Svandís opin fyrir því að setja á sykurskatt að nýju Ólöf Skaftadóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 4. desember 2017 07:00 Svandís tók við sem heilbrigðisráðherra í síðustu viku. Fréttablaðið/Eyþór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju. Sprenging hefur orðið í dauðsföllum af völdum sykursýki 2 undanfarin ár. „Við viljum, og það kemur fram í stjórnarsáttmálanum, almennt leggja meiri áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Það hefur auðvitað verið sú tilhneiging að setja mesta áherslu á sjúkrahúsþjónustuna sjálfa, en minna á forvarnarþáttinn. Góð heilsa snýst um þrennt; forvarnir og lýðheilsu, sjúkrahúsið og heilsugæsluna og svo eftirfylgni og endurhæfingu.“ Á tuttugu ára tímabili, frá 1996 til ársloka í fyrra, létust 137 einstaklingar hér á landi af völdum sykursýki af tegund 2 samkvæmt dánarmeinaskrá Landlæknisembættisins.Þar af létust fimmtíu þeirra á síðustu fjórum árum. Dauðsföllum af völdum sjúkdómsins hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Sykursýki herjar nú á Vesturlönd sem lífsstílstengdur sjúkdómur. Lyfjanotkun við sjúkdómnum hefur aukist um allan hinn vestræna heim á þessari öld. Hins vegar hefur þróunin á Íslandi verið nokkuð hraðari en annars staðar. Sykursýki var nokkuð fátíð hér á landi í byrjun aldarinnar miðað við hin Norðurlöndin en er nú á pari við það sem gerist í Danmörku. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga, segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld bregðist við. „Sykursýki 2 er lífsstílstengdur sjúkdómur og sú mikla sykurneysla sem á sér stað hér á landi er ekki ákjósanleg. Með einhverjum ráðum þurfum við að minnka þessa neyslu því kostnaður heilbrigðiskerfisins af þessari neyslu er orðinn töluverður,“ segir Sigríður og bætir við að sykurskattur væri eitt af stóru skrefunum til að kljást við þetta vandamál.Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir er formaður Félags lýðheilsufræðinga.Fréttablaðið/Daníel„Félag lýðheilsufræðinga hefur lagt áherslu á að sykurskattur verði lagður á með breyttu sniði. Ef við byrjum á því að skattleggja sykraða gosdrykki og sælgæti myndum við sjá miklar breytingar. Vandamálið með sykurskattinn eins og hann var er að hann lagðist á ósykraða gosdrykki. Svo var hann við lýði í of stuttan tíma til að hægt væri að mæla árangurinn. Við teljum mikilvægt að leggja hann á til að sporna við þeirri þróun sem á sér stað á Íslandi.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði til við síðustu tekjuáætlun að sykurskattur yrði lagður á að nýju og lét hafa eftir sér að sykurskattur væri besta leiðin til að draga úr sykurneyslu. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkar VG í ríkisstjórn, lögðu hins vegar sykurskattinn niður og hafa verið mótfallnir þessari tegund skattheimtu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að leggja eigi áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Skoðuð verði beiting efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist opin fyrir að taka upp sykurskatt. „Þetta er eitt af því sem við eigum að hafa á dagskrá þegar við ræðum hvernig við beitum hvötum í ríkisfjármálunum.“ Niðurstöður norrænnar vöktunar á mataræði, hreyfingu og holdafari sýna að neysla á sykruðum gosdrykkjum og sykurríkum vörum er mest á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju. Sprenging hefur orðið í dauðsföllum af völdum sykursýki 2 undanfarin ár. „Við viljum, og það kemur fram í stjórnarsáttmálanum, almennt leggja meiri áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Það hefur auðvitað verið sú tilhneiging að setja mesta áherslu á sjúkrahúsþjónustuna sjálfa, en minna á forvarnarþáttinn. Góð heilsa snýst um þrennt; forvarnir og lýðheilsu, sjúkrahúsið og heilsugæsluna og svo eftirfylgni og endurhæfingu.“ Á tuttugu ára tímabili, frá 1996 til ársloka í fyrra, létust 137 einstaklingar hér á landi af völdum sykursýki af tegund 2 samkvæmt dánarmeinaskrá Landlæknisembættisins.Þar af létust fimmtíu þeirra á síðustu fjórum árum. Dauðsföllum af völdum sjúkdómsins hefur fjölgað hratt síðustu ár og vilja lýðheilsufræðingar að sykurskattur verði lagður á að nýju. Sykursýki herjar nú á Vesturlönd sem lífsstílstengdur sjúkdómur. Lyfjanotkun við sjúkdómnum hefur aukist um allan hinn vestræna heim á þessari öld. Hins vegar hefur þróunin á Íslandi verið nokkuð hraðari en annars staðar. Sykursýki var nokkuð fátíð hér á landi í byrjun aldarinnar miðað við hin Norðurlöndin en er nú á pari við það sem gerist í Danmörku. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga, segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld bregðist við. „Sykursýki 2 er lífsstílstengdur sjúkdómur og sú mikla sykurneysla sem á sér stað hér á landi er ekki ákjósanleg. Með einhverjum ráðum þurfum við að minnka þessa neyslu því kostnaður heilbrigðiskerfisins af þessari neyslu er orðinn töluverður,“ segir Sigríður og bætir við að sykurskattur væri eitt af stóru skrefunum til að kljást við þetta vandamál.Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir er formaður Félags lýðheilsufræðinga.Fréttablaðið/Daníel„Félag lýðheilsufræðinga hefur lagt áherslu á að sykurskattur verði lagður á með breyttu sniði. Ef við byrjum á því að skattleggja sykraða gosdrykki og sælgæti myndum við sjá miklar breytingar. Vandamálið með sykurskattinn eins og hann var er að hann lagðist á ósykraða gosdrykki. Svo var hann við lýði í of stuttan tíma til að hægt væri að mæla árangurinn. Við teljum mikilvægt að leggja hann á til að sporna við þeirri þróun sem á sér stað á Íslandi.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði til við síðustu tekjuáætlun að sykurskattur yrði lagður á að nýju og lét hafa eftir sér að sykurskattur væri besta leiðin til að draga úr sykurneyslu. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkar VG í ríkisstjórn, lögðu hins vegar sykurskattinn niður og hafa verið mótfallnir þessari tegund skattheimtu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að leggja eigi áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Skoðuð verði beiting efnahagslegra hvata til eflingar lýðheilsu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist opin fyrir að taka upp sykurskatt. „Þetta er eitt af því sem við eigum að hafa á dagskrá þegar við ræðum hvernig við beitum hvötum í ríkisfjármálunum.“ Niðurstöður norrænnar vöktunar á mataræði, hreyfingu og holdafari sýna að neysla á sykruðum gosdrykkjum og sykurríkum vörum er mest á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Sjá meira