Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. desember 2017 07:00 Björn Ingi segir um brjálaðan hefndarleiðangur að ræða. Vísir/Valli „Þetta er bara brjálaður hefndarleiðangur,“ segir Björn Ingi Hrafnsson um kæru til héraðssaksóknara á hendur honum og Arnari Ægissyni. Það er nýkjörin stjórn Pressunnar ehf. sem hefur kært fyrrverandi stjórnarformann og framkvæmdastjóra Pressunnar fyrir fjárdrátt og margvísleg skattalaga- og bókhaldsbrot. „Þeir ætluðu að setja þetta í þrot en hirða titlana og láta allt falla á ríkið en við sýndum þeim þá óvirðingu að selja til að borga skuldirnar. Ég fékk ekkert út úr því sjálfur, þetta var bara eina leiðin til að borga skuldirnar,“ segir Björn Ingi, inntur eftir því fyrir hvað menn séu að hefna sín. Hann segir þá munu svara þessum ásökunum enda hafi ný stjórn haft í frammi mjög alvarlegar ásakanir án þess að afla sér upplýsinga fyrst. Í kærunni er farið fram á að héraðssaksóknari og eftir atvikum skattrannsóknarstjóri rannsaki efnisatriði kærunnar. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir að kæra hafi borist embættinu nýverið vegna Pressunnar ehf. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vildi hvorki staðfesta að málefni Pressunnar væru til rannsóknar hjá embættinu né tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga Hrafnssonar, segir málið vera fjölmiðlasýningu. „Hann er ekki til í að upplýsa okkur um í hverju sakargiftir eiga að felast, hvorki mig né mína umbjóðendur; við erum margsinnis búnir að bjóða þeim upp á að funda með honum til að útskýra ef það er eitthvað sem stendur út af,“ segir Sveinn Andri um Ómar R. Valdimarsson, nýjan stjórnarformann Pressunnar ehf. og bætir við: „Hann veit sem er, að það verður ekkert úr þessu máli, þetta er bara fjölmiðlasýning.“ Sveinn Andri segir að skynsamlegra hefði verið að afla upplýsinga um kæruefnin áður en kæran var lögð fram. „Þau kæruatriði sem umbjóðendur mínir hafa heyrt út undan sér að athugasemdir séu gerðar við, eiga sér öll eðlilegar skýringar. Björn Ingi hefur lánað félaginu mikla fjármuni auk þess að vera í ábyrgðum fyrir það. Það hefur alltaf legið fyrir að fyrir ábyrgðir sínar fengi hann þóknun og það hefur alltaf verið uppi á borðum að hann fengi greitt í formi auglýsingainneigna. Sem er akkúrat með sama hætti og kærendur hafa fengið greiðslur.“ Helstu atriði kærunnarÍ kærunni er byggt á því að fráfarandi stjórnendur Pressunnar hafi hvorki staðið skil á greiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna, né innheimtum virðisaukaskatti. Þegar útgáfuréttindi félagsins voru seld þann 5. september síðastliðinn hafi félagið skuldað 327 milljónir í opinber gjöld. Þá hafi á níunda tug milljóna verið millifærðar út af reikningum félagsins inn á reikning þáverandi stjórnarformanns, Björns Inga Hrafnssonar, frá 2014. Í rökstuðningi segir að vegna bókhaldsóreiðu hafi núverandi stjórn reynst ókleift að glöggva sig á ástæðum millifærslnanna. Þá sé einnig rökstuddur grunur um að Björn Ingi hafi notað á þriðja tug milljóna af eignum félagsins til að greiða fyrir húsið Kirkjustétt 28 í Reykjavík. Af kaupsamningi má sjá að hluti greiðslu fyrir er í formi auglýsingainneignar. Seljandi er Guðmundur Gauti Reynisson, eigandi Húsgagnahallarinnar, Betra baks og Dorma. Yfirlýsing um auglýsingainneignina fylgir kaupsamningnum, undirrituð af Arnari Ægissyni, framkvæmdastjóra Vefpressunnar. Kaupsamningurinn var undirritaður 17. ágúst 2016 og kaupverðið var 97 milljónir.Uppfært klukkan 10:00 með yfirlýsingu frá Sveini Andra f.h. Björns Inga, sjá að neðan. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
„Þetta er bara brjálaður hefndarleiðangur,“ segir Björn Ingi Hrafnsson um kæru til héraðssaksóknara á hendur honum og Arnari Ægissyni. Það er nýkjörin stjórn Pressunnar ehf. sem hefur kært fyrrverandi stjórnarformann og framkvæmdastjóra Pressunnar fyrir fjárdrátt og margvísleg skattalaga- og bókhaldsbrot. „Þeir ætluðu að setja þetta í þrot en hirða titlana og láta allt falla á ríkið en við sýndum þeim þá óvirðingu að selja til að borga skuldirnar. Ég fékk ekkert út úr því sjálfur, þetta var bara eina leiðin til að borga skuldirnar,“ segir Björn Ingi, inntur eftir því fyrir hvað menn séu að hefna sín. Hann segir þá munu svara þessum ásökunum enda hafi ný stjórn haft í frammi mjög alvarlegar ásakanir án þess að afla sér upplýsinga fyrst. Í kærunni er farið fram á að héraðssaksóknari og eftir atvikum skattrannsóknarstjóri rannsaki efnisatriði kærunnar. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir að kæra hafi borist embættinu nýverið vegna Pressunnar ehf. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vildi hvorki staðfesta að málefni Pressunnar væru til rannsóknar hjá embættinu né tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Björns Inga Hrafnssonar, segir málið vera fjölmiðlasýningu. „Hann er ekki til í að upplýsa okkur um í hverju sakargiftir eiga að felast, hvorki mig né mína umbjóðendur; við erum margsinnis búnir að bjóða þeim upp á að funda með honum til að útskýra ef það er eitthvað sem stendur út af,“ segir Sveinn Andri um Ómar R. Valdimarsson, nýjan stjórnarformann Pressunnar ehf. og bætir við: „Hann veit sem er, að það verður ekkert úr þessu máli, þetta er bara fjölmiðlasýning.“ Sveinn Andri segir að skynsamlegra hefði verið að afla upplýsinga um kæruefnin áður en kæran var lögð fram. „Þau kæruatriði sem umbjóðendur mínir hafa heyrt út undan sér að athugasemdir séu gerðar við, eiga sér öll eðlilegar skýringar. Björn Ingi hefur lánað félaginu mikla fjármuni auk þess að vera í ábyrgðum fyrir það. Það hefur alltaf legið fyrir að fyrir ábyrgðir sínar fengi hann þóknun og það hefur alltaf verið uppi á borðum að hann fengi greitt í formi auglýsingainneigna. Sem er akkúrat með sama hætti og kærendur hafa fengið greiðslur.“ Helstu atriði kærunnarÍ kærunni er byggt á því að fráfarandi stjórnendur Pressunnar hafi hvorki staðið skil á greiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna, né innheimtum virðisaukaskatti. Þegar útgáfuréttindi félagsins voru seld þann 5. september síðastliðinn hafi félagið skuldað 327 milljónir í opinber gjöld. Þá hafi á níunda tug milljóna verið millifærðar út af reikningum félagsins inn á reikning þáverandi stjórnarformanns, Björns Inga Hrafnssonar, frá 2014. Í rökstuðningi segir að vegna bókhaldsóreiðu hafi núverandi stjórn reynst ókleift að glöggva sig á ástæðum millifærslnanna. Þá sé einnig rökstuddur grunur um að Björn Ingi hafi notað á þriðja tug milljóna af eignum félagsins til að greiða fyrir húsið Kirkjustétt 28 í Reykjavík. Af kaupsamningi má sjá að hluti greiðslu fyrir er í formi auglýsingainneignar. Seljandi er Guðmundur Gauti Reynisson, eigandi Húsgagnahallarinnar, Betra baks og Dorma. Yfirlýsing um auglýsingainneignina fylgir kaupsamningnum, undirrituð af Arnari Ægissyni, framkvæmdastjóra Vefpressunnar. Kaupsamningurinn var undirritaður 17. ágúst 2016 og kaupverðið var 97 milljónir.Uppfært klukkan 10:00 með yfirlýsingu frá Sveini Andra f.h. Björns Inga, sjá að neðan.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04