Skráningar í VG tekið kipp eftir lyklaskiptin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. desember 2017 18:09 Skráningar í VG hafa tekið kipp eftir að Katrín Jakobsdóttir tók við embætti forsætisráðherra á fimmtudag. Vísir/Eyþór Á annað hundrað manns hafa sagt sig úr Vinstri grænum síðan ákvörðun var tekin um að hefja stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum. Þá hafa um áttatíu manns skráð sig í flokkinn á sama tíma. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, segir að skráningum í flokkinn hafi fjölgað eftir að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við völdum. „Fólk hefur róast, ég hef það á tilfinningunni,“ segir Björg Eva í samtali við Vísi. Hún segir að mest hafi verið um skráningar úr flokknum fyrst eftir að stjórnarmyndunarviðræður hófust, einhver hreyfing hafi orðið aftur þegar ráðherralistinn hafi verið kynntur, en það sé þó lítil breyting á félagafjölda í heild. „Við erum næstum því sex þúsund og í því ljósi er frekar hæpið að það sé einhver svakalegur klofningur og flótti þó að þessi hreyfing verði.“ „Ef þú skoðar breytingarnar á félagatalinu núna eftir að ríkisstjórnin var mynduð þá eru ekki lengur fleiri sem skrá sig úr heldur en inn, heldur eru innskráningar álíka margar og úrskráningar og jafnvel ívið fleiri.“Umdeildur sáttmáli samþykktur Margir þeirra sem hafa skráð sig úr flokknum síðustu misseri hafa tekið virkan þátt í starfi hans, meðal annars í ungliðahreyfingu og sem varaþingmenn. Þrátt fyrir ýmsar óánægjuraddir var stjórnarsáttmálinn samþykktur með um 80 prósent atkvæða á flokksráðsfundinum og tók ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur við völdum á fimmtudag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, sem greiddu atkvæði gegn sáttmálanum, hafa sagt að þau muni áfram starfa sem þingmenn á vegum VG en ætla þó að vera gagnrýnin á störf ríkisstjórnarinnar sem þingmenn flokksins. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. 30. nóvember 2017 14:13 Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Á annað hundrað manns hafa sagt sig úr Vinstri grænum síðan ákvörðun var tekin um að hefja stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokknum. Þá hafa um áttatíu manns skráð sig í flokkinn á sama tíma. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG, segir að skráningum í flokkinn hafi fjölgað eftir að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við völdum. „Fólk hefur róast, ég hef það á tilfinningunni,“ segir Björg Eva í samtali við Vísi. Hún segir að mest hafi verið um skráningar úr flokknum fyrst eftir að stjórnarmyndunarviðræður hófust, einhver hreyfing hafi orðið aftur þegar ráðherralistinn hafi verið kynntur, en það sé þó lítil breyting á félagafjölda í heild. „Við erum næstum því sex þúsund og í því ljósi er frekar hæpið að það sé einhver svakalegur klofningur og flótti þó að þessi hreyfing verði.“ „Ef þú skoðar breytingarnar á félagatalinu núna eftir að ríkisstjórnin var mynduð þá eru ekki lengur fleiri sem skrá sig úr heldur en inn, heldur eru innskráningar álíka margar og úrskráningar og jafnvel ívið fleiri.“Umdeildur sáttmáli samþykktur Margir þeirra sem hafa skráð sig úr flokknum síðustu misseri hafa tekið virkan þátt í starfi hans, meðal annars í ungliðahreyfingu og sem varaþingmenn. Þrátt fyrir ýmsar óánægjuraddir var stjórnarsáttmálinn samþykktur með um 80 prósent atkvæða á flokksráðsfundinum og tók ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur við völdum á fimmtudag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, sem greiddu atkvæði gegn sáttmálanum, hafa sagt að þau muni áfram starfa sem þingmenn á vegum VG en ætla þó að vera gagnrýnin á störf ríkisstjórnarinnar sem þingmenn flokksins.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. 30. nóvember 2017 14:13 Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Styðja bæði ráðherralista VG og verða áfram í þingflokknum Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir verða bæði áfram í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að þau hafi greitt atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi í gær. 30. nóvember 2017 14:13
Vinstri græn samþykkja stjórnarsáttmálann með miklum meirihluta Flokksráð Vinstri grænna samþykkti ríkisstjórnarsáttmála VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem borinn var upp á fundi ráðsins í kvöld. Fátt er því nú til fyrirstöðu að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki við völdum á morgun. 29. nóvember 2017 21:39