Ford íhugar að hætta sölu bíla víða í S-Ameríku Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 09:41 Einn af útsölustöðum Ford í S-Ameríku. Þrettán síðustu ársfjórðunga hefur verið tap af sölu bíla Ford í S-Ameríku. Þessari staðreynd finnst ráðamönnum Ford í Detroit erfitt að kyngja og íhuga fyrir vikið að draga bíla sína af markaði í þeim löndum álfunnar sem verst gengur. Ekki er víst að Ford muni draga sig af þessum svæðum nema tímabundið, eða uns efnahagsástand þar lagast. Það gæti verið ansi stór biti fyrir Ford að draga sig alfarið af markaði í álfunni, en slæmt stjórnmálalegt og efnahagslegt ástand víða í löndum S-Ameríku gerir starfsemi Ford þar víða lítt áhugaverða og engu fyrirtæki finnst eðlilegt að horfa uppá svo viðvarandi taprekstur sem þar fer fram. Á fyrstu 9 mánuðum ársins hefur Ford tapað 61 milljarði króna á starfseminni í S-Ameríku og tapið var enn meira í fyrra á sama tíma. General Motors hætti allri sölu bíla sinna í Venezuela á þessu ári. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent
Þrettán síðustu ársfjórðunga hefur verið tap af sölu bíla Ford í S-Ameríku. Þessari staðreynd finnst ráðamönnum Ford í Detroit erfitt að kyngja og íhuga fyrir vikið að draga bíla sína af markaði í þeim löndum álfunnar sem verst gengur. Ekki er víst að Ford muni draga sig af þessum svæðum nema tímabundið, eða uns efnahagsástand þar lagast. Það gæti verið ansi stór biti fyrir Ford að draga sig alfarið af markaði í álfunni, en slæmt stjórnmálalegt og efnahagslegt ástand víða í löndum S-Ameríku gerir starfsemi Ford þar víða lítt áhugaverða og engu fyrirtæki finnst eðlilegt að horfa uppá svo viðvarandi taprekstur sem þar fer fram. Á fyrstu 9 mánuðum ársins hefur Ford tapað 61 milljarði króna á starfseminni í S-Ameríku og tapið var enn meira í fyrra á sama tíma. General Motors hætti allri sölu bíla sinna í Venezuela á þessu ári.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent