Félagsráðgjafar fá meiri tíma með hverju barni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2017 23:34 Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir algjört úrræðaleysi hafa ríkt vegna barna með fjölþættan vanda en bærinn tekur upp nýja aðferð til að taka á málum þessa hóps. Félagsráðgjafar fá meiri tíma með hverju barni og starfsmenn verða ráðnir til að halda sérstaklega utan um samstarf fagaðila. Af sex þúsund börnum í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar eru tíu til fimmtán prósent með einhvers konar greiningu eða sérþarfir, eða sex til níu hundruð börn. Bærinn hefur ákveðið að taka upp nýtt verklag til að sinna þessum börnum. „Það verður að viðurkennast að hjá sveitarfélögum, og Hafnarfjörður er ekki undantekning frá því, hefur ríkt úrræðaleysi vegna nemenda sem eru með fjölþættan vanda,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Í gær kynntu danskir sérfræðingar aðferðina sem hefur reynst vel í Danmörku og snýst um snemmtæka íhlutun og öflugra samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og fjölskyldunnar. „Og félagsráðgjafar okkar hafa meiri tíma til að tala við skólana, frístundaheimili og aðra dagvistun. Við höfum fækkað málunum þannig að félagsráðgjafarnir hafa færri mál og meiri tíma til að eiga samvinnu við skólana og svo framvegis,“ segir Stinne Hojer Matiasen verkefnastjóri hjá Herning kommune. Þrír starfsmenn verða ráðnir sérstaklega til að halda utan um samstarf fagaðila. „Þannig að nú fara allir þessir aðilar að vinna saman að því að leysa verkefnið sem að hefur ekki verið leyst hingað til,“ segir Haraldur. Í Danmörku hefur árangurinn verið slíkur að mun færri börn eru vistuð á stofnunum og vandi í æsku hefur ekki eins alvarlegar afleiðingar á framtíð barnanna. Haraldur bendir á að úrræðaleysið hér á landi áhrifi einnig fjölskyldur barnanna og samnemendur. „Ég held að þetta sé meira vegna þess að við höfum verið úrræðalaus heldur en að það sé ekki hægt að takast á við þetta og ég er bjartsýnn á að okkur muni takast það núna.“ Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir algjört úrræðaleysi hafa ríkt vegna barna með fjölþættan vanda en bærinn tekur upp nýja aðferð til að taka á málum þessa hóps. Félagsráðgjafar fá meiri tíma með hverju barni og starfsmenn verða ráðnir til að halda sérstaklega utan um samstarf fagaðila. Af sex þúsund börnum í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar eru tíu til fimmtán prósent með einhvers konar greiningu eða sérþarfir, eða sex til níu hundruð börn. Bærinn hefur ákveðið að taka upp nýtt verklag til að sinna þessum börnum. „Það verður að viðurkennast að hjá sveitarfélögum, og Hafnarfjörður er ekki undantekning frá því, hefur ríkt úrræðaleysi vegna nemenda sem eru með fjölþættan vanda,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Í gær kynntu danskir sérfræðingar aðferðina sem hefur reynst vel í Danmörku og snýst um snemmtæka íhlutun og öflugra samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og fjölskyldunnar. „Og félagsráðgjafar okkar hafa meiri tíma til að tala við skólana, frístundaheimili og aðra dagvistun. Við höfum fækkað málunum þannig að félagsráðgjafarnir hafa færri mál og meiri tíma til að eiga samvinnu við skólana og svo framvegis,“ segir Stinne Hojer Matiasen verkefnastjóri hjá Herning kommune. Þrír starfsmenn verða ráðnir sérstaklega til að halda utan um samstarf fagaðila. „Þannig að nú fara allir þessir aðilar að vinna saman að því að leysa verkefnið sem að hefur ekki verið leyst hingað til,“ segir Haraldur. Í Danmörku hefur árangurinn verið slíkur að mun færri börn eru vistuð á stofnunum og vandi í æsku hefur ekki eins alvarlegar afleiðingar á framtíð barnanna. Haraldur bendir á að úrræðaleysið hér á landi áhrifi einnig fjölskyldur barnanna og samnemendur. „Ég held að þetta sé meira vegna þess að við höfum verið úrræðalaus heldur en að það sé ekki hægt að takast á við þetta og ég er bjartsýnn á að okkur muni takast það núna.“
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent