Þórhildur Sunna: „Það er nú einfaldlega þannig að vímuefnaneysla „per se“ er ekki refsiverð á Íslandi“ Þórdís Valsdóttir skrifar 2. desember 2017 15:07 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingflokksformaður Pírata. Vísir/Anton Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata gagnrýnir þekkingarleysi nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á vímuefnastefnunni sem er í gildi á Íslandi. Þórhildur Sunna var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Ég hef talsverðar áhyggjur af því hvernig þetta er sett upp í þessum stjórnarsáttmála. Bæði það að þetta heyri undir dómsmálin en ekki bara það heldur líka þekkingarleysið sem þessi texti lýsir gagnvart vímuefnastefnunni sem er í gildi á Íslandi,“ segir Þórhildur Sunna í umræðum um stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í tengslum við vímuefni og dómskerfið. Þórhildur segir að það sé grundvallarmunur á þeirri vímuefnastefnu sem gildi á Íslandi og þeim áætlunum sem fram koma í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Í sáttmálanum segir að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir egn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. „Það er nú einfaldlega þannig að vímuefnaneysla per se er ekki refsiverð á Íslandi. Varsla vímuefna er það hins vegar. Það veldur mér svolitlum áhyggjum þessi grundvallarmunur, þú getur ekki afnumið það sem er ekki til staðar.“ Þórhildur segir að glæpir eru oft framdir af þeim sem eru í talsvert mikilli neyslu og að glæpir séu oft framdir til að fjármagna hana. Þá hefur hún áhyggjur af því að boðaðar séu harðari refsingar við slíkum glæpum. „Mér finnst þetta vera að snúa af braut betrunarstefnu í átt að harðari refsistefnu sem er alls ekki trendið á alþjóðavísu og ég hef talsverðar áhyggjur af því. Það liggja líka fyrir tillögur frá þverfaglegum hópi sem vann sínar tillögur um tegund afglæpavæðingu hérna á íslandi fyrir 2-3 árum síðan og ekkert hefur verið gert með. Sú stefna sem var unnin undir heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór, hún stefnir í átt að afglæpavæðingu og meiri mannúð og meiri betrun. Þetta finnst mér vera algjör u-beygja.“Er Portúgalska leiðin rétta leiðin? Yfirvöld í Portúgal brugðu á það ráð að afglæpavæða alla fíkniefnaneyslu árið 2001 og varði miklum fjármunum í forvarnir til þess að berjast gegn aukinni fíkniefnaneyslu í landinu. Hin svokallaða Portúgalska-leið hefur virkað með ágætum í landinu og hefur neytendum harðra fíkniefna fækkað töluvert frá því árið 2001. Það er mat Þórhildar Sunnu að ekki eigi að fara þessa leið á Íslandi, enda eru vandamálin hér á landi ekki þau sömu. „Portúgalska leiðin er sérstök, þau áttu við alveg sérstakt vandamál að stríða vegna heróínneyslu. Við búum ekki alveg við sama veruleika hér þannig að ég myndi frekar leggja til að við færum einhverskonar íslenska leið sem tæki mið af okkar veruleika.“ Hún vísar einnig til þless að afglæpavæðing í tengslum við fíkniefni hafi átt sér stað víðsvegar í heiminum og að meðal annars hafi Sameinuðu Þjóðirnar beitt sér gegn refsistefnunni. „Við höfum séð að Sameinuðu Þjóðirnar eru farin að beita sér gegn refsistefnunni og að fyrrverandi forsetar stærstu ríkjanna í mið- og suður ameríku eru að hvetja allan heiminn til að snúa af braut þessarar refsistefnu því hún eykur ofbeldi og sendir peninga inn í undirheima og glæpasamtök. Hún skerðir mannréttindi og veldur mannréttindabrotum margendurtekið,“ segir Þórhildur Sunna. „Hér er þetta þannig að fólk kemst á sakaskrá fyrir að nota einhver önnur vímuefni en áfengi og verður þá fyrir skerðingu gagnvart sínum lífsmöguleikum. „Er þetta framtíðin sem við viljum fyrir unga fólkið, að þó þau séu að fikta við einhver vímuefni valdi því að þau eigi erfitt með aða fá vinnu eða eiga erfitt með að fóta sig í lífinu? Þau leiðast jafnvel út í skuldir og neyðast til að flytja efni á milli landa og geta þá lent í margfalt lengra fangelsi en við verstu ofbeldisglæpunum,“ segir Þórhildur Sunna.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan. Víglínan Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata gagnrýnir þekkingarleysi nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á vímuefnastefnunni sem er í gildi á Íslandi. Þórhildur Sunna var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Ég hef talsverðar áhyggjur af því hvernig þetta er sett upp í þessum stjórnarsáttmála. Bæði það að þetta heyri undir dómsmálin en ekki bara það heldur líka þekkingarleysið sem þessi texti lýsir gagnvart vímuefnastefnunni sem er í gildi á Íslandi,“ segir Þórhildur Sunna í umræðum um stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í tengslum við vímuefni og dómskerfið. Þórhildur segir að það sé grundvallarmunur á þeirri vímuefnastefnu sem gildi á Íslandi og þeim áætlunum sem fram koma í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Í sáttmálanum segir að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir egn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. „Það er nú einfaldlega þannig að vímuefnaneysla per se er ekki refsiverð á Íslandi. Varsla vímuefna er það hins vegar. Það veldur mér svolitlum áhyggjum þessi grundvallarmunur, þú getur ekki afnumið það sem er ekki til staðar.“ Þórhildur segir að glæpir eru oft framdir af þeim sem eru í talsvert mikilli neyslu og að glæpir séu oft framdir til að fjármagna hana. Þá hefur hún áhyggjur af því að boðaðar séu harðari refsingar við slíkum glæpum. „Mér finnst þetta vera að snúa af braut betrunarstefnu í átt að harðari refsistefnu sem er alls ekki trendið á alþjóðavísu og ég hef talsverðar áhyggjur af því. Það liggja líka fyrir tillögur frá þverfaglegum hópi sem vann sínar tillögur um tegund afglæpavæðingu hérna á íslandi fyrir 2-3 árum síðan og ekkert hefur verið gert með. Sú stefna sem var unnin undir heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór, hún stefnir í átt að afglæpavæðingu og meiri mannúð og meiri betrun. Þetta finnst mér vera algjör u-beygja.“Er Portúgalska leiðin rétta leiðin? Yfirvöld í Portúgal brugðu á það ráð að afglæpavæða alla fíkniefnaneyslu árið 2001 og varði miklum fjármunum í forvarnir til þess að berjast gegn aukinni fíkniefnaneyslu í landinu. Hin svokallaða Portúgalska-leið hefur virkað með ágætum í landinu og hefur neytendum harðra fíkniefna fækkað töluvert frá því árið 2001. Það er mat Þórhildar Sunnu að ekki eigi að fara þessa leið á Íslandi, enda eru vandamálin hér á landi ekki þau sömu. „Portúgalska leiðin er sérstök, þau áttu við alveg sérstakt vandamál að stríða vegna heróínneyslu. Við búum ekki alveg við sama veruleika hér þannig að ég myndi frekar leggja til að við færum einhverskonar íslenska leið sem tæki mið af okkar veruleika.“ Hún vísar einnig til þless að afglæpavæðing í tengslum við fíkniefni hafi átt sér stað víðsvegar í heiminum og að meðal annars hafi Sameinuðu Þjóðirnar beitt sér gegn refsistefnunni. „Við höfum séð að Sameinuðu Þjóðirnar eru farin að beita sér gegn refsistefnunni og að fyrrverandi forsetar stærstu ríkjanna í mið- og suður ameríku eru að hvetja allan heiminn til að snúa af braut þessarar refsistefnu því hún eykur ofbeldi og sendir peninga inn í undirheima og glæpasamtök. Hún skerðir mannréttindi og veldur mannréttindabrotum margendurtekið,“ segir Þórhildur Sunna. „Hér er þetta þannig að fólk kemst á sakaskrá fyrir að nota einhver önnur vímuefni en áfengi og verður þá fyrir skerðingu gagnvart sínum lífsmöguleikum. „Er þetta framtíðin sem við viljum fyrir unga fólkið, að þó þau séu að fikta við einhver vímuefni valdi því að þau eigi erfitt með aða fá vinnu eða eiga erfitt með að fóta sig í lífinu? Þau leiðast jafnvel út í skuldir og neyðast til að flytja efni á milli landa og geta þá lent í margfalt lengra fangelsi en við verstu ofbeldisglæpunum,“ segir Þórhildur Sunna.Víglínuna í heild sinni má sjá hér að neðan.
Víglínan Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira