Óþefur frá moltugerði að angra Hafnfirðinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. desember 2017 06:00 Moltugerði Gámaþjónustunnar er vestan við Stórhöfða, rúma tvo kílómetra suður af Vallahverfi þaðan sem kvartanir berast. Vísir/Eyþór „Hrikaleg pest liggur yfir hverfinu. Er allt að drepa. Starfsmaður á plani flúði inn og allir gluggar lokaðir,“ segir í tölvupósti til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þar sem kvartað er undan ólykt frá moltugerði Gámaþjónustunnar. Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, segir fyrirtækið vinna að lausn málsins. „Við erum að vinna að því á fullu að bæta okkar ferli þannig að þetta verði ekki til vandræða,“ segir Gunnar. Margt sé hægt að gera og málið sé til skoðunar hjá sérfræðingum. Samkvæmt yfirliti frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur lengi verið kvartað undan megnum óþef sem stundum berst frá moltugerðinu sem er nærri Krísuvíkurvegi, rúma tvo kílómetra frá íbúðabyggðinni í Vallahverfi. Í mars á þessu ári barst til dæmis tölvupóstur frá verktaka á svæðinu. Sagðist sá einnig hafa kvartað á árinu 2016. „Einn starfsmaðurinn er með öndunarsjúkdóma og hann varð veikur,“ lýsti verktakinn og krafðist úrbóta. „Undanfarið hefur mikið borið á vondri lykt, ýldulykt eða sorplykt, veit ekki hvað skal kalla hana,“ sagði í öðru kvörtunarbréfi síðar í mars. „Fólk er að njóta blíðunnar og ákveður að fá sér göngutúr og ferskt loft en það er alls ekki hægt." Í byrjun apríl þótti sannað að vonda lyktin kæmi frá moltugerðinu og var úrbóta krafist. „Áhaldahúsið fékk kvartanir í morgun undan skelfilegri ólykt,“ segir í bréfi frá 1. nóvember síðastliðnum. Sterk pest hafi komið yfir lóð áhaldahússins sjálfs. „Algjör skítapest í hverfinu,“ segir í kvartanaskrá heilbrigðiseftirlitsins 11. nóvember. Er þá rætt við starfsmann Gámaþjónustunnar sem kveðst vita að lyktin komi frá moltugerðinu. Starfsmenn hafi byrjað að snúa úrganginum í gerðinu þar sem spáð var hagstæðri vindátt en spáin hafi ekki ræst. „Þetta er ekki það sem við viljum, það er að lykt berist í íbúabyggð,“ segir síðar í tölvupósti frá starfsmanninum. „Þetta eru að mestu leyti ávextir, grænmeti og eldaður úrgangur,“ segir Gunnar Bragason um moltugerðarefnin. Markmiðið sé að minnka lyktina og það sé hægt, meðal annars með því að tæta efnin betur niður í forvinnslu. Hann sé bjartsýnn á að allir geti verið sáttir enda þurfi svo að vera. „Við höfum engan áhuga á að vera með starfsemi sem veldur íbúum á Völlunum óþægindum.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Sjá meira
„Hrikaleg pest liggur yfir hverfinu. Er allt að drepa. Starfsmaður á plani flúði inn og allir gluggar lokaðir,“ segir í tölvupósti til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þar sem kvartað er undan ólykt frá moltugerði Gámaþjónustunnar. Gunnar Bragason, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, segir fyrirtækið vinna að lausn málsins. „Við erum að vinna að því á fullu að bæta okkar ferli þannig að þetta verði ekki til vandræða,“ segir Gunnar. Margt sé hægt að gera og málið sé til skoðunar hjá sérfræðingum. Samkvæmt yfirliti frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur lengi verið kvartað undan megnum óþef sem stundum berst frá moltugerðinu sem er nærri Krísuvíkurvegi, rúma tvo kílómetra frá íbúðabyggðinni í Vallahverfi. Í mars á þessu ári barst til dæmis tölvupóstur frá verktaka á svæðinu. Sagðist sá einnig hafa kvartað á árinu 2016. „Einn starfsmaðurinn er með öndunarsjúkdóma og hann varð veikur,“ lýsti verktakinn og krafðist úrbóta. „Undanfarið hefur mikið borið á vondri lykt, ýldulykt eða sorplykt, veit ekki hvað skal kalla hana,“ sagði í öðru kvörtunarbréfi síðar í mars. „Fólk er að njóta blíðunnar og ákveður að fá sér göngutúr og ferskt loft en það er alls ekki hægt." Í byrjun apríl þótti sannað að vonda lyktin kæmi frá moltugerðinu og var úrbóta krafist. „Áhaldahúsið fékk kvartanir í morgun undan skelfilegri ólykt,“ segir í bréfi frá 1. nóvember síðastliðnum. Sterk pest hafi komið yfir lóð áhaldahússins sjálfs. „Algjör skítapest í hverfinu,“ segir í kvartanaskrá heilbrigðiseftirlitsins 11. nóvember. Er þá rætt við starfsmann Gámaþjónustunnar sem kveðst vita að lyktin komi frá moltugerðinu. Starfsmenn hafi byrjað að snúa úrganginum í gerðinu þar sem spáð var hagstæðri vindátt en spáin hafi ekki ræst. „Þetta er ekki það sem við viljum, það er að lykt berist í íbúabyggð,“ segir síðar í tölvupósti frá starfsmanninum. „Þetta eru að mestu leyti ávextir, grænmeti og eldaður úrgangur,“ segir Gunnar Bragason um moltugerðarefnin. Markmiðið sé að minnka lyktina og það sé hægt, meðal annars með því að tæta efnin betur niður í forvinnslu. Hann sé bjartsýnn á að allir geti verið sáttir enda þurfi svo að vera. „Við höfum engan áhuga á að vera með starfsemi sem veldur íbúum á Völlunum óþægindum.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Sjá meira