Dauðsföll 26 manna rakin til lyfjanotkunar Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2017 05:00 Í fyrra voru dauðsföll 26 einstaklinga skráð lyfjatengd. Stærsti vandinn er Parkódín forte, en lyfið OxyContin hefur líka valdið áhyggjum. vísir/pjetur Frá árinu 1996 hafa um það bil 450 einstaklingar látist hér á landi vegna lyfjanotkunar samkvæmt gagnagrunni Landlæknisembættisins og Hagstofu Íslands um dánarmein Íslendinga. Um 28 einstaklingar hafa látist að meðaltali á hverju ári síðasta áratuginn vegna lyfjanotkunar hvers konar. Læknar hafa á árinu misst lækningaleyfi vegna útskrifta á óeðlilega miklu magni til einstakra aðila. Dauðsföll 26 einstaklinga eru skráð lyfjatengd í fyrra. Einnig kemur lyfjanotkun við sögu í umferðarslysum og í sjálfsvígum þar sem menn eru undir áhrifum sterkra lyfja. Landlæknisembættið hefur undanfarinn áratug unnið markvisst að því að ná utan um dreifingu sterkra lyfja í íslensku heilbrigðiskerfi.Ólafur B. Einarssson lyfjafræðingur „Við erum alltaf að vinna í þessum málum. Þetta horfir til betri vegar því læknar nýta sér æ meira lyfjagagnagrunninn þó þeir mættu vissulega vera fleiri sem gerðu það. Þetta er risastórt verkefni og við höfum ekki mannskap til að sinna þessu þannig að við séum með augu ofan í starfi allra lækna,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Landlækni. Ólafur segir Landlæknisembættið vera að skoða alvarlegustu tilvikin sem koma upp. Sterka lyfið Oxycodone sé eitt varhugaverðasta lyfið á markaði í dag og mikil aukning hafi orðið í notkun þess. „Það er erfitt að segja til um það hvort vinna okkar sé að skila árangri en tvennt gæti gefið tilefni til þess. Dauðsföllum vegna lyfjanotkunar hefur farið fækkandi og einstaklingar hafa verið stöðvaðir á leið til landsins með lyf sem þessi í farteskinu. Það gefur okkur vísbendingar um að erfiðara sé að nálgast þessi efni í íslensku heilbrigðiskerfi en áður,“ bætir Ólafur við. Það eru læknar starfandi sem hafa ekki leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Einnig staðfestir Ólafur að læknar hafi misst leyfi vegna þessa. Einnig hafa læknar misst leyfi vegna eigin óreglu eða veikinda. „Mest er sótt í verkjalyf. Langstærsti vandinn, eins og komið hefur fram, er Parkódín forte. Einnig höfum við miklar áhyggjur af ávísunum á OxyContin sem hefur verið til mikilla vandræða í Bandaríkjunum,“ segir Ólafur. Í fyrra kom það lyf fyrir tengt fjölda dauðsfalla hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Frá árinu 1996 hafa um það bil 450 einstaklingar látist hér á landi vegna lyfjanotkunar samkvæmt gagnagrunni Landlæknisembættisins og Hagstofu Íslands um dánarmein Íslendinga. Um 28 einstaklingar hafa látist að meðaltali á hverju ári síðasta áratuginn vegna lyfjanotkunar hvers konar. Læknar hafa á árinu misst lækningaleyfi vegna útskrifta á óeðlilega miklu magni til einstakra aðila. Dauðsföll 26 einstaklinga eru skráð lyfjatengd í fyrra. Einnig kemur lyfjanotkun við sögu í umferðarslysum og í sjálfsvígum þar sem menn eru undir áhrifum sterkra lyfja. Landlæknisembættið hefur undanfarinn áratug unnið markvisst að því að ná utan um dreifingu sterkra lyfja í íslensku heilbrigðiskerfi.Ólafur B. Einarssson lyfjafræðingur „Við erum alltaf að vinna í þessum málum. Þetta horfir til betri vegar því læknar nýta sér æ meira lyfjagagnagrunninn þó þeir mættu vissulega vera fleiri sem gerðu það. Þetta er risastórt verkefni og við höfum ekki mannskap til að sinna þessu þannig að við séum með augu ofan í starfi allra lækna,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Landlækni. Ólafur segir Landlæknisembættið vera að skoða alvarlegustu tilvikin sem koma upp. Sterka lyfið Oxycodone sé eitt varhugaverðasta lyfið á markaði í dag og mikil aukning hafi orðið í notkun þess. „Það er erfitt að segja til um það hvort vinna okkar sé að skila árangri en tvennt gæti gefið tilefni til þess. Dauðsföllum vegna lyfjanotkunar hefur farið fækkandi og einstaklingar hafa verið stöðvaðir á leið til landsins með lyf sem þessi í farteskinu. Það gefur okkur vísbendingar um að erfiðara sé að nálgast þessi efni í íslensku heilbrigðiskerfi en áður,“ bætir Ólafur við. Það eru læknar starfandi sem hafa ekki leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Einnig staðfestir Ólafur að læknar hafi misst leyfi vegna þessa. Einnig hafa læknar misst leyfi vegna eigin óreglu eða veikinda. „Mest er sótt í verkjalyf. Langstærsti vandinn, eins og komið hefur fram, er Parkódín forte. Einnig höfum við miklar áhyggjur af ávísunum á OxyContin sem hefur verið til mikilla vandræða í Bandaríkjunum,“ segir Ólafur. Í fyrra kom það lyf fyrir tengt fjölda dauðsfalla hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira