Fegurðardrottningar fortíðarinnar Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2017 20:42 Ýmsar þekktar konur hafa keppt í fegurð. Vísir / Skjáskot af timarit.is Arna Ýr Jónsdóttir keppti nýverið í alþjóðlegu fegurðarsamkeppninni Miss Universe. Vísir ákvað því að kíkja aðeins í kistu minninganna og rifja upp nokkrar fegurðardrottningar, sem sumir eru kannski búnir að gleyma. Berglind, Bryndís, Hrafnhildur og Alexía kepptu allar árið 1995.Vísir / Skjáskot af timarit.is Stjörnukeppendur 1995 Það var mikið um dýrðir í Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur árið 1995. Meðal keppenda voru Berglind Icey Ólafsdóttir, sem hefur síðan haslað sér völl vestan hafs, Alexía Björg Jóhannesdóttir, leikkona, Bryndís Ásmundsdóttir leik- og söngkona og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnurekstri. Það var Berglind sem var krýnd Ungfrú Reykjavík, Bryndís var vinsælasta stúlkan og Hrafnhildur var kosin besta ljósmyndafyrirsætan. Þegar kom að Fegurðarsamkeppni Íslands þetta árið var það Hrafnhildur sem bar sigur úr býtum. Brynja og Andrea í glæsilegum kjólum.Vísir / Skjáskot af timarit.is Fallegustu leggirnir Það var hart barist í Fegurðarsamkeppni Íslands árið 1993 þar sem átján stúlkur kepptumst um kórónuna. Meðal keppenda voru Andrea Róbertsdóttir, fjölmiðlakona með meiru, og Brynja X Vífilsdóttir, sem hefur meðal annars fengist við verslunarrekstur á Spáni eftir að hún sagði skilið við fyrirsætubransann. Andrea hlaut tvenn verðlaun í keppninni, fyrir fallegustu leggina og var vinsælasta stúlkan, en Brynja endaði í þriðja sæti. Ragnhildur Steinunn heillaði dómara upp úr skónum.Vísir / Skjáskot af timarit.is Engin fegurri Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir kom, sá og sigraði árið 2003 þegar hún hlaut bæði titilinn Fegurðardrottning Suðurnesja og Fegurðardrottning Íslands. Það þekkja eflaust flestir Ragnhildi, en hún hefur unnið í sjónvarpi síðan stuttu eftir krýninguna og gert þar gott mót. Tinna Alavis var vinsæl fyrirsæta á árum áður.Vísir / Skjáskot af timarit.is Annað þekkt andlit sem keppti í Ungfrú Ísland árið 2003 er Tinna nokkur Alavis, sem í dag gerir garðinn frægan sem svokallaður lífsstílsbloggari. Það var mikið um dýrðir við krýninguna.Vísir / Skjáskot af timarit.is Flugmaðurinn og leikkonan Þegar kom að því að krýna arftaka sinn, átti Ragnhildur ekki í neinum vandræðum með það þegar Selfyssingurinn Hugrún Harðardóttir var kosin Ungfrú Ísland árið 2004. Í öðru sæti á eftir Hugrúnu var Sigrún Bender, flugmaður og þriðja sætið vermdi leikkonan Halldóra Rut Bjarnadóttir. Skelegg fjölmiðlakona hér á ferð.Vísir / Skjáskot af timarit.is Úr fegurðarsamkeppni í fjölmiðla Fjölmiðlakonan Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir störf sín á fjölmiðlum, en hún starfar nú sem ritstjóri Stundarinnar, miðils sem hún tók þátt í að stofna. Færri vita kannski að Ingibjörg tók þátt í Fegurðarsamkeppni Austurlands árið 1997. Hún náði þó ekki að hreppa hnossið. Manuela geislar.Vísir / Skjáskot af timarit.is Rauði kjóllinn Það er varla hægt að rifja upp fegurðardrottningar fortíðarinnar án þess að minnast á Manuelu Ósk Harðardóttur, sem starfar í dag sem áhrifavaldur og samfélagsmiðlastjarna að mestu leyti. Manuela var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002 í frægum, rauðum kjól sem hnefaleikakappinn Mike Tyson keypti handa henni. Arna, Birna, Eygló og Kolbrún.Vísir / Skjáskot af timarit.is Meðal annarra kvenna sem hafa stigið sín fyrstu skref í fegurðarsamkeppnum í gegnum tíðina eru Eygló Ólöf Birgisdóttir, förðunarfræðingur, Birna Bragadóttir, athafnakona, Arna Pétursdóttir, verslunareigandi og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, hönnuður. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Miss Universe: Arna Ýr ekki í gegnum niðurskurð Hin suður-afríska Demi-Leigh Nel-Peters var krýnd Ungfrú Alheimur ársins 2017 í nótt. 27. nóvember 2017 06:29 Sjáðu myndirnar frá Miss Universe ævintýri Örnu Ýrar í Las Vegas Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir er nú stödd í Las Vegas þar sem hún keppir í Miss Universe fyrir hönd Íslands. 21. nóvember 2017 11:30 Sjáðu Örnu Ýr sýna „þjóðbúninginn“ í Miss Universe Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir er nú á fullu að undirbúa sig undir Miss Universe keppnina sem fram fer um næstu helgi. Í gær sýndi hún "þjóðbúning“ Íslands á sérstökum viðburði í Las Vegas í Bandaríkjunum þar sem keppnin fer fram. 19. nóvember 2017 22:53 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir keppti nýverið í alþjóðlegu fegurðarsamkeppninni Miss Universe. Vísir ákvað því að kíkja aðeins í kistu minninganna og rifja upp nokkrar fegurðardrottningar, sem sumir eru kannski búnir að gleyma. Berglind, Bryndís, Hrafnhildur og Alexía kepptu allar árið 1995.Vísir / Skjáskot af timarit.is Stjörnukeppendur 1995 Það var mikið um dýrðir í Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur árið 1995. Meðal keppenda voru Berglind Icey Ólafsdóttir, sem hefur síðan haslað sér völl vestan hafs, Alexía Björg Jóhannesdóttir, leikkona, Bryndís Ásmundsdóttir leik- og söngkona og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnurekstri. Það var Berglind sem var krýnd Ungfrú Reykjavík, Bryndís var vinsælasta stúlkan og Hrafnhildur var kosin besta ljósmyndafyrirsætan. Þegar kom að Fegurðarsamkeppni Íslands þetta árið var það Hrafnhildur sem bar sigur úr býtum. Brynja og Andrea í glæsilegum kjólum.Vísir / Skjáskot af timarit.is Fallegustu leggirnir Það var hart barist í Fegurðarsamkeppni Íslands árið 1993 þar sem átján stúlkur kepptumst um kórónuna. Meðal keppenda voru Andrea Róbertsdóttir, fjölmiðlakona með meiru, og Brynja X Vífilsdóttir, sem hefur meðal annars fengist við verslunarrekstur á Spáni eftir að hún sagði skilið við fyrirsætubransann. Andrea hlaut tvenn verðlaun í keppninni, fyrir fallegustu leggina og var vinsælasta stúlkan, en Brynja endaði í þriðja sæti. Ragnhildur Steinunn heillaði dómara upp úr skónum.Vísir / Skjáskot af timarit.is Engin fegurri Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir kom, sá og sigraði árið 2003 þegar hún hlaut bæði titilinn Fegurðardrottning Suðurnesja og Fegurðardrottning Íslands. Það þekkja eflaust flestir Ragnhildi, en hún hefur unnið í sjónvarpi síðan stuttu eftir krýninguna og gert þar gott mót. Tinna Alavis var vinsæl fyrirsæta á árum áður.Vísir / Skjáskot af timarit.is Annað þekkt andlit sem keppti í Ungfrú Ísland árið 2003 er Tinna nokkur Alavis, sem í dag gerir garðinn frægan sem svokallaður lífsstílsbloggari. Það var mikið um dýrðir við krýninguna.Vísir / Skjáskot af timarit.is Flugmaðurinn og leikkonan Þegar kom að því að krýna arftaka sinn, átti Ragnhildur ekki í neinum vandræðum með það þegar Selfyssingurinn Hugrún Harðardóttir var kosin Ungfrú Ísland árið 2004. Í öðru sæti á eftir Hugrúnu var Sigrún Bender, flugmaður og þriðja sætið vermdi leikkonan Halldóra Rut Bjarnadóttir. Skelegg fjölmiðlakona hér á ferð.Vísir / Skjáskot af timarit.is Úr fegurðarsamkeppni í fjölmiðla Fjölmiðlakonan Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir störf sín á fjölmiðlum, en hún starfar nú sem ritstjóri Stundarinnar, miðils sem hún tók þátt í að stofna. Færri vita kannski að Ingibjörg tók þátt í Fegurðarsamkeppni Austurlands árið 1997. Hún náði þó ekki að hreppa hnossið. Manuela geislar.Vísir / Skjáskot af timarit.is Rauði kjóllinn Það er varla hægt að rifja upp fegurðardrottningar fortíðarinnar án þess að minnast á Manuelu Ósk Harðardóttur, sem starfar í dag sem áhrifavaldur og samfélagsmiðlastjarna að mestu leyti. Manuela var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002 í frægum, rauðum kjól sem hnefaleikakappinn Mike Tyson keypti handa henni. Arna, Birna, Eygló og Kolbrún.Vísir / Skjáskot af timarit.is Meðal annarra kvenna sem hafa stigið sín fyrstu skref í fegurðarsamkeppnum í gegnum tíðina eru Eygló Ólöf Birgisdóttir, förðunarfræðingur, Birna Bragadóttir, athafnakona, Arna Pétursdóttir, verslunareigandi og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, hönnuður.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Miss Universe: Arna Ýr ekki í gegnum niðurskurð Hin suður-afríska Demi-Leigh Nel-Peters var krýnd Ungfrú Alheimur ársins 2017 í nótt. 27. nóvember 2017 06:29 Sjáðu myndirnar frá Miss Universe ævintýri Örnu Ýrar í Las Vegas Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir er nú stödd í Las Vegas þar sem hún keppir í Miss Universe fyrir hönd Íslands. 21. nóvember 2017 11:30 Sjáðu Örnu Ýr sýna „þjóðbúninginn“ í Miss Universe Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir er nú á fullu að undirbúa sig undir Miss Universe keppnina sem fram fer um næstu helgi. Í gær sýndi hún "þjóðbúning“ Íslands á sérstökum viðburði í Las Vegas í Bandaríkjunum þar sem keppnin fer fram. 19. nóvember 2017 22:53 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Miss Universe: Arna Ýr ekki í gegnum niðurskurð Hin suður-afríska Demi-Leigh Nel-Peters var krýnd Ungfrú Alheimur ársins 2017 í nótt. 27. nóvember 2017 06:29
Sjáðu myndirnar frá Miss Universe ævintýri Örnu Ýrar í Las Vegas Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir er nú stödd í Las Vegas þar sem hún keppir í Miss Universe fyrir hönd Íslands. 21. nóvember 2017 11:30
Sjáðu Örnu Ýr sýna „þjóðbúninginn“ í Miss Universe Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir er nú á fullu að undirbúa sig undir Miss Universe keppnina sem fram fer um næstu helgi. Í gær sýndi hún "þjóðbúning“ Íslands á sérstökum viðburði í Las Vegas í Bandaríkjunum þar sem keppnin fer fram. 19. nóvember 2017 22:53