Kröfu Ólafs hafnað í héraðsdómi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2017 23:16 Ólafur Ólafsson athafnamaður. vísir/vilhelm Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. Ólafur var sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun í málinu árið 2013. Dómi héraðsdóms í Al Thani-málinu var áfrýjað til Hæstaréttar Íslands og var Ólafur sýknaður af sakargiftum um umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti í febrúar 2015. Hann var hinsvegar sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun og dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms reisir Ólafur kröfu sína um ógildingu úrskurðar endurupptökunefndar í fyrsta lagi á því nefndarmaðurinn Kristbjörg Stephensen hafi verið vanhæf til að taka þátt í ákvörðun um endurupptökubeiðni hans. Þá byggir Ólafur kröfu sína einnig á því að verulegar líkur séu á því að sönnunargögn í málinu hafi verið rangt metin með þeim afleiðingum að það hafði áhrif á niðurstöðu þess. Niðurstaða endurupptökunefndar, sem hafi hafnað því að sú væri raunin, sé því röng. Héraðsdómur fellst á hvoruga framangreindra málsástæðna. Ríkissaksóknari og íslenska ríkið eru því sýknuð af kröfum Ólafs. Hann er jafnframt dæmdur til að greiða málskostnað, sem hæfilega var metinn 500 þúsund krónur til hvors þeirra, samtals eina milljón króna. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, voru einnig dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Málið er eitt stærsta efnahagsbrotamál sem hefur verið ákært í ekki síst vegna umfangs þess, flækjustigs, fjölda vitna o.fl. Það var til rannsóknar á þriðja ár. Tengdar fréttir Ólafur stefnir íslenska ríkinu Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 16. október 2016 18:30 Endurupptökubeiðni Magnúsar í Al-Thani málinu hafnað Nefndin taldi að Magnús hafi ekki leitt líkur að því að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 1. mars 2017 16:43 Nærmynd: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson er í aðalhlutverki í öllum fréttatímum dagsins. En, hver er maðurinn? 29. mars 2017 15:44 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. Ólafur var sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun í málinu árið 2013. Dómi héraðsdóms í Al Thani-málinu var áfrýjað til Hæstaréttar Íslands og var Ólafur sýknaður af sakargiftum um umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti í febrúar 2015. Hann var hinsvegar sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun og dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms reisir Ólafur kröfu sína um ógildingu úrskurðar endurupptökunefndar í fyrsta lagi á því nefndarmaðurinn Kristbjörg Stephensen hafi verið vanhæf til að taka þátt í ákvörðun um endurupptökubeiðni hans. Þá byggir Ólafur kröfu sína einnig á því að verulegar líkur séu á því að sönnunargögn í málinu hafi verið rangt metin með þeim afleiðingum að það hafði áhrif á niðurstöðu þess. Niðurstaða endurupptökunefndar, sem hafi hafnað því að sú væri raunin, sé því röng. Héraðsdómur fellst á hvoruga framangreindra málsástæðna. Ríkissaksóknari og íslenska ríkið eru því sýknuð af kröfum Ólafs. Hann er jafnframt dæmdur til að greiða málskostnað, sem hæfilega var metinn 500 þúsund krónur til hvors þeirra, samtals eina milljón króna. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, voru einnig dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Málið er eitt stærsta efnahagsbrotamál sem hefur verið ákært í ekki síst vegna umfangs þess, flækjustigs, fjölda vitna o.fl. Það var til rannsóknar á þriðja ár.
Tengdar fréttir Ólafur stefnir íslenska ríkinu Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 16. október 2016 18:30 Endurupptökubeiðni Magnúsar í Al-Thani málinu hafnað Nefndin taldi að Magnús hafi ekki leitt líkur að því að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 1. mars 2017 16:43 Nærmynd: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson er í aðalhlutverki í öllum fréttatímum dagsins. En, hver er maðurinn? 29. mars 2017 15:44 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Ólafur stefnir íslenska ríkinu Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 16. október 2016 18:30
Endurupptökubeiðni Magnúsar í Al-Thani málinu hafnað Nefndin taldi að Magnús hafi ekki leitt líkur að því að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 1. mars 2017 16:43
Nærmynd: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson er í aðalhlutverki í öllum fréttatímum dagsins. En, hver er maðurinn? 29. mars 2017 15:44