Jólakort Kardashian-fjölskyldunnar í máli og myndum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. desember 2017 19:30 Jólakort fjölskyldunnar eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Margir bíða með eftirvæntingu eftir jólakorti Kardashian-Jenner-fjölskyldunnar ár hvert og hefur skapast rík hefð hjá fjölskyldunni að leggja metnað í jólakortin sín. Margir eru samt á því að kortin snúist meira um að koma fjölskyldunni á framfæri en að óska fólki gleðilegra jóla, en um það má þræta fram og til baka. Við ákváðum að kíkja á nokkur jólakort frá fjölskyldunni í gegnum tíðina og byrjum að sjálfsögðu á því nýjasta sem afhjúpað var fyrir þessi jól. Jólakortið í ár er fallegt og einfalt. Vonbrigði ársins? Kardashian-Jenner-klanið ákvað að breyta til þessi jólin og birti eina mynd á hverjum degi frá 1. desember til 24. desember til að hita upp fyrir jólakortið sem var síðan opinberað á Jóladag. Jólakortið er frekar lágstemmt í ár en myndina tók Eli Russell Linnetz. Á myndinni eru allir í stíl, í gallaefni og hvítu og forláta jólatré fær einnig hlutverk í uppstillingunni. Á myndina vantar hina óléttu Kylie Jenner og ærslabelginn Rob Kardashian sem hafa látið lítið fyrir sér fara á árinu. Kylie er vinsæl fyrirsæta og samfélagsmiðlastjarna og þótti mörgum það vera mestu vonbrigði ársins að hún hafi ekki verið á kortinu. Þeir sem eru hins vegar á kortinu eru systurnar Khloe, Kourtney og Kim Kardashian ásamt móður sinni Kris Jenner. Mary Jo Houghton, móðir Kris, er einnig á myndinni sem og Kendall Jenner, dóttir Kris og Caitlyn Jenner. Svo eru það Penelope, Mason og Reign Disick, börn Kourtney sem hún á með fyrrverandi kærasta sínum Scott Disick. Svo eru þarna líka Saint og North West, börn Kim Kardashian og Kanye West, sem og Dream Kardashian, dóttir hins fyrrnefnda Rob Kardashian. Ofboðslega fallegar systur. Þrjú K í stíl Eitt af fyrstu jólakortunum frá Kardashian-fjölskyldunni var þetta hér með Kim, Khloe og Kourtney í aðalhlutverki. Þetta kort er frá árinu 1985 og voru systurnar þrjár klæddar í stíl. Lengst til vinstri er Kim, síðan Khloe og síðust er Kourtney. Krúttsprengjur! Hressandi jólakort! Cowabunga! Kris Jenner skildi við lögfræðinginn Robert Kardashian árið 1991 og byrjaði með Ólympíuverðlaunahafanum Bruce Jenner, sem í dag heitir Caitlyn eftir kynleiðréttingarferli. Til að fagna samruna þessara tveggja fjölskyldna höfðu þau jólakortið frekar flippað það árið og var Turtles aðalmálið. Mun þetta vera eitt af fáum jólakortum frá fjölskyldunni sem hefur haft eitthvað með húmor að gera. Virkilega jólalegt og fallegt kort. Nýfædd Kendall í aðalhlutverki Á jólakortinu árið 1995 stal nýfædd Kendall Jenner senunni, en hún er fædd þann 3. nóvember það ár. Á myndinni má sjá Brandon, Casey og Burt Jenner, börn Caitlyn úr fyrra sambandi, ásamt Kardashian-börnunum Kourtney, Kim, Khloe og Rob. Kim Kardashian er hér fyrir miðju myndarinnar, aðeins sextán ára gömul. Þess má geta að fjölskylduvinurinn Ron Hardy klæddi sig upp sem jólasveinn og tók þátt í myndatökunni. Glæsileg fjölskylda. Nú er það rautt - og svart Þemað var rautt og svart árið 2008 og fengu konurnar í fjölskyldunni alla athygli óskipta í dramatískum, rauðum kjólum. Karlmennirnir Caitlyn, þá Bruce, og Rob völdu klassísk, svört jakkaföt. Óljóst er af hverju yngsta barnið, Kylie Jenner, þurfti að klifra uppí stiga á myndinni. Skemmtileg hugmynd. Jólakort í þrívídd Kardashian-klanið fylgist með nýjustu tækni og vísindum og bauð upp á jólakort í þrívídd árið 2011. Kortið var frekar dökkt og drungalegt en á það vantaði áþreifanlega Kris Humphries, fyrrverandi eiginmann Kim Kardashian. Líklegt er að hann hafi verið maskaður út þar sem Kim sótti um skilnað stuttu áður en kortið var afhjúpað, eftir aðeins 72ja daga hjónaband. Þetta er með flottari jólakortum. Stanslaus fjölmiðlasirkus Jólakortið árið 2013 er líklegast það jólakort frá fjölskyldunni sem hefur vakið hvað mesta athygli, enda einstaklega glæsilegt. Það virtist senda þau skilaboð að líf fjölskyldunnar væri stanslaus fjölmiðlasirkus og var fókusinn settur á foreldra og börn og fengu menn Kardashian-systranna, Kanye West, Lamar Odom og Scott Disick, ekki að vera með. Tja, allavega ekki holdi klæddir, en ef rýnt er í kortið má sjá úrklippur og tímaritaforsíður með andlitum þeirra á. Rob Kardashian fékk ekki heldur að vera með en samband hans við fjölskyldu sína hefur verið afar stormasamt í gegnum tíðina. Myndin var tekin af ljósmyndaranum David LaChapelle, sem er góður vinur eiginmanns Kim, Kanye West. Einlægt jólakort. Fyrir börnin Árið 2015 var erfitt fyrir Kardashian-Jenner-fjölskylduna. Bruce Jenner lauk kynleiðréttingarferlinu og gat loksins gengið stoltur um sem Caitlyn Jenner. Scott Disick, fyrrverandi maður Kourtney, var hvergi sjáanlegur fyrripart árs og um miðbik ársins var tilkynnt um sambandsslit þeirra tveggja. Í ljósi þessa ákvað fjölskyldan að bjóða upp á lágstemmt jólakort þar sem yngsta kynslóðin fékk alla athyglina. Á myndinni eru, frá vinstri, North West, Penelope, Mason og Reign Disick. Á myndina vantar bróður North, Saint, en hann fæddist þann 5. desember þetta árið og var aðeins of ungur fyrir myndatökuna. Jól Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Margir bíða með eftirvæntingu eftir jólakorti Kardashian-Jenner-fjölskyldunnar ár hvert og hefur skapast rík hefð hjá fjölskyldunni að leggja metnað í jólakortin sín. Margir eru samt á því að kortin snúist meira um að koma fjölskyldunni á framfæri en að óska fólki gleðilegra jóla, en um það má þræta fram og til baka. Við ákváðum að kíkja á nokkur jólakort frá fjölskyldunni í gegnum tíðina og byrjum að sjálfsögðu á því nýjasta sem afhjúpað var fyrir þessi jól. Jólakortið í ár er fallegt og einfalt. Vonbrigði ársins? Kardashian-Jenner-klanið ákvað að breyta til þessi jólin og birti eina mynd á hverjum degi frá 1. desember til 24. desember til að hita upp fyrir jólakortið sem var síðan opinberað á Jóladag. Jólakortið er frekar lágstemmt í ár en myndina tók Eli Russell Linnetz. Á myndinni eru allir í stíl, í gallaefni og hvítu og forláta jólatré fær einnig hlutverk í uppstillingunni. Á myndina vantar hina óléttu Kylie Jenner og ærslabelginn Rob Kardashian sem hafa látið lítið fyrir sér fara á árinu. Kylie er vinsæl fyrirsæta og samfélagsmiðlastjarna og þótti mörgum það vera mestu vonbrigði ársins að hún hafi ekki verið á kortinu. Þeir sem eru hins vegar á kortinu eru systurnar Khloe, Kourtney og Kim Kardashian ásamt móður sinni Kris Jenner. Mary Jo Houghton, móðir Kris, er einnig á myndinni sem og Kendall Jenner, dóttir Kris og Caitlyn Jenner. Svo eru það Penelope, Mason og Reign Disick, börn Kourtney sem hún á með fyrrverandi kærasta sínum Scott Disick. Svo eru þarna líka Saint og North West, börn Kim Kardashian og Kanye West, sem og Dream Kardashian, dóttir hins fyrrnefnda Rob Kardashian. Ofboðslega fallegar systur. Þrjú K í stíl Eitt af fyrstu jólakortunum frá Kardashian-fjölskyldunni var þetta hér með Kim, Khloe og Kourtney í aðalhlutverki. Þetta kort er frá árinu 1985 og voru systurnar þrjár klæddar í stíl. Lengst til vinstri er Kim, síðan Khloe og síðust er Kourtney. Krúttsprengjur! Hressandi jólakort! Cowabunga! Kris Jenner skildi við lögfræðinginn Robert Kardashian árið 1991 og byrjaði með Ólympíuverðlaunahafanum Bruce Jenner, sem í dag heitir Caitlyn eftir kynleiðréttingarferli. Til að fagna samruna þessara tveggja fjölskyldna höfðu þau jólakortið frekar flippað það árið og var Turtles aðalmálið. Mun þetta vera eitt af fáum jólakortum frá fjölskyldunni sem hefur haft eitthvað með húmor að gera. Virkilega jólalegt og fallegt kort. Nýfædd Kendall í aðalhlutverki Á jólakortinu árið 1995 stal nýfædd Kendall Jenner senunni, en hún er fædd þann 3. nóvember það ár. Á myndinni má sjá Brandon, Casey og Burt Jenner, börn Caitlyn úr fyrra sambandi, ásamt Kardashian-börnunum Kourtney, Kim, Khloe og Rob. Kim Kardashian er hér fyrir miðju myndarinnar, aðeins sextán ára gömul. Þess má geta að fjölskylduvinurinn Ron Hardy klæddi sig upp sem jólasveinn og tók þátt í myndatökunni. Glæsileg fjölskylda. Nú er það rautt - og svart Þemað var rautt og svart árið 2008 og fengu konurnar í fjölskyldunni alla athygli óskipta í dramatískum, rauðum kjólum. Karlmennirnir Caitlyn, þá Bruce, og Rob völdu klassísk, svört jakkaföt. Óljóst er af hverju yngsta barnið, Kylie Jenner, þurfti að klifra uppí stiga á myndinni. Skemmtileg hugmynd. Jólakort í þrívídd Kardashian-klanið fylgist með nýjustu tækni og vísindum og bauð upp á jólakort í þrívídd árið 2011. Kortið var frekar dökkt og drungalegt en á það vantaði áþreifanlega Kris Humphries, fyrrverandi eiginmann Kim Kardashian. Líklegt er að hann hafi verið maskaður út þar sem Kim sótti um skilnað stuttu áður en kortið var afhjúpað, eftir aðeins 72ja daga hjónaband. Þetta er með flottari jólakortum. Stanslaus fjölmiðlasirkus Jólakortið árið 2013 er líklegast það jólakort frá fjölskyldunni sem hefur vakið hvað mesta athygli, enda einstaklega glæsilegt. Það virtist senda þau skilaboð að líf fjölskyldunnar væri stanslaus fjölmiðlasirkus og var fókusinn settur á foreldra og börn og fengu menn Kardashian-systranna, Kanye West, Lamar Odom og Scott Disick, ekki að vera með. Tja, allavega ekki holdi klæddir, en ef rýnt er í kortið má sjá úrklippur og tímaritaforsíður með andlitum þeirra á. Rob Kardashian fékk ekki heldur að vera með en samband hans við fjölskyldu sína hefur verið afar stormasamt í gegnum tíðina. Myndin var tekin af ljósmyndaranum David LaChapelle, sem er góður vinur eiginmanns Kim, Kanye West. Einlægt jólakort. Fyrir börnin Árið 2015 var erfitt fyrir Kardashian-Jenner-fjölskylduna. Bruce Jenner lauk kynleiðréttingarferlinu og gat loksins gengið stoltur um sem Caitlyn Jenner. Scott Disick, fyrrverandi maður Kourtney, var hvergi sjáanlegur fyrripart árs og um miðbik ársins var tilkynnt um sambandsslit þeirra tveggja. Í ljósi þessa ákvað fjölskyldan að bjóða upp á lágstemmt jólakort þar sem yngsta kynslóðin fékk alla athyglina. Á myndinni eru, frá vinstri, North West, Penelope, Mason og Reign Disick. Á myndina vantar bróður North, Saint, en hann fæddist þann 5. desember þetta árið og var aðeins of ungur fyrir myndatökuna.
Jól Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira