Framlögin sýnishorn af samgöngustefnu Baldur Guðmundsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vígir ný gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar. Mynd/Vegagerðin. „Þessi verkefni snúa flest að umferðaröryggi og eiga að létta á umferðarþunganum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála, í samtali við Fréttablaðið. Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er tæplega hálfum öðrum milljarði króna varið aukalega til nýrra framkvæmda frá því fjárlagafrumvarpi sem síðasta ríkisstjórn hafði kynnt. Ráðherrann segir að um sé að ræða vísbendingar um hvert ríkisstjórnin vilji stefna í samgöngumálum. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir ánægjulegt að ráðist verði í þau verkefni sem fjármagnið sé eyrnamerkt. Hann er hins vegar vonsvikinn yfir að ekki skuli hafa komið aukið fjármagn til að bæta vetrarþjónustu á vegum landsins. Fjármagn vegna viðhalds stendur í stað – en í þann vasa var bætt vel fyrir þetta ár. Sú upphæð helst óbreytt. Ný verkefni sem fjármögnuð eru í frumvarpinu eru framkvæmdir við Dýrafjarðargöng, tvöföldun brúa yfir Kvíá í Öræfum og á Vatnsnesi. Þá á að verja 600 milljónum til framkvæmda við Reykjanesbraut skammt frá Kaplakrika og 200 milljónum til hringtorgs á Esjumelum á Vesturlandsvegi. Ljúka á við uppbyggingu vegarins yfir Fróðárheiði, en þar hefur stuttur kafli verið skilinn eftir ómalbikaður lengi. Sigurður Ingi segir að með þessum verkefnum sé markmiðið að gefa innsýn í það hvert ríkisstjórnin hyggst stefna í samgöngumálum. Áherslan verði á umferðaröryggi. Hann segir að vinna við samgönguáætlun til fjögurra ára og fjármálaáætlun til fimm sé hafin. Þegar þeirri vinnu ljúki sé betur hægt að áætla hvaða framkvæmdir af brýnum framkvæmdum á stofnæðum umhverfis höfuðborgarsvæðið verði hægt að ráðast í. Á honum má skilja að þessi verkefni gefi vart nema nasaþefinn. Sigurður Ingi vill ekkert gefa upp um hug sinn í þeim málum; hvaða stofnbrautir hann telur að þurfi að efla á undan öðrum. Hann segir ljóst að tvöfalda þurfi stofnæðarnar í allar áttir út frá höfuðborgarsvæðinu og þá standi hugur manna til að byggja upp borgarlínu. Hann segir að allt þetta verði ekki gert á næstu árum. Verið sé að byggja tíu þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og ekki megi skapa of mikla þenslu í samfélaginu. Nýtt samgöngumannvirki var tekið í notkun á föstudag, þegar Hreinn og Sigurður Ingi klipptu á borða í því skyni að opna með formlegum hætti ný gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Hreinn segir við Fréttablaðið að ákaflega ánægjulegt sé að verkefninu sé lokið. Um sé að ræða stórmál þegar kemur að umferðaröryggi á þessum slóðum. „Þetta eru gatnamót þar sem umferðin hefur aukist gífurlega, bæði þungaumferð og umferð vegna nýrrar byggðar. Þarna hafa orðið slys og þarna var spurning hvenær yrðu mjög alvarleg slys. Þetta er partur af því verkefni að tvöfalda Reykjanesbraut,“ segir Hreinn. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Þessi verkefni snúa flest að umferðaröryggi og eiga að létta á umferðarþunganum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála, í samtali við Fréttablaðið. Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er tæplega hálfum öðrum milljarði króna varið aukalega til nýrra framkvæmda frá því fjárlagafrumvarpi sem síðasta ríkisstjórn hafði kynnt. Ráðherrann segir að um sé að ræða vísbendingar um hvert ríkisstjórnin vilji stefna í samgöngumálum. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir ánægjulegt að ráðist verði í þau verkefni sem fjármagnið sé eyrnamerkt. Hann er hins vegar vonsvikinn yfir að ekki skuli hafa komið aukið fjármagn til að bæta vetrarþjónustu á vegum landsins. Fjármagn vegna viðhalds stendur í stað – en í þann vasa var bætt vel fyrir þetta ár. Sú upphæð helst óbreytt. Ný verkefni sem fjármögnuð eru í frumvarpinu eru framkvæmdir við Dýrafjarðargöng, tvöföldun brúa yfir Kvíá í Öræfum og á Vatnsnesi. Þá á að verja 600 milljónum til framkvæmda við Reykjanesbraut skammt frá Kaplakrika og 200 milljónum til hringtorgs á Esjumelum á Vesturlandsvegi. Ljúka á við uppbyggingu vegarins yfir Fróðárheiði, en þar hefur stuttur kafli verið skilinn eftir ómalbikaður lengi. Sigurður Ingi segir að með þessum verkefnum sé markmiðið að gefa innsýn í það hvert ríkisstjórnin hyggst stefna í samgöngumálum. Áherslan verði á umferðaröryggi. Hann segir að vinna við samgönguáætlun til fjögurra ára og fjármálaáætlun til fimm sé hafin. Þegar þeirri vinnu ljúki sé betur hægt að áætla hvaða framkvæmdir af brýnum framkvæmdum á stofnæðum umhverfis höfuðborgarsvæðið verði hægt að ráðast í. Á honum má skilja að þessi verkefni gefi vart nema nasaþefinn. Sigurður Ingi vill ekkert gefa upp um hug sinn í þeim málum; hvaða stofnbrautir hann telur að þurfi að efla á undan öðrum. Hann segir ljóst að tvöfalda þurfi stofnæðarnar í allar áttir út frá höfuðborgarsvæðinu og þá standi hugur manna til að byggja upp borgarlínu. Hann segir að allt þetta verði ekki gert á næstu árum. Verið sé að byggja tíu þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og ekki megi skapa of mikla þenslu í samfélaginu. Nýtt samgöngumannvirki var tekið í notkun á föstudag, þegar Hreinn og Sigurður Ingi klipptu á borða í því skyni að opna með formlegum hætti ný gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Hreinn segir við Fréttablaðið að ákaflega ánægjulegt sé að verkefninu sé lokið. Um sé að ræða stórmál þegar kemur að umferðaröryggi á þessum slóðum. „Þetta eru gatnamót þar sem umferðin hefur aukist gífurlega, bæði þungaumferð og umferð vegna nýrrar byggðar. Þarna hafa orðið slys og þarna var spurning hvenær yrðu mjög alvarleg slys. Þetta er partur af því verkefni að tvöfalda Reykjanesbraut,“ segir Hreinn.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira