VW Arteon R verður 404 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2017 09:46 Volkswagen Arteon verður í boði með 404 hestafla vél. Volkswagen hefur ekki farið leint með áhuga sinn á að fjölga bílum með stafinn R í endann, en hann stendur fyrir öflugar útgáfur þekktra bílgerð Volkswagen bíla. Hinn nýi Arteon bíll Volkswagen mun einmitt fá slíkan fulltrúa og verður sá bíll með 6 strokka, 3,0 lítra forþjöppuvél sem skilar 404 hestöflum til allra hjóla bílsins. Sumir hafa ýjað að því að þessi útfærsla bílsins sé ekki síst hugsuð í samkeppninni við hinn nýja Kia Stinger sem skartar 370 hestafla vél. Þá hefur einnig heyrst að Volkswagen hugi að “shooting-brake”-útfærslu af Arteon bílnum. Öflugasta gerð Volkswagen Arteon í dag er 276 hestöfl og því er þessi fyrirhugaða nýja gerð hans heilum 128 hestöflum öflugri og fyrir vikið verður þarna um að ræða sannkallaðan úlf í sauðagæru. Ekki er talið líklegt að Volkswagen Arteon R verði í boði beinskiptur. Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent
Volkswagen hefur ekki farið leint með áhuga sinn á að fjölga bílum með stafinn R í endann, en hann stendur fyrir öflugar útgáfur þekktra bílgerð Volkswagen bíla. Hinn nýi Arteon bíll Volkswagen mun einmitt fá slíkan fulltrúa og verður sá bíll með 6 strokka, 3,0 lítra forþjöppuvél sem skilar 404 hestöflum til allra hjóla bílsins. Sumir hafa ýjað að því að þessi útfærsla bílsins sé ekki síst hugsuð í samkeppninni við hinn nýja Kia Stinger sem skartar 370 hestafla vél. Þá hefur einnig heyrst að Volkswagen hugi að “shooting-brake”-útfærslu af Arteon bílnum. Öflugasta gerð Volkswagen Arteon í dag er 276 hestöfl og því er þessi fyrirhugaða nýja gerð hans heilum 128 hestöflum öflugri og fyrir vikið verður þarna um að ræða sannkallaðan úlf í sauðagæru. Ekki er talið líklegt að Volkswagen Arteon R verði í boði beinskiptur.
Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent