnarrKonan í dalnum og dæturnar sjö - Guðmundur G. HagalínGunnar Birgisson - Orri Páll OrmarssonEkki gleyma mér - Kristín JóhannsdóttirElly – ævisaga - Margrét BlöndalÉg er Malala - Malala Yousafazai Matreiðslu- og handverksbækurPottur, panna og Nanna - Nanna RögnvaldardóttirStóra bókin um sous vide - Viktor Örn AndréssonJólaprjón - Guðrún S. MagnúsdóttirGulur, rauður grænn & salt - Berglind GuðmundsdóttirMatarást - Nanna RögnvaldardóttirHeklaðar tuskur - C. S. Rasmussen / S. GrangaardPrjónaðar tuskur - Helle Benedikte NeigaardStóra smákökubókin - Fanney Rut ElínardóttirKanntu brauð að baka? - Svanur KristjánssonTöfraskógurinn - Johanna Basford Uppsafnaður listi frá áramótum - Söluhæstu bækurnar frá 1. janúarMeð lífið að veði (kilja) - Yeomne ParkMyrkrið veit - Arnaldur IndriðasonLöggan - Jo NesbøNornin - Camilla LäckbergAmma best - Gunnar HelgasonHeima - Sólrún DiegoÁtta vikna blóðsykurkúrinn - Dr. Michael MosleyGatið - Yrsa SigurðardóttirGagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak JónssonÞitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson
Tengdar fréttir Sólrún Diego er svarti hestur jólabókavertíðarinnar Samfélagsmiðlastjarnan trónir á toppi bóksölulistans. 29. nóvember 2017 10:57 Fyrsti bóksölulisti ársins: Arnaldur, Ragnar og Jón Kalman á toppnum Mikill meirihluti bóksölu á Íslandi fer fram í desember. Spennugstigið er hátt. 22. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Sólrún Diego er svarti hestur jólabókavertíðarinnar Samfélagsmiðlastjarnan trónir á toppi bóksölulistans. 29. nóvember 2017 10:57
Fyrsti bóksölulisti ársins: Arnaldur, Ragnar og Jón Kalman á toppnum Mikill meirihluti bóksölu á Íslandi fer fram í desember. Spennugstigið er hátt. 22. nóvember 2017 11:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“