Engin áform ennþá um lög á verkfall flugvirkja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 15:58 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina fylgjast með framvindu mála í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair. vísir/ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ríkisstjórnin hafi engin áform ennþá um að setja lög á verkfall flugvirkja Icelandair sem nú hefur staðið í tæpan einn og hálfan sólarhring. Stjórnvöld fylgist þó með framvindu mála í kjaradeilunni og meti stöðuna eftir því sem fram líður. „Það er verið að funda í deilunni og við vonum bara að deilendur komist að niðurstöðu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Það eru engin áform um lagasetningu. Við fylgjumst með stöðunni og leggjum áherslu á að deiluaðilar reyni að ná einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín. Margir hafa bent á að kjarasamningur flugvirkja og Icelandair muni setja tóninn fyrir komandi kjaraviðræður bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum en fjöldi kjarasamninga verður laus eftir áramót. Aðrir hafa bent á að launahækkun þingmanna upp á 45 prósent sem ákvörðuð var af kjararáði fyrir ári síðan setji tóninn fyrir höfrungahlaupið á vinnumarkaði sem stundum er kallað svo.Er þetta eitthvað sem forsætisráðherra hefur áhyggjur af og er til skoðunar að þingmenn taki á sig launalækkun? „Ég hef átt óformleg samtöl við formenn heildarsamtaka á vinnumarkaði og ég hef áhuga á að kalla þá að borðinu til að reyna að ná einhverri samstöðu um hvernig við ætlum að eiga þetta samtal á vinnumarkaðnum. Þar er ýmislegt undir og við teljum mjög mikilvægt að verja þá kaupmáttaraukningu sem hefur orðið. Til þess þarf að tryggja ákveðinn stöðugleika efnahagslega en verkalýðshreyfingin hefur auðvitað lagt mikla áherslu að aðgerðir til að tryggja félagslegan stöðugleika. Svo hefur auðvitað verið rætt um málefni og fyrirkomulag kjararáðs og ýmsa þætti sem snúa að ábyrgari vinnumarkaði. Við munum vilja eiga þetta samtal við heildarsamtök á vinnumarkaði hvað er undir til að við getum náð einhverri heildarsýn,“ segir Katrín og ítrekar að málefni kjararáðs eru á meðal þess sem verði skoðuð í þessu samtali. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af áhrifum verkfallsins á ferðaþjónustuna sem atvinnugrein í heild og orðspor Íslands almennt sem ferðamannastaðar segir Katrín að verkfallið hafi auðvitað neikvæð áhrif á þá flugfarþega sem verða fyrir áhrifum af því. „En ég ætla ekkert að segja til um það hvort þetta hafi einhver áhrif á orðspor Íslands til lengri tíma. Ég læt það nú ekki stöðva mig að fara til Frakklands þó að það sé alltaf verkfall þar þegar ég fer þangað. Mér finnst það ekki mitt hlutverk að segja til um það en við þekkjum þetta víða annars staðar frá.“ Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Flugvirkjar óttast lagasetningu Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. 18. desember 2017 12:25 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ríkisstjórnin hafi engin áform ennþá um að setja lög á verkfall flugvirkja Icelandair sem nú hefur staðið í tæpan einn og hálfan sólarhring. Stjórnvöld fylgist þó með framvindu mála í kjaradeilunni og meti stöðuna eftir því sem fram líður. „Það er verið að funda í deilunni og við vonum bara að deilendur komist að niðurstöðu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Það eru engin áform um lagasetningu. Við fylgjumst með stöðunni og leggjum áherslu á að deiluaðilar reyni að ná einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín. Margir hafa bent á að kjarasamningur flugvirkja og Icelandair muni setja tóninn fyrir komandi kjaraviðræður bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum en fjöldi kjarasamninga verður laus eftir áramót. Aðrir hafa bent á að launahækkun þingmanna upp á 45 prósent sem ákvörðuð var af kjararáði fyrir ári síðan setji tóninn fyrir höfrungahlaupið á vinnumarkaði sem stundum er kallað svo.Er þetta eitthvað sem forsætisráðherra hefur áhyggjur af og er til skoðunar að þingmenn taki á sig launalækkun? „Ég hef átt óformleg samtöl við formenn heildarsamtaka á vinnumarkaði og ég hef áhuga á að kalla þá að borðinu til að reyna að ná einhverri samstöðu um hvernig við ætlum að eiga þetta samtal á vinnumarkaðnum. Þar er ýmislegt undir og við teljum mjög mikilvægt að verja þá kaupmáttaraukningu sem hefur orðið. Til þess þarf að tryggja ákveðinn stöðugleika efnahagslega en verkalýðshreyfingin hefur auðvitað lagt mikla áherslu að aðgerðir til að tryggja félagslegan stöðugleika. Svo hefur auðvitað verið rætt um málefni og fyrirkomulag kjararáðs og ýmsa þætti sem snúa að ábyrgari vinnumarkaði. Við munum vilja eiga þetta samtal við heildarsamtök á vinnumarkaði hvað er undir til að við getum náð einhverri heildarsýn,“ segir Katrín og ítrekar að málefni kjararáðs eru á meðal þess sem verði skoðuð í þessu samtali. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af áhrifum verkfallsins á ferðaþjónustuna sem atvinnugrein í heild og orðspor Íslands almennt sem ferðamannastaðar segir Katrín að verkfallið hafi auðvitað neikvæð áhrif á þá flugfarþega sem verða fyrir áhrifum af því. „En ég ætla ekkert að segja til um það hvort þetta hafi einhver áhrif á orðspor Íslands til lengri tíma. Ég læt það nú ekki stöðva mig að fara til Frakklands þó að það sé alltaf verkfall þar þegar ég fer þangað. Mér finnst það ekki mitt hlutverk að segja til um það en við þekkjum þetta víða annars staðar frá.“
Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Flugvirkjar óttast lagasetningu Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. 18. desember 2017 12:25 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Flugvirkjar óttast lagasetningu Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. 18. desember 2017 12:25
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03