Vill frekar tjaldsvæðið en að fara í Víðines Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Svanur býr í bíl í Laugardal og þarf varanlegt húsnæði. vísir/vilhelm Starfsmenn vettvangs- og ráðagjafateymis Reykjavíkurborgar hafa undanfarna daga rætt við þá einstaklinga sem hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal og boðið þeim skammtímahúsnæði í Víðinesi. Forstöðumaður teymisins, Þór Gíslason, segir að af átján einstaklingum sem hafi verið talað við hafi fimm lýst áhuga á að þiggja boðið. Þór segir ekki hafa verið sett tímamörk á það hversu lengi fólkið getur dvalist í Víðinesinu. En allavega er þetta ekki hugsað sem framtíðarhúsnæði. Þetta er hugsað sem skammtímaúrræði til að hleypa fólki fram yfir tímabundinn hjalla. Ekki eru allir ánægðir með úrræðið í Víðinesi. „Meðan flóttamennirnir voru þarna þá vildu þeir ekki vera þar. Þetta er svo langt frá bænum, en þetta á að vera nógu gott handa okkur og það á að láta okkur borga fyrir þetta,“ segir Svanur Elíasson. Svanur segir úrræðið í Víðinesi ekki vera neina raunverulega lausn. „Vegna þess að ég er með hund og þetta er allt sameiginleg aðstaða þarna. Ég hef það bara fínt í mínum bíl og hef allt hérna hjá mér, tölvuna, sjónvarpið og hita. Ég þarf ekkert annað til bráðabirgða. Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir Svanur. Hann er búinn að vera meira og minna í Laugardalnum síðan í júlí, en var líka í Hafnarfirði og Mosfellsbæ í sumar. Þór segir það ósköp misjafnt hversu lengi fólkið er búið að vera í Laugardalnum. „Það er fólk sem er búið að vera þarna síðan í vor. En meginþorrinn frá því í september eða október eftir því sem öðrum tjaldsvæðum í nágrenni við Reykjavík var lokað,“ segir hann. Hann segir að húsið sem fólkinu er boðið í Víðinesi sé í ágætu ástandi. „Það sem fólk hefur verið að setja fyrir sig er vegalengd en fyrir þá einstaklinga sem geta séð um sinn fararmáta sjálfir þá er þetta vel gerlegt,“ segir hann. „Meiningin er að fólkið greiði leigu,“ segir Þór. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nemur upphæðin 50 þúsund krónum en Þór segist ekki geta staðfest þá tölu. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Starfsmenn vettvangs- og ráðagjafateymis Reykjavíkurborgar hafa undanfarna daga rætt við þá einstaklinga sem hafast við á tjaldsvæðinu í Laugardal og boðið þeim skammtímahúsnæði í Víðinesi. Forstöðumaður teymisins, Þór Gíslason, segir að af átján einstaklingum sem hafi verið talað við hafi fimm lýst áhuga á að þiggja boðið. Þór segir ekki hafa verið sett tímamörk á það hversu lengi fólkið getur dvalist í Víðinesinu. En allavega er þetta ekki hugsað sem framtíðarhúsnæði. Þetta er hugsað sem skammtímaúrræði til að hleypa fólki fram yfir tímabundinn hjalla. Ekki eru allir ánægðir með úrræðið í Víðinesi. „Meðan flóttamennirnir voru þarna þá vildu þeir ekki vera þar. Þetta er svo langt frá bænum, en þetta á að vera nógu gott handa okkur og það á að láta okkur borga fyrir þetta,“ segir Svanur Elíasson. Svanur segir úrræðið í Víðinesi ekki vera neina raunverulega lausn. „Vegna þess að ég er með hund og þetta er allt sameiginleg aðstaða þarna. Ég hef það bara fínt í mínum bíl og hef allt hérna hjá mér, tölvuna, sjónvarpið og hita. Ég þarf ekkert annað til bráðabirgða. Ég þarf varanlegt húsnæði,“ segir Svanur. Hann er búinn að vera meira og minna í Laugardalnum síðan í júlí, en var líka í Hafnarfirði og Mosfellsbæ í sumar. Þór segir það ósköp misjafnt hversu lengi fólkið er búið að vera í Laugardalnum. „Það er fólk sem er búið að vera þarna síðan í vor. En meginþorrinn frá því í september eða október eftir því sem öðrum tjaldsvæðum í nágrenni við Reykjavík var lokað,“ segir hann. Hann segir að húsið sem fólkinu er boðið í Víðinesi sé í ágætu ástandi. „Það sem fólk hefur verið að setja fyrir sig er vegalengd en fyrir þá einstaklinga sem geta séð um sinn fararmáta sjálfir þá er þetta vel gerlegt,“ segir hann. „Meiningin er að fólkið greiði leigu,“ segir Þór. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins nemur upphæðin 50 þúsund krónum en Þór segist ekki geta staðfest þá tölu.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Íbúum tjaldsvæðsins hrollkalt í rafmagnsleysi Rafmagn fór af tjaldsvæðinu í Laugardal um miðnætti og var ekki komið á aftur á sjöunda tímanum í morgun. 8. desember 2017 07:30
Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55