Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2017 20:00 Síðustu daga höfum við fjallað um aðstæður heimilislausra. Gistiskýlið er neyðarskýli í miðbænum sem fyrst og fremst menn í neyslu sækja. Þar gista 25 menn á hverri nóttu og þegar kalt er í veðri þarf oft að vísa frá fimm til tíu manns. Menn geta verið í skýlinu frá fjögur á daginn til tíu morguninn eftir. Reglan fyrstur kemur, fyrstur fær gildir og menn með lögheimili í Reykjavík ganga fyrir. Mennirnir fá heitan mat, uppábúið rúm og þvottur þeirra er þveginn ef þeir óska þess. Áður voru tíu prósent hópsins útlendingar en með samstarfi við pólsk samtök, Barka-verkefnið, hafa 12 Pólverjar snúið heim í áfengismeðferð. „En aftur á móti höfum við fengið nýjan hóp, yngri menn sem eru í fjölbreyttari neyslu," segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins. „Það getur verið að rými hafi skapast þegar Pólverjarnir fóru og þeir hafi farið að leita meira hingað.“ Þór segir erfiðan húsnæðismarkað einnig hafa sín áhrif. „Þessi hópur er sá fyrsti sem dettur út af leigumarkaði þegar hann harðnar og síðasti sem fær inni. Það er kannski almenna skýringin á þessum mikla vexti heimilislausra," segir Þór. Af þeim 80-90 manna hópi sem alla jafna sækir þjónustuna eru einhverjir sem hafa komið hverja einustu nótt í áratugi og líta á staðinn sem heimili sitt. Þór segir að það vanti fjölbreytt langtímaúrræði, til að mynda búsetu með stuðningi eða langtímadvöl úti í sveit, fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. Hann kallar eftir samstarfi ríkis og sveitarfélaga en eins stendur borgin að mestu ein að húsnæðismálum þessa hóps. „Ef við horfum á það hver ber mestan hag af því að vel gangi þá er það fyrst og fremst ríkið, því þá verða færri innlagnir á sjúkrahús, bráðamóttöku og geðbatteríin, og einnig minna álag á lögregluna. Þannig að það er mjög mikilvægt að það sé unnið heildstætt og sameiginlega að þessum málum.“ Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Síðustu daga höfum við fjallað um aðstæður heimilislausra. Gistiskýlið er neyðarskýli í miðbænum sem fyrst og fremst menn í neyslu sækja. Þar gista 25 menn á hverri nóttu og þegar kalt er í veðri þarf oft að vísa frá fimm til tíu manns. Menn geta verið í skýlinu frá fjögur á daginn til tíu morguninn eftir. Reglan fyrstur kemur, fyrstur fær gildir og menn með lögheimili í Reykjavík ganga fyrir. Mennirnir fá heitan mat, uppábúið rúm og þvottur þeirra er þveginn ef þeir óska þess. Áður voru tíu prósent hópsins útlendingar en með samstarfi við pólsk samtök, Barka-verkefnið, hafa 12 Pólverjar snúið heim í áfengismeðferð. „En aftur á móti höfum við fengið nýjan hóp, yngri menn sem eru í fjölbreyttari neyslu," segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins. „Það getur verið að rými hafi skapast þegar Pólverjarnir fóru og þeir hafi farið að leita meira hingað.“ Þór segir erfiðan húsnæðismarkað einnig hafa sín áhrif. „Þessi hópur er sá fyrsti sem dettur út af leigumarkaði þegar hann harðnar og síðasti sem fær inni. Það er kannski almenna skýringin á þessum mikla vexti heimilislausra," segir Þór. Af þeim 80-90 manna hópi sem alla jafna sækir þjónustuna eru einhverjir sem hafa komið hverja einustu nótt í áratugi og líta á staðinn sem heimili sitt. Þór segir að það vanti fjölbreytt langtímaúrræði, til að mynda búsetu með stuðningi eða langtímadvöl úti í sveit, fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. Hann kallar eftir samstarfi ríkis og sveitarfélaga en eins stendur borgin að mestu ein að húsnæðismálum þessa hóps. „Ef við horfum á það hver ber mestan hag af því að vel gangi þá er það fyrst og fremst ríkið, því þá verða færri innlagnir á sjúkrahús, bráðamóttöku og geðbatteríin, og einnig minna álag á lögregluna. Þannig að það er mjög mikilvægt að það sé unnið heildstætt og sameiginlega að þessum málum.“
Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00