Nýr Defender á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2017 09:24 Ekki er víst að nýr Defender muni líta svona út. Nú fer brátt að líða ár síðan Land Rover hætti alveg framleiðslu frægustu bílgerðar sinnar, þ.e. Defender jeppanum sem framleiddur var svo til óbreyttur í útliti samfellt í 67 ár. Framleiðslan hætti í Solihull verksmiðjunni þann 29. Janúar síðastliðinn. Síðan þá hafa Land Rover menn unnið að nýrri gerð Defender og verður hann kynntur til leiks seint á næsta ári og fjöldaframleiðsla hans komin í fullan gang í byrjun árs 2019. Það verður því um það bil tveggja ára framleiðsluhlé á Defender jeppanum. Haft er eftir þeim Land Rover mönnum að nýr Defender verði ekki útlitslega með “retro”-skírskotun til gamla Defender bílsins, heldur verði þar á ferð nútímaleg hönnun. Defender verður í boði í tveimur lengdum og hann verður einnig á seinni stigum boðinn sem pallbíll. Land Rover gerir ráð fyrir að selja um 100.000 eintök af Defender á hverju ári. Talandi um nýja jeppa þá er margt á leiðinni frá bílaframleiðendum heimsins og má þar nefna nýjan Wrangler, Bronco, Mercedes Benz G-Class, Suzuki Jimny og nýjan lítinn jeppa frá Toyota sem mun fá útlitseinkeni frá tilraunabílunum FT-4X og FT-AC. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent
Nú fer brátt að líða ár síðan Land Rover hætti alveg framleiðslu frægustu bílgerðar sinnar, þ.e. Defender jeppanum sem framleiddur var svo til óbreyttur í útliti samfellt í 67 ár. Framleiðslan hætti í Solihull verksmiðjunni þann 29. Janúar síðastliðinn. Síðan þá hafa Land Rover menn unnið að nýrri gerð Defender og verður hann kynntur til leiks seint á næsta ári og fjöldaframleiðsla hans komin í fullan gang í byrjun árs 2019. Það verður því um það bil tveggja ára framleiðsluhlé á Defender jeppanum. Haft er eftir þeim Land Rover mönnum að nýr Defender verði ekki útlitslega með “retro”-skírskotun til gamla Defender bílsins, heldur verði þar á ferð nútímaleg hönnun. Defender verður í boði í tveimur lengdum og hann verður einnig á seinni stigum boðinn sem pallbíll. Land Rover gerir ráð fyrir að selja um 100.000 eintök af Defender á hverju ári. Talandi um nýja jeppa þá er margt á leiðinni frá bílaframleiðendum heimsins og má þar nefna nýjan Wrangler, Bronco, Mercedes Benz G-Class, Suzuki Jimny og nýjan lítinn jeppa frá Toyota sem mun fá útlitseinkeni frá tilraunabílunum FT-4X og FT-AC.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent