Nepölsk ofurmenni við Everest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2017 12:00 Ungir nepalskir burðarmenn vöktu aðdáun íslenska göngufólksins á degi hverjum. Vísir/Vilhelm Átján Íslendingar héldu í tveggja vikna göngu um Himalayafjöllin í október. Takmarkið voru grunnbúðir Mount Everest þaðan sem garpar í öðrum áhættuhópi halda af stað á leið sinni á topp hæsta fjalls heimsins. Ungir nepalskir burðarmenn vöktu aðdáun íslenska göngufólksins á degi hverjum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var með myndavélina á lofti í fjöllunum. Gangan í grunnbúðir hefst í þorpinu Lukla í um 2800 metrum og lýkur í um 5400 metrum. Mikilvægt er að göngufólk drekki vatn og nóg af því á hverjum degi, meðal annars til að vinna gegn hæðaveiki. Hér að ofan má sjá mynd af nepalskri stelpu á gangi milli þorpa með hundruð plastflöskur á bakinu. Sumir hlóðu meiru á bakið en aðrir. Tveir stálbitar, samanlagt 88 kíló að þyngd, á baki burðarmanns á leið til hins gullfallega þorps Gokyo. Vísir/Vilhelm Flestir burðarmenn eru karlmenn í kringum tvítugt þótt finna megi fólk á öllum aldri. Þótt hinn hefðbundni burðarmaður hafi verið með 30-40 kíló á bakinu þekkist það að menn fari yfir hundrað kílóin. Burðarmenn selja almennt vinnu sína per kíló. Margir burðarmenn stíga svo skrefið til aðstoðarleiðsögumanns en þá er nauðsynlegt að hafa náð þokkalegu valdi á enskunni. Burðarmaður í Nepal með Nuptse í bakgrunni. Nuptse er einn fjölmargra glæsilegra tinda í fjallgarðinum, 7861 metrar á hæð.Vísir/Vilhelm Takmarkið náðist á tólfta degi þar sem sjá mátti Everest gægjast upp á bak við fjöllin. Vegna stöðugra tilfærsla jökla og steina færast grunnbúðir Everest stöðugt lítilega til og frá. Þær eru í um tveggja klukkutíma göngufæri frá þorpinu Gorakshep þar sem er gistiaðstaða fyrir ferðamenn en ekkert annað. Þessi vösku drengir fylgdu okkur alla leið. Níu alls, hver bar farangur tveggja Íslendinga - um 30 kíló.Vísir/Vilhelm Hetjurnar okkar. Drengirnir sem báru farangur lúxuslýðsins frá Íslandi á bakinu á degi hverjum, með bros á vör. Flestir voru með um 30 kíló á bakinu auk eigins farangurs. Þeir luku dagleiðunum alltaf fyrr en Íslendingarnir sem voru með 5-10 kíló á bakinu. Sannkölluð nepölsk ofurmenni. Ferðalög Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Átján Íslendingar héldu í tveggja vikna göngu um Himalayafjöllin í október. Takmarkið voru grunnbúðir Mount Everest þaðan sem garpar í öðrum áhættuhópi halda af stað á leið sinni á topp hæsta fjalls heimsins. Ungir nepalskir burðarmenn vöktu aðdáun íslenska göngufólksins á degi hverjum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var með myndavélina á lofti í fjöllunum. Gangan í grunnbúðir hefst í þorpinu Lukla í um 2800 metrum og lýkur í um 5400 metrum. Mikilvægt er að göngufólk drekki vatn og nóg af því á hverjum degi, meðal annars til að vinna gegn hæðaveiki. Hér að ofan má sjá mynd af nepalskri stelpu á gangi milli þorpa með hundruð plastflöskur á bakinu. Sumir hlóðu meiru á bakið en aðrir. Tveir stálbitar, samanlagt 88 kíló að þyngd, á baki burðarmanns á leið til hins gullfallega þorps Gokyo. Vísir/Vilhelm Flestir burðarmenn eru karlmenn í kringum tvítugt þótt finna megi fólk á öllum aldri. Þótt hinn hefðbundni burðarmaður hafi verið með 30-40 kíló á bakinu þekkist það að menn fari yfir hundrað kílóin. Burðarmenn selja almennt vinnu sína per kíló. Margir burðarmenn stíga svo skrefið til aðstoðarleiðsögumanns en þá er nauðsynlegt að hafa náð þokkalegu valdi á enskunni. Burðarmaður í Nepal með Nuptse í bakgrunni. Nuptse er einn fjölmargra glæsilegra tinda í fjallgarðinum, 7861 metrar á hæð.Vísir/Vilhelm Takmarkið náðist á tólfta degi þar sem sjá mátti Everest gægjast upp á bak við fjöllin. Vegna stöðugra tilfærsla jökla og steina færast grunnbúðir Everest stöðugt lítilega til og frá. Þær eru í um tveggja klukkutíma göngufæri frá þorpinu Gorakshep þar sem er gistiaðstaða fyrir ferðamenn en ekkert annað. Þessi vösku drengir fylgdu okkur alla leið. Níu alls, hver bar farangur tveggja Íslendinga - um 30 kíló.Vísir/Vilhelm Hetjurnar okkar. Drengirnir sem báru farangur lúxuslýðsins frá Íslandi á bakinu á degi hverjum, með bros á vör. Flestir voru með um 30 kíló á bakinu auk eigins farangurs. Þeir luku dagleiðunum alltaf fyrr en Íslendingarnir sem voru með 5-10 kíló á bakinu. Sannkölluð nepölsk ofurmenni.
Ferðalög Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp