„Það er yndisleg upplifun að koma í Höllina; hér er hlýlegur og heimilislegur andi, starfsfólkið er kappsamt og kátt við störf sín og tekur viðskiptavinum með bros á vör,“ segir Hulda Rós Hákonardóttir, kaupmaður í Húsgagnahöllinni, sem er rótgróin húsgagna- og lífsstílsverslun sem stofnuð var 1965.

„Við leggjum mikið upp úr útliti verslunarinnar og hér starfa útstillingahönnuðirnir Kristjana og Anna Lilja sem sjá til þess að búðin sé alltaf upp á sitt besta, fersk og lifandi. Starfsfólkið býr allt yfir mikilli þekkingu og er áhugasamt um að gera sitt allra besta til að veita góða og persónulega þjónustu.”

Það er veisla fyrir augað að koma í Höllina og þar finna allir sitthvað fallegt og freistandi sem gleður bæði heima við og í jólapakkann. Verslunin er 4.000 fermetrar og ríkulegt vöruúrvalið eftir því.
„Húsgagnahöllin mætir þörfum allra. Við leggjum alúð við gæðavörur á góðu verði og fylgjumst vel með straumum og stefnum. Hér fást klassísk húsgögn í bland við nýtískuleg, og húsbúnaður og gjafavara sem heillar allan aldur. Höllin er þannig hugsuð fyrir öll heimili í landinu og vöruúrval og verðbil mætir þörfum flestra,“ segir Hulda.

„Vinsælustu merkin í gjafavöru eru iittala og Broste Copenhagen og víst að allir verða glaðir að fá svolítið iittala í jólapakkann. Einnig eru í dálæti litlu, dönsku lukkutröllin frá By Sommer og fallegu fílarnir frá Rikkitikki sem hafa fallega sögu að segja og eru framleiddir í takmörkuðu upplagi,“ segir Hulda um vinsæla hluti til jólagjafa.


Í Höllinni er Hulda nýbúin að taka upp grískar rósettur sem sóma sér glæsilega á veggjum, og íðilfagrar styttur af grísku gyðjunum Venus og Hygeu.
„Aðrar nýjungar í Höllinni eru ítalska hönnunarmerkið Dialma Brown sem fengið hefur rosalega góðar viðtökur og reyndar svo góðan hljómgrunn meðal okkar viðskiptavina að við erum orðin einn af stærstu endursöluaðilum í Evrópu á því vörumerki. Þá tókum við nýlega inn danska gjafavöru- og húsbúnaðarmerkið Nordal, sem er hrikalega flott og fellur einkar vel í kramið hjá íslenskum fagurkerum,“ segir Hulda.

„Íslendingar fylgjast vel með tískustraumum og því sem er móðins hverju sinni. Því eru kröfur til innkaupateymis okkar miklar og nauðsynlegt að vera á tánum þegar kemur að nýjungum fyrir nærumhverfi okkar. Innanhússtískan er einkar smart, blanda af óhefluðum sveitastíl og naumhyggju sem gera híbýlin svo hlýleg en á sama tíma stílhrein og klassísk.“
Húsgagnahöllin er á Bíldshöfða 20. Sími 558 1100. Sjá husgagnahollin.is.