Nornaveiðar Magnús Guðmundsson skrifar 6. desember 2017 07:00 Það er afleitt fyrir lýðræðið ef fyrirtæki eða fjársterkir aðilar eiga einhverja hönk upp í bakið á kjörnum fulltrúum vegna fjárhagslegra styrkja í pólitísku starfi. Það eitt að taka við peningunum á pólitískri vegferð sáir efasemdarfræjum um trúverðugleika viðkomandi í augum kjósenda. Þrátt fyrir það þá tíðkaðist þetta lengi vel í íslenskri pólitík, einkum í tengslum við prófkjör sem geta reynst einstaklingum kostnaðarsöm, og gerir reyndar enn að einhverju leyti en náði líkast til hámarki í aðdraganda efnahagshrunsins. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi þingkona, var einn af þeim fjölmörgu einstaklingum sem varð það á að þiggja slíka styrki vegna kostnaðarsamrar prófkjörsbaráttu og það gerðu fjölmargir flokksfélagar hennar í Samfylkingunni einnig að ógleymdum þeim sem stóðu í prófkjörsbaráttu í Sjálfstæðisflokknum. Ekkert bendir til að Steinunn hafi á einhvern hátt veitt þeim sem styrktu hana í prófkjörinu sérmeðferð á nokkurn hátt í krafti stöðu sinnar. Engu að síður fór það svo að Steinunn Valdís var tekin fyrir vegna málsins en kollegar hennar ekki og hópur fólks efndi til mótmæla við heimili hennar. Það er glórulaust og nánast óafsakanlegt að virða ekki friðhelgi heimilis einstaklinga og fjölskyldna þeirra með þeim hætti sem Steinunn Valdís og fleiri máttu þola á þessum tíma. Það er auðvitað ekkert að því að mótmæla á opinberum vettvangi en að gera ekki greinarmun á heimili einstaklings, hinu helga vé fjölskyldu og barna, og opinberum starfsvettvangi er hreint út sagt óskiljanlegt. Slíkum ofsóknum má helst líkja við nornaveiðar fyrri alda þar sem tilgangurinn helgar meðalið svo ekki sé meira sagt. Slíkar aðfarir eru þátttakendum til skammar og þeim sem stóðu hljóðir hjá til lítils sóma. Hvað þá sá ósómi og forheimskandi ræfildómur að fara fram með hótunum og hvatningum til nauðgana eða annars kynferðislegs ofbeldis. Slíkt er einvörðungu stundað af karlmönnum sem beina orðum sínum til kvenna en það er auðvitað engin tilviljun að þessar nornaveiðar samtímans hafi einkum beinst gegn konum rétt eins og nornaveiðar fyrri alda. Allt er þetta birtingarmynd karllægs valds þar sem körlum er óhætt að fara fram gegn konum af ofstæki og með ofríki án þess að eiga það á hættu að vera gerðir ábyrgir orða sinna og gjörða. Uppgjörið við hrunið færði okkur ekki þá siðbót sem væntingar stóðu til því hugsunarhátturinn breyttist lítið sem ekkert. Þannig er það hins vegar ekki með kvennabyltinguna sem er vonandi búin að höggva sprungur í skjöld feðraveldisins með sögum af veruleika sem við getum verið án. Það er byltingin sem hefur gert Steinunni Valdísi og ótal fleiri konum gerlegt að segja frá ofbeldi, hótunum og ofríki sem þær hafa mátt þola og það er byltingin sem krefur okkur karlmenn um raunverulegar breytingar. Krefur okkur um að hlusta, breyta hegðun okkar og hugarfari og um að standa ekki lengur þegjandi hjá. Krefur okkur um að láta nornaveiðar tilheyra fortíðinni.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun
Það er afleitt fyrir lýðræðið ef fyrirtæki eða fjársterkir aðilar eiga einhverja hönk upp í bakið á kjörnum fulltrúum vegna fjárhagslegra styrkja í pólitísku starfi. Það eitt að taka við peningunum á pólitískri vegferð sáir efasemdarfræjum um trúverðugleika viðkomandi í augum kjósenda. Þrátt fyrir það þá tíðkaðist þetta lengi vel í íslenskri pólitík, einkum í tengslum við prófkjör sem geta reynst einstaklingum kostnaðarsöm, og gerir reyndar enn að einhverju leyti en náði líkast til hámarki í aðdraganda efnahagshrunsins. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi þingkona, var einn af þeim fjölmörgu einstaklingum sem varð það á að þiggja slíka styrki vegna kostnaðarsamrar prófkjörsbaráttu og það gerðu fjölmargir flokksfélagar hennar í Samfylkingunni einnig að ógleymdum þeim sem stóðu í prófkjörsbaráttu í Sjálfstæðisflokknum. Ekkert bendir til að Steinunn hafi á einhvern hátt veitt þeim sem styrktu hana í prófkjörinu sérmeðferð á nokkurn hátt í krafti stöðu sinnar. Engu að síður fór það svo að Steinunn Valdís var tekin fyrir vegna málsins en kollegar hennar ekki og hópur fólks efndi til mótmæla við heimili hennar. Það er glórulaust og nánast óafsakanlegt að virða ekki friðhelgi heimilis einstaklinga og fjölskyldna þeirra með þeim hætti sem Steinunn Valdís og fleiri máttu þola á þessum tíma. Það er auðvitað ekkert að því að mótmæla á opinberum vettvangi en að gera ekki greinarmun á heimili einstaklings, hinu helga vé fjölskyldu og barna, og opinberum starfsvettvangi er hreint út sagt óskiljanlegt. Slíkum ofsóknum má helst líkja við nornaveiðar fyrri alda þar sem tilgangurinn helgar meðalið svo ekki sé meira sagt. Slíkar aðfarir eru þátttakendum til skammar og þeim sem stóðu hljóðir hjá til lítils sóma. Hvað þá sá ósómi og forheimskandi ræfildómur að fara fram með hótunum og hvatningum til nauðgana eða annars kynferðislegs ofbeldis. Slíkt er einvörðungu stundað af karlmönnum sem beina orðum sínum til kvenna en það er auðvitað engin tilviljun að þessar nornaveiðar samtímans hafi einkum beinst gegn konum rétt eins og nornaveiðar fyrri alda. Allt er þetta birtingarmynd karllægs valds þar sem körlum er óhætt að fara fram gegn konum af ofstæki og með ofríki án þess að eiga það á hættu að vera gerðir ábyrgir orða sinna og gjörða. Uppgjörið við hrunið færði okkur ekki þá siðbót sem væntingar stóðu til því hugsunarhátturinn breyttist lítið sem ekkert. Þannig er það hins vegar ekki með kvennabyltinguna sem er vonandi búin að höggva sprungur í skjöld feðraveldisins með sögum af veruleika sem við getum verið án. Það er byltingin sem hefur gert Steinunni Valdísi og ótal fleiri konum gerlegt að segja frá ofbeldi, hótunum og ofríki sem þær hafa mátt þola og það er byltingin sem krefur okkur karlmenn um raunverulegar breytingar. Krefur okkur um að hlusta, breyta hegðun okkar og hugarfari og um að standa ekki lengur þegjandi hjá. Krefur okkur um að láta nornaveiðar tilheyra fortíðinni.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun