Sportveiðiblaðið er komið út Karl Lúðvíksson skrifar 28. desember 2017 08:57 Nýtt tölublað Sportveiðiblaðsins er komið út og sem fyrr er blaðið fullt af skemmtilegum greinum og fróðleik fyrir veiðimenn og ala þá með áhuga á stang- og skotveiði. Í blaðinu má meðal annars finna ítarlegt viðtal við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi um áhuga hennar á laxveiðum og Laxá í Aðaldal. Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu skrifar um ævintýralega veiðiupplifun á Jólaeyju þar sem þau hjónin voru við veiðar nýlega (Kiritimati) og eins er skemmtilegt viðtal við Jónas Marteinsson. Harpa Hlín Þórðardóttir segir okkur frá veiðum í Eistlandi, spjallað er við Gústa Morthens og Hrefnu Halldórsdóttur, en þau voru að hætti rekstri á verslunni Veiðisport á Selfossi, eftir 30 ára rekstur og það er óhætt að segja að margir veiðimenn sjái eftir þeirri skemmtilegu búð. Í blaðinu er veiðistaðalýsing á Hafralónsá í Þistilfirði og Mýrarkvísl. ingvi Örn Ingvason, sonur Ingva Hrafns, skrifar um þrjá ættliði við Fljótáa. Haraldur Eiríksson segir frá sjóbirtingum í Kjósinni og skráðar eru sögur úr Straumfjarðará, auk fleiri pistla og greina eftir m.a. Árna Pétur Hilmarsson, Reyni M Sigmundsson, Val Pálsson og Guðmund Þór Róbertsson. Mest lesið Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Varar jarðeigendur við yfirgangi Þingvallaþjóðgarðs Veiði Hreindýraveiðar hófust í dag Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði 105 sm lax úr Víðidalsá Veiði
Nýtt tölublað Sportveiðiblaðsins er komið út og sem fyrr er blaðið fullt af skemmtilegum greinum og fróðleik fyrir veiðimenn og ala þá með áhuga á stang- og skotveiði. Í blaðinu má meðal annars finna ítarlegt viðtal við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi um áhuga hennar á laxveiðum og Laxá í Aðaldal. Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu skrifar um ævintýralega veiðiupplifun á Jólaeyju þar sem þau hjónin voru við veiðar nýlega (Kiritimati) og eins er skemmtilegt viðtal við Jónas Marteinsson. Harpa Hlín Þórðardóttir segir okkur frá veiðum í Eistlandi, spjallað er við Gústa Morthens og Hrefnu Halldórsdóttur, en þau voru að hætti rekstri á verslunni Veiðisport á Selfossi, eftir 30 ára rekstur og það er óhætt að segja að margir veiðimenn sjái eftir þeirri skemmtilegu búð. Í blaðinu er veiðistaðalýsing á Hafralónsá í Þistilfirði og Mýrarkvísl. ingvi Örn Ingvason, sonur Ingva Hrafns, skrifar um þrjá ættliði við Fljótáa. Haraldur Eiríksson segir frá sjóbirtingum í Kjósinni og skráðar eru sögur úr Straumfjarðará, auk fleiri pistla og greina eftir m.a. Árna Pétur Hilmarsson, Reyni M Sigmundsson, Val Pálsson og Guðmund Þór Róbertsson.
Mest lesið Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Varar jarðeigendur við yfirgangi Þingvallaþjóðgarðs Veiði Hreindýraveiðar hófust í dag Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði 105 sm lax úr Víðidalsá Veiði