Dregur æ nær úrslitastund í viðræðum flugvirkja og SA Hörður Ægisson skrifar 14. desember 2017 07:00 Flugvirkjar Icelandair hafa boðað til verkfalls frá og með klukkan sex á sunnudagsmorgun. vísir/vilhelm Viðræður flugvirkja við Samtök atvinnulífsins (SA) halda áfram í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að viðræður hafi mjakast áfram á fundi í gærkvöldi. „Tíminn er á þrotum og það dregur að úrslitastund,“ segir Halldór. „Ég segi kannski ekki að fundurinn hafi verið alveg árangurslaus en við erum allavega á svipuðum stað eftir fundinn og við vorum fyrir hann,“ segir Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands. Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. Talið er að verkfallið myndi hafa áhrif á um tíu þúsund farþega á dag. Um 300 flugvirkjar starfa nú hjá flugfélaginu. Halldór segir að búið sé að bjóða „mjög sanngjarnar launahækkanir sem eru algjörlega í takt við það sem aðrir í samfélaginu eru að fá. Það er útilokað að einn hópur geti skorið sig úr þegar kemur að kjarasamningum. Kröfur flugvirkja eru himinháar og langt umfram það svigrúm sem er til staðar til launahækkana.“ Hann segir að flugvirkjum hjá Icelandair hafi fjölgað mikið undanfarin ár – hefur flugfélagið ráðið um 100 flugvirkja til starfa – samhliða því að hafa fært viðhaldsverkefni í auknum mæli til Íslands. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði í gær að stjórnvöld hefðu ekki uppi „nein áform um að setja lög“ á boðaðar verkfallsaðgerðir flugvirkja. Samningar flugvirkja hjá Icelandair losnuðu í lok ágúst. Var kjaraviðræðum vísað til ríkissáttasemjara 8. september. Halldór segir það eiga að vera sameiginlegt markmið allra aðila á vinnumarkaði að viðhalda stöðugleika og þeim árangri sem náðst hefur í að hækka kaupmátt launa á síðustu árum. „Hvort sem þar er um að ræða flugvirkja og Icelandair, eða aðra hópa og önnur fyrirtæki.“ Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað nokkuð í vikunni vegna fregna af mögulegu verkfalli flugvirkja og í gær lækkaði gengi bréfa félagsins um 1,66 prósent í 260 milljóna króna viðskiptum. Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjá meira
Viðræður flugvirkja við Samtök atvinnulífsins (SA) halda áfram í dag. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að viðræður hafi mjakast áfram á fundi í gærkvöldi. „Tíminn er á þrotum og það dregur að úrslitastund,“ segir Halldór. „Ég segi kannski ekki að fundurinn hafi verið alveg árangurslaus en við erum allavega á svipuðum stað eftir fundinn og við vorum fyrir hann,“ segir Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands. Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex næstkomandi sunnudagsmorgun. Talið er að verkfallið myndi hafa áhrif á um tíu þúsund farþega á dag. Um 300 flugvirkjar starfa nú hjá flugfélaginu. Halldór segir að búið sé að bjóða „mjög sanngjarnar launahækkanir sem eru algjörlega í takt við það sem aðrir í samfélaginu eru að fá. Það er útilokað að einn hópur geti skorið sig úr þegar kemur að kjarasamningum. Kröfur flugvirkja eru himinháar og langt umfram það svigrúm sem er til staðar til launahækkana.“ Hann segir að flugvirkjum hjá Icelandair hafi fjölgað mikið undanfarin ár – hefur flugfélagið ráðið um 100 flugvirkja til starfa – samhliða því að hafa fært viðhaldsverkefni í auknum mæli til Íslands. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði í gær að stjórnvöld hefðu ekki uppi „nein áform um að setja lög“ á boðaðar verkfallsaðgerðir flugvirkja. Samningar flugvirkja hjá Icelandair losnuðu í lok ágúst. Var kjaraviðræðum vísað til ríkissáttasemjara 8. september. Halldór segir það eiga að vera sameiginlegt markmið allra aðila á vinnumarkaði að viðhalda stöðugleika og þeim árangri sem náðst hefur í að hækka kaupmátt launa á síðustu árum. „Hvort sem þar er um að ræða flugvirkja og Icelandair, eða aðra hópa og önnur fyrirtæki.“ Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað nokkuð í vikunni vegna fregna af mögulegu verkfalli flugvirkja og í gær lækkaði gengi bréfa félagsins um 1,66 prósent í 260 milljóna króna viðskiptum.
Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59 Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjá meira
Segir flugvirkja hóta verkfalli til að knýja fram himinháar launakröfur á viðkvæmasta tíma ársins Ótímabundið verkfall flugvirkja sem boðað er á sunnudag getur haft áhrif á ferðaáætlanir þúsunda flugfarþega. 13. desember 2017 19:59
Viðræður í dag báru engan árangur Þrettándi samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og SA, hjá Ríkissáttasemjara, verður haldinn á morgun vegna kjaradeildu flugvirkja hjá Icelandair 12. desember 2017 20:00