Gæludýraeigendur flýja borgina yfir áramót Þórdís Valsdóttir skrifar 29. desember 2017 00:01 Hundar eru almennt hræddari en kettir á áramótum. Vísir/Andri Marinó Frá og með gærdeginum var heimilt að skjóta upp flugeldum. Tímabilinu lýkur svo á þrettándanum. Að mati dýralæknis er mikilvægt er að hlúa að dýrum í kringum áramótin þegar sprengdir eru flugeldar og lætin eru mikil. Helga Finnsdóttir dýralæknir segir að dæmi séu um að eigendur dýra fari út fyrir bæjarmörkin til þess að finna meiri ró til að hlífa dýrunum. Helga hefur starfað sem dýralæknir í tugi ára og gefur lesendum Vísis góð ráð um hverju skuli huga að þegar ósköpin ganga yfir.Ólík dýr þurfa ólíka meðferð Ekki er hægt að alhæfa um það að mati Helgu hvernig hægt er að undirbúa dýr eða hvernig best sé að bregðast við á áramótum. „Sum dýr eru einfaldlega ofboðslega hrædd á meðan önnur dýr vilja þeytast á eftir rakettunum. Þessi tími getur verið tími ótta og skelfingar fyrir mörg gæludýr.“ „Það þarf að gæta að því dýri sem hefur sýnt merki um hræðslu og einnig hafa fyrirbyggjandi aðgerðir hjálpað, eins og að byrgja glugga ef hægt er eða vera á þeim stað í húsinu þar sem gætir minnst hávaða,“ segir Helga og bætir við að einnig er hægt að draga úr hávaða með því að spila tónlist eða hafa útvarp eða annað í gangi. Að mati Helgu er mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir að dýrin verði hrædd. Hugsanlega er hægt að venja dýr við flugeldahljóðum til að mynda með því að spila upptökur og fleira en Helga segir að hljóðin séu ekki það eina sem hræðir dýrin. „Það eru einnig ljósin og blossarnir sem hræða og mögulega hefur púðurlyktin einhver áhrif,“ segir Helga.Helga Finnsdóttir dýralæknir gefur dýraeigendum góð ráð um áramót.Vísir/GVAHelstu ráð Helgu eru þessi:Fara út með hunda áður en ósköpin bresta á.Hafa hunda ávallt í taumi ef farið er út og hafa ketti inni á meðan sprengingarnar eiga sér stað. Jafnvel getur verið gott að hafa hunda í taumi inni ef fólk er mikið að ramba inn og út.Skilja dýrin ekki eftir ein heima.Ekki bjóða upp á óþarfa hættu eins og að sprengja knöll inni eða ætla að sýna dýrum eitthvað sem gæti hrætt þau. Ekki er skynsamlegt að fara með dýrin á brennur.Gott er að draga fyrir glugga eða byrgja þá með einhverjum hætti ef hægt er til þess að minnka áreitið.Spila tónlist fyrir dýrin eða hafa útvarp í gangi til að reyna að deyfa hávaðann.Ef dýraeigandinn veit að dýrið muni hræðast lætin þá er hægt að huga að því að fá lyf sem eru kvíðastillandi.Hestaeigendur skulu reyna að setja fyrir glugga á hesthúsi og hafa tónlist á. Mikilvægt er að líta til þeirra eftir miðnætti. Einnig skal gæta þess að hestarnir hafi nóg hey.Veita hræddum dýrum nánd, stuðning og hvatningu. Ekki loka þau ein af fjarri hávaðanum.Minni notkun lyfja Erfitt er að spá fyrir um það hvernig dýr sem ekki hafa upplifað áramót bregðist við. „Ég hef ráðlagt fólki sem er með dýr sem það hefur ekki haft áður um áramót að sjá hvernig gangi núna og reyna að draga úr áhrifunum eins og það getur áður en kvíðastillandi lyf eru gefin,“ segir Helga. Hún segir að hún finni fyrir því að dregið hafi úr notkun lyfja fyrir dýr á þessum árstíma en getur þó ekki sagt til um það hvort notkun lyfjanna sé minni á landinu. „Dýralæknar þurfa eiginlega að þekkja dýrið og sögu þess áður en lyfjum er ávísað. Hægt er að tala við eigandann og reyna að ráðleggja honum. Ef maður veit söguna og veit að lyf hafi reynst dýrinu vel þá er hægt að ávísa lyfjum til þeirra.“Einkenni hræðslu Helga segir að einkenni um hræðslu hjá dýrum séu augljós. „Dýrin anda ótt og títt, titra og skjálfa og leita gjarnan skjóls frá látunum hjá eigendunum, undir rúmum eða jafnvel lengst inn í skáp. Sum geta jafnvel orðið svo hrædd að þau missi þvag,“ segir Helga. Þá getur matarlyst þeirra einnig minnkað og áhugi dýranna á leikföngum eða einhverju góðgæti sem þau hafa áður haft mikinn áhuga á. Helga segir að hundar séu alla jafna mun hræddari en kettir og því þurfi sárasjaldan að gefa þeim lyf.Flýja höfuðborgina með gæludýrin Helga segist hafa heyrt af því að dýraeigendur fari út fyrir borgarmörkin þar sem lætin eru minni til þess að hlífa dýrunum sínum. „Einhverjir fara til dæmis í sumarbústaði til þess að finna meiri ró en maður þarf að athuga að það er líka skotið upp í sveitinni og í sumarhúsabyggðum.“ Guðrún Halldórsdóttir og Pétur Haraldsson eiga tíu ára tíkina Loppu. Loppa er íslenskur fjárhundur og verður viti sínu fjarri þegar hún heyrir hvellina í flugeldunum að sögn Guðrúnar. „Hún er geltandi út í eitt. Við fórum með hana í fyrra í bústaðinn og ætlum að gera það aftur í ár.“ Að sögn Guðrúnar eru mun minni læti á svæðinu þar sem sumarbústaðurinn þeirra er, hér í Reykjavík verða þau vör við lætin alveg frá því leyfilegt er að selja flugelda og bregst Loppa strax við því. „Hér er byrjað að sprengja strax og jafnvel um miðja nótt og þá byrjar hún að gelta og maður er eiginlega bara illa sofinn,“ segir Guðrún. Dýr Flugeldar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Frá og með gærdeginum var heimilt að skjóta upp flugeldum. Tímabilinu lýkur svo á þrettándanum. Að mati dýralæknis er mikilvægt er að hlúa að dýrum í kringum áramótin þegar sprengdir eru flugeldar og lætin eru mikil. Helga Finnsdóttir dýralæknir segir að dæmi séu um að eigendur dýra fari út fyrir bæjarmörkin til þess að finna meiri ró til að hlífa dýrunum. Helga hefur starfað sem dýralæknir í tugi ára og gefur lesendum Vísis góð ráð um hverju skuli huga að þegar ósköpin ganga yfir.Ólík dýr þurfa ólíka meðferð Ekki er hægt að alhæfa um það að mati Helgu hvernig hægt er að undirbúa dýr eða hvernig best sé að bregðast við á áramótum. „Sum dýr eru einfaldlega ofboðslega hrædd á meðan önnur dýr vilja þeytast á eftir rakettunum. Þessi tími getur verið tími ótta og skelfingar fyrir mörg gæludýr.“ „Það þarf að gæta að því dýri sem hefur sýnt merki um hræðslu og einnig hafa fyrirbyggjandi aðgerðir hjálpað, eins og að byrgja glugga ef hægt er eða vera á þeim stað í húsinu þar sem gætir minnst hávaða,“ segir Helga og bætir við að einnig er hægt að draga úr hávaða með því að spila tónlist eða hafa útvarp eða annað í gangi. Að mati Helgu er mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir að dýrin verði hrædd. Hugsanlega er hægt að venja dýr við flugeldahljóðum til að mynda með því að spila upptökur og fleira en Helga segir að hljóðin séu ekki það eina sem hræðir dýrin. „Það eru einnig ljósin og blossarnir sem hræða og mögulega hefur púðurlyktin einhver áhrif,“ segir Helga.Helga Finnsdóttir dýralæknir gefur dýraeigendum góð ráð um áramót.Vísir/GVAHelstu ráð Helgu eru þessi:Fara út með hunda áður en ósköpin bresta á.Hafa hunda ávallt í taumi ef farið er út og hafa ketti inni á meðan sprengingarnar eiga sér stað. Jafnvel getur verið gott að hafa hunda í taumi inni ef fólk er mikið að ramba inn og út.Skilja dýrin ekki eftir ein heima.Ekki bjóða upp á óþarfa hættu eins og að sprengja knöll inni eða ætla að sýna dýrum eitthvað sem gæti hrætt þau. Ekki er skynsamlegt að fara með dýrin á brennur.Gott er að draga fyrir glugga eða byrgja þá með einhverjum hætti ef hægt er til þess að minnka áreitið.Spila tónlist fyrir dýrin eða hafa útvarp í gangi til að reyna að deyfa hávaðann.Ef dýraeigandinn veit að dýrið muni hræðast lætin þá er hægt að huga að því að fá lyf sem eru kvíðastillandi.Hestaeigendur skulu reyna að setja fyrir glugga á hesthúsi og hafa tónlist á. Mikilvægt er að líta til þeirra eftir miðnætti. Einnig skal gæta þess að hestarnir hafi nóg hey.Veita hræddum dýrum nánd, stuðning og hvatningu. Ekki loka þau ein af fjarri hávaðanum.Minni notkun lyfja Erfitt er að spá fyrir um það hvernig dýr sem ekki hafa upplifað áramót bregðist við. „Ég hef ráðlagt fólki sem er með dýr sem það hefur ekki haft áður um áramót að sjá hvernig gangi núna og reyna að draga úr áhrifunum eins og það getur áður en kvíðastillandi lyf eru gefin,“ segir Helga. Hún segir að hún finni fyrir því að dregið hafi úr notkun lyfja fyrir dýr á þessum árstíma en getur þó ekki sagt til um það hvort notkun lyfjanna sé minni á landinu. „Dýralæknar þurfa eiginlega að þekkja dýrið og sögu þess áður en lyfjum er ávísað. Hægt er að tala við eigandann og reyna að ráðleggja honum. Ef maður veit söguna og veit að lyf hafi reynst dýrinu vel þá er hægt að ávísa lyfjum til þeirra.“Einkenni hræðslu Helga segir að einkenni um hræðslu hjá dýrum séu augljós. „Dýrin anda ótt og títt, titra og skjálfa og leita gjarnan skjóls frá látunum hjá eigendunum, undir rúmum eða jafnvel lengst inn í skáp. Sum geta jafnvel orðið svo hrædd að þau missi þvag,“ segir Helga. Þá getur matarlyst þeirra einnig minnkað og áhugi dýranna á leikföngum eða einhverju góðgæti sem þau hafa áður haft mikinn áhuga á. Helga segir að hundar séu alla jafna mun hræddari en kettir og því þurfi sárasjaldan að gefa þeim lyf.Flýja höfuðborgina með gæludýrin Helga segist hafa heyrt af því að dýraeigendur fari út fyrir borgarmörkin þar sem lætin eru minni til þess að hlífa dýrunum sínum. „Einhverjir fara til dæmis í sumarbústaði til þess að finna meiri ró en maður þarf að athuga að það er líka skotið upp í sveitinni og í sumarhúsabyggðum.“ Guðrún Halldórsdóttir og Pétur Haraldsson eiga tíu ára tíkina Loppu. Loppa er íslenskur fjárhundur og verður viti sínu fjarri þegar hún heyrir hvellina í flugeldunum að sögn Guðrúnar. „Hún er geltandi út í eitt. Við fórum með hana í fyrra í bústaðinn og ætlum að gera það aftur í ár.“ Að sögn Guðrúnar eru mun minni læti á svæðinu þar sem sumarbústaðurinn þeirra er, hér í Reykjavík verða þau vör við lætin alveg frá því leyfilegt er að selja flugelda og bregst Loppa strax við því. „Hér er byrjað að sprengja strax og jafnvel um miðja nótt og þá byrjar hún að gelta og maður er eiginlega bara illa sofinn,“ segir Guðrún.
Dýr Flugeldar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira